Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, maí 31

Draumur heimavinnandi konu

Sándtrakk: Every day I love you less and less með Kaiser Chiefs

Everyday I love you less! and less!

Það er bankað. Inn kemur eldri maður, hann er að leita að húsnæði handa dóttur sinni sem er að koma í viðskiptanám til Edinborgar. Hann er frá Lancashire. Hann skoðar og skimar, en þó varla, svo kurteis enda breti. Búinn að bíða í röðinni eftir því að fá að skoða íbúðina sem ég er að fara að yfirgefa. Hann er grannur en samt með bumbu. Gefur til kynna að hann er meira fyrir bjór en vín. Ég kann vel við hann. Þangað til að hann kíkir inn í eldhúsið og segir: this must have been done in the eighties. Jess, segi ég og uppgötva mér til hryllings og gleði að honum finnst það fallegt. Hann fer inn í stofu og sest í sófann. Spyr hvort hann megi lyfta hvíta Ikea rúmteppinu til að skoða hann. Oh, lovely pattern, segir hann og strýkur hendinni eftir ljótasta áklæði í heimi. Hann brosir til mín og hóstar aðeins og spyr hvort mér sé sama þótt hann hringi eitt símtal. Veiðir svo gemsa upp úr vasanum. Dídúdípú. Hello, pumpkin, I think I have found just the right place for you. It has a lovely kitchen and marvelous furniture. Wonderful views. Lift. Sorry, no carpets, hen. But you could just bring your big rug. Yes, I would definately. Allright then. See you then.

Já, svona eru dagdraumar mínir. Og mér finnst þeir leiðinlegir. Ég vil komast út úr þessari íbúð með fullt depositið mitt, fara heim með pening í vasanum. Ég hata fuglastelpuna með skræka róminn sem sér um okkar mál hjá leigumiðluninni en ég má ekki láta á neinu bera. Verð að hafa hana góða svo hún vinni fyrir mig, kunni vel við mig og skili mér peningunum mínum. Ég held meira að segja að ég sé svolítið farin að hata íbúðina mína út af þessu rugli - tja ekki hata en evrídei æ lov it less and less. What a mess!

sunnudagur, maí 29

3.75 fyrir upplýsingar

Ég fór inn til fúla blaðasalans hérna fyrir neðan. Óþolandi maður sem eltir mann á röndum ef maður svo mikið sem horfir á blaðarekkann. Þolir voðalega illa að maður taki blað og fletti því. Þá iðar böggurinn í rassgatinu á honum og hann segir: Can I help you? með tóni sem snarbreytir þýðingu orðanna. Svo lítur hann svona fílulega á mann og þykist laga til í rekkanum eftir mann. Eins og maður sé óviti sem hafi rifið allt og tætt. Í dag stóð valið hjá mér milli Scotland on a Sunday, glanstímarits með ókeypis druslubikínís með blómi í klofinu eða National Geographic. Ég lét heilann ráða og keypti það síðastnefnda. Egypskur konungur, myndir innan úr miðjum fellibyl, hýenur í Tanzaníu og afkomendur Atla húnakonungs.
http://nationalgeographic.com/magazine/0506
veriði sæl að sinni - þetta var blogg dagsins.

laugardagur, maí 28

Do you feel lucky today?

Sölvi varði MAið sitt í gær og fékk Distinction - eini útlendingurinn með distinction. Gott hjá honum. Kallaði auðvitað á það að kennarar og nemendur færu á fyllerí saman. Ég sat heima og þýddi, þýddi aftur 2 kafla sem sitja fastir í gömlu tölvunni minni með dauða skjáinn. Deddlænið komið og farið og enginn tími til að reyna að láta tölvunjörð reyna að bjarga skjalinu úr hræi góðu gömlu. Reyndi að falla ekki í þunglyndi og muna hughreystingarorð Gauta K. um að oft væri glataður texti (tóku þið eftir tvíræðninni þarna hjá mér?) betri þegar maður þýddi hann í seinna skiptið. Er ekki svo viss í þessu tilfelli. Á endanum náði depresjónin tökum á mér og ég tölti út í rok og rigningu (sem ég hafði í brjálsemi minni beðið Sæunni veðurgyðju um að senda mér) út á KFC og settist síðan framan við sjónvarpið með fulla fötu af spikandi kransæðastíflandi mat.

Í sjónvarpinu var Dirty Harry mynd. Ég var mjög hrifin af Dirty Harry í gamla daga. Aðallega vegna þess að The Good, The Bad and The Ugly var uppáhaldsbíómyndin mín og DH veitti mér tækifæri til að sjá hans kúlness Clint píra augun og segja: "I know what you are thinking: was that 5 shots or 6? I am not too sure myself. This is a 44 Magnum, the largest shotgun in the world. So you have to ask yourself, are you feeling lucky today? Well, are you punk? Make my day." Hann var svo alltaf með eina kúlu í hlaupinu eða eitthvað álíka grúví. Já, og partnerarnir hans drepast alltaf líka. Svona til að setja smá mannlegan harmleik spin á myndirnar.

Í gær var verið að sýna síðustu myndina í seríunni. Clint farinn að láta aðeins á sjá, Welcome to the Jungle í bakgrunninum, Jim Carrey í litlu aukahlutverki sem rokkstjarna sem er drepinn á fyrstu mínútunum, Liam Neeson aðalsöspektið. Harry fær nýjan partner, amerísk-kínverskan sem á afa sem tattúverar hann í bak og fyrir til varna illu þegar hann fréttir að hann sé að vinna með Harry. Nýbúagrín. Svo bara versnar þetta. Og versnar. Clint álappalegur, kominn á aldur með allt of stóra skammbyssu sem virtist íþyngja honum, þó ekki svo mikið að hann náði ekki að skjóta allt sem hreyfðist, rosalega eitís, skjóta menn í bakið og svona. Og inn á milli alltaf senan með yfirmanninum sem segir: Æi, Harry þetta var nú meira klúðrið, þetta kostaði þetta og hitt og við erum að reyna að bæta ímynd okkar. Komik rílíf.
Hápunktur myndarinnar er þegar morðinginn ákveður að drepa Harry með því að stýra leikfangabíl (sem leit út eins og Kit í Night Rider) hlaðinn sprengju undir bílinn hjá honum. Upp úr þessu hefst þvílíkur bílaeltingaleikur, enda gerist DH í San Fransisco, og þá verður maður að hafa fáránlega langar bílaeltingaleikjasenur. Harry kanar alveg eins og próformúludræver og morðinginn á eftir honum, gefur honum ekkert eftir.... þótt síður sé - nær að stýra leikfangabílnum líka. Magnaður maður. Svo er sagt að karlmenn geti ekki múltitaskað. Það munar litlu en Harry sleppur. Partnerinn lendir samt inn á spítala - en hann lifir!
Svo kemur í ljós að morðinginn er geðsjúklingur með Liam Neeson karakterinn á heilanum, þykist vera hann, vill vera hann. Á endanum er eltingagleikur í iðnaðarhúsnæði, geðveiki maðurinn nær byssunni af Harry en það er allt í lagi því hann hittir hann aldrei og á endanum stendur Harry með hvalskutul (!!!!! Og þetta er í USA) og þar sem hann er búinn að vera svo lengi í bransanum nennir hann ekki að fara með treidmark ræðuna sína en segir bara: You're out of shots. You're shit out of luck. Og skutlar aumingja veika manninn. Fin. God bless America.

föstudagur, maí 27

Vöknuð fyrir níu og sest við

Æ, viljiði segja eitthvað? Það hefur enginn sagt neitt alveg hræðilega lengi og ég kann ekki að setja upp teljara þannig mér finnst eins og ég sé ein og yfirgefin. Kannski getur eitthvert ykkar t.d. sagt mér hvar ég finn svona teljara?

ps. Sölvi kom heim klukkan hálf sjö... ég var farin að örvænta.

fimmtudagur, maí 26

Laufey vantar rúm

Laufeyu vantar einbreitt rúm í íbúðina sína í sumar, ef þið eruð með rúm sem enginn notar, er fyrir eða vill bara flytja að heiman látiði mig þá vita eða Lufsu: laufeygud@hotmail.com
takk

Ein sit ég og sauma

ein ein ein og úti skín sólin - ekki vorsól heldur sumarsól. sölvi er farinn í dýragarðinn með steinari en ég verð að sitja heima og sauma saman texta. vorkenni mér óskaplega óskaplega ó ó ó. ekkert bólar á nýjum leigjendum í íbúðina. bölvað. það er ekki til kaffi. kannski get ég slegið tvær flugur í einu höggi og farið út í sólina að ná mér í kaffi. þá er ég ekki að slóra bara fá mér kaffi - það gerir allt vinnandi fólk. Íbúðin er að verða minna við, dót komið ofan í töskur og kassa. sölvi fór í leigubíl áðan til steinars og öglu með 4 fatapoka, vindsæng og ferðatösku. ég kyssti hann ekki bless eftir að hafa hent inn dótinu í bílinn og leigubílstýran horfði á mig með svona sympatíu sem sló mig út af laginu, fattaði ekki hversvegna fyrr en ég kom aftur upp í íbúð.
ring ring ring
s:hello?
h: hæ
s: já halló - hæ
h: mér leið eins og þú værir að fara frá mér
s: neinei ég er ekki að fara frá þér, ég kem aftur um fimmleytið
h: já ég veit, en þú veist ég henti bara pokunum svo kæruleysislega inn í bílinn á eftir þér, sí jú!
s: neinei ég kem aftur heim
h: ókei
s: ókei

já þetta var svona íslenskt sí jú, sem hefur ábyggilega hljómað rosalega harkalega í eyru sönglandi skota. Og ekki sí jú leiter bara sí jú. svona sí jú end gúdd riddans undirliggjandi. en það var ekkert undirliggjandi, stundum meinar maður bara nákvæmlega það sem maður segir. sölvi kemur um fimmleytið.

Heyrt á bar

A: HAHA! Finnst ykkur hann ekki geðveikur? Hann er miklu geðveikari en ég. Allavega í dag.
S: Þú varst bara geðveik fyrstu tvo mánuðina sem við vorum saman svo tók ég við keflinu. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera við það. Get ekki látið neinn hafa það. Fyrr en við eignumst barn kannski.

Prýðisfólkið bauð okkur út að borða. Höfðingjar, perlur og stjörnur. Allt gæti þetta átt við þau. Fengum okkur kokteil, steik og horfðum síðan á AC tapa fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Það var gaman.

miðvikudagur, maí 25

Klassi dagsins

Er í litlum kofa á mölinni, hringi stutt, langt, stutt, held símtólinu við eyrað og bíð; heyri smelli frá tólum sem eru tekin upp og surg í krakkanum, lágværan andardrátt, þrusk frá lófa sem er haldið yfir, fjarlæga ræskingu, og svarað með lágu hallói. Allir í þorpinu eru að hlusta og ég veit að öll vita að ég veit en við tölum ekki um það þegar ég heimsæki eitthvert þeirra næst látum eins og ekkert, við erum fá hérna, og á daginn er myrkrið óþolandi og kuldinn á nóttunni og suðið frá mölinni að raðast í öldur og molna í vindinum. Ég opna munninn til að segja eitthvað en hika, ég finn það - hvernig ég þagna, eins og ég geti ekki meira, ég þegi og hún líka og við þegjum öll saman og hlerum.

(Helga Soffía Einarsdóttir las úr bók Steinars Braga, Útgönguleiðir)

þriðjudagur, maí 24

Auglýsing #2

Vil minna fólk á að íbúðin okkar er til leigu. "Drottning íbúðanna" eins og skáld í heimsókn komst einu sinni að orði. Laus í sumar á meðan við erum heima. 7.júní - 18. ágúst. Falleg og björt og á sjálfri slagæðinni í hjarta Edinborgar. Búmm búmm. Hendi breiðbandi frítt inn í pakkann, bara svona til að vera næs. Já, já. Hringiði bara ef þið hafið áhuga 131 225 3686 getið líka sent mér línu með sms 7985946589.
Oooo, mér leiðist íbúðahringlivesen...

sunnudagur, maí 22

Smekksatriði

Já, hún vann í júróvisjón þessi dúkkulísa þarna frá Grikklandi. Só vott? Ég var nú ekki alveg til í að fara og fórna heilsu minni, lífi og limum yfir því en það gerðu hinsvegar Steinar Bragi og Sölvi enda kannski aðeins móttækilegri fyrir langleggjuðum gervi Grikkjum en ég... mér fannst hottí kvöldsins vera ungi sænski maðurinn sem tók bringuháraslagarann með prýði. Ég hef alveg tekið þátt í alls konar hættuspili í kringum júróvisjón og er þá kannski helst að minnast allsvakalegs Íslendingapartýs í Barcelona 1998 með Gunnhildi og Ástu og Emblu og Ingó. Mikill drykkjuleikur í gangi og ég man í móðu eftir Parallel sem ég átti eftir að kynnast betur nokkrum árum seinna. Svo enduðum við inn á absinthbarnum hjá Mercedes þar sem að Ingó og Embla voru orðin eins og tvær fullar kyrkislöngur í letilegum slag. Svo var eitthvað spíkísí og risotto á baðkarsbrúninni á Miralles. Við Gusla flissandi eins og öfugsnáðar. En þá voru við ungar og líka bæði að halda upp á gífurlega gott gengi okkar í júróvisjón og drekkja sorgum okkar yfir því að einhver plastpornópía skyldi hafa unnið hana Selmu. En í gærkvöldi fann ég ekki nokkra nennu til neins. Sölvi fór hinsvegar í partý og eftirpartý og datt inn um dyrnar þegar guðrækið fólk vaknar til að gera sig fínt fyrir morgunmessu. Hann sefur enn. Kannski leyfi ég honum bara að sofa til morguns, þá vaknar hann kannski fyrir messutíma og fer út með ruslið. Mánudagar eru rusladagar nefnilega. Ættum að fleygja nýja júróvisjónatriðinu út með því um leið. Því keppnin er búin og engin kann lengur að raula sigurlagið því það er rusl eins og restin. En... eins manns rusl er annars frauð. Sem minnir mig á það: fannst ykkur ekki magnað hvað Ruslönu tókst að hogga læmlætið þarna í gær? Hún var ábyggilega meira í mynd en kynnaparið sem ég vona að hafi drukkið yfir sig, sofið hjá hvort öðru, nagað af sér handleggina til að komast burtu, ælt og drepist.

föstudagur, maí 20

Damper

Smá damper á tilhlökkunina að horfa á júró um helgina að Selma skildi ekki fara áfram í gær, en hey, hún klikkaði á því að hafa trumbur á sviðinu og fara almennilega út af laginu. Við verðum bara að senda Apparat næst og alveg heilan her af trylltum riverdönsurum í peysufötum. En þó verð ég að viðurkenna að ég er fegin að geta bara verið heima að vinna næsta laugardagskvöld og horft á ósköpin með öðru auganu. Ég er nefnilega merkilega heimakær fyrir manneskju sem er að fara að flytja.

fimmtudagur, maí 19

sokkar, bjór og kellingar

Sat í gær og braut saman sokka og horfði á Aðþrengdar eiginkonur með dömustærð af Stellu. Fannst ég svolítið aðþrengd sjálf. Enda maðurinn úti á einhverri púlbúllu með kolleganum. Nú segist hann ætla að fara að hitta hann í kaffi og skák, er eitthvað vankaður í dag. Ég þarf hinsvegar að vinna og vind mér í það núna.

miðvikudagur, maí 18

Sölvi lagar kaffi

Sölvi er vaknaður og lagar kaffi sem er gott því mér líður eins og ég hafi borðað heilan poka af sementi sem er að setjast. Það eru engar bræt hugmyndir í kollinum á mér en ég mæli með http://www.blog.central.is/huxanavelin og http://www.polstjarna.blogspot.com/ sem ég hef enn ekki drullast til að bæta í linkasúpuna sem yrði mun bragðmeiri en ég gerði það. Lofa að gera það einn daginn, kannski þegar Tony og Snicket eru komnir í hús MM.

þriðjudagur, maí 17

Driving miss me

Brynja kom á nýja bílnum sínum áðan og náði í mig. Við ákváðum að fara í exskúrsjón í borgarjaðrana, fá okkur kaffibolla á kaffihúsi við sjóinn eins og maður sér í bíómyndum og stundum inni í Stockbridge. Enduðum inni á dimmgrænni pöbbabúllu í Musselburgh. Ekkert kaffi að fá þar. Bara pínuflöskur af Bitter lemon handa bílstjóranum og Becks handa mér. Sáum þó svan sitja á hreiðri við ánna, eins og í bíómynd. Við keyrðum síðan bara aftur til Edinborgar ðe sínik rút meðfram Arthur's Seat. Enduðum hérna í 5mín fjarlægð frá heimili mínu á Assembly með sandkökusneið og gott kaffi. Brynja fékk ekki bara djobbið sem hún sótti um heldur fékk hún líka stöðuhækkun. Það sýnir ekki aðeins að hún er mjög klár heldur líka að panellinn sem valdi hana af umsækendum er mjög klár líka. Kunna meta það sem gott er. Það geri ég líka og þessvegna fæ ég mér 15 ára Skota með kaffinu - viskí sumsé ekki mann, enda myndi ég nú aldrei skipta út 26 ára Íslendingi fyrir 15 ára Skota, tja nema þá það væri Brennivín fyrir viskí því það verður ekki af Skotanum tekið að hann kann að brugga. Innan úr herbergi berast tónar af síðustu plötu The Smiths. A rush and push and the land that we stand on is ours it has been before and so it shall be again and people that are uglier than you and I they take what they want and leave.

mánudagur, maí 16

Of mikið af því góða

Jæja, þá er eirðaleysið farið að gera vart við sig. Alveg síðan við tókum þá ákvörðun að sleppa hendinni af íbúðinni okkar er ég viðþolslaus. Vil fara að pakka og ljúka þessu af. Þetta er alveg dæmigert fyrir mig, ég er til dæmis oft búin að pakka öllu 2 vikum fyrir brottför - meira að segja þegar ég er bara að fara í stutt frí. Þetta er einhver þörf fyrir að vera in kontról í öllu kaosinu sem fylgir breytingum. Þannig í dag hef ég pakkað niður bókum og sorterað pappíra á milli þess sem ég þýði. Við ætluðum að halda íbúðinni áfram og leigja hana út en það hafa engir kandídatar gefið sig fram þannig að það er eiginlega ekkert annað í stöðunni að gera en að flytja út. En ég skil ekki hvaðan allt þetta dót kemur. Alltaf það sama þegar maður flytur þá uppgötvar maður sér til skelfingar að helvítis kapitalistarnir hafa með einhverju móti náð inn í hausinn á manni og fengið mann til að kaupa alls konar drasl - næstum eins og ómeðvitað. Við komum auðvitað með eitthvað með okkur og höfum verið að ferja þetta svona smá saman út en þetta er samt alveg óhuggulegt. En það er einmitt það sem er svo gott við að flytja - maður nær tökum á draslinu annað slagið, alveg skelfilegt að sjá í geymslur hjá fólki sem hefur alltaf búið á sama stað, á endanum verður það fangar alls dótarísins því það veigrar sér við að flytja til þess að þurfa ekki að díla við draslið. En ekki ég. Ó, nei, nei. Nú er bara að krúsa citylets vefinn og vona það besta. Megabömmer, en við fáum þó 1300 punda trygginguna okkar tilbaka - verðum bara að passa okkur á því að eyða peningunum ekki í meira drasl... en kannski íbúð í Tyrklandi? Hmm, það er spennandi hugmynd sem syndir í hausnum á Sölva Birni þessa dagana. En ég veð úr einu í annað, þetta er svona þegar allt er á öðrum endanum hjá manni.
HEY! Við erum komin með flugmiða heim til Íslands: 7. júní. Hlakka til að sjá alla og Esjuna og Sundin.

sunnudagur, maí 15

Fyrir mömmu

Ég hringdi í mömmu í morgun og hún sagði mér að ég væri búin að blogga heldur lítið þannig ég ákvað að bæta aðeins úr því. Muniði eftir ísnála pípuleikaranum? Jamm. Í gær fengu afrísku trumbuleikararnir hann til við sig og saman vöktu þeir rosa lukku. Fusion. Mjög flott: frantik skoti í fullum herklæðum með sekkjapípur og über chillaðir afríkanar með trumbur. Það safnaðist í kring um þá alveg heil hersing af fólki, margir pró tónlistarmenn hefðu verið ánægðir með að fá svona mætingu á giggið hjá sér. Síðan fór gamall skoskur sentilmaður að dansa Ceilidh við ungan asískan mann. Mjög skemmtilegt. Mjög fallegt. Ég hefði ælt ofan í popppokann minn ef þetta hefði verið í Hollywood bíómynd en í raunveruleikanum var þetta alveg teiknimyndafallegt - Emir Kusturika hefði sennilega komist upp með þetta. Gamli karlinn var líka svolítið fullur. Fullur og meyr og elskaði heiminn. Og svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. Það er hvítasunnudagur í dag og í tilefni dagsins fóru þingmennirnir í kirkju, auðvitað í allskonar búningum og með sekkjapípuleikara fremst í skrúðgöngunni. Þessir skotar eru klikk.

föstudagur, maí 13

ísnálar í hausnum á mér

halló. hef átt bágt í dag. mígreni. skelfing og skelfing ofan. og úti á götu maður með sekkjapípur og breikdansarar. hljóðin eru eins og ísnálar í hausnum á mér. veðrið er fallegt en birtan sker í augun. gat ekkert unnið. reyni að bæta það upp í kvöld.
auglýsing: fallega og fína íbúðin okkar er laus í sumar - ef einhver hefur áhuga hafðu samband við mig í síma 131 225 3686. ok. bæ.

fimmtudagur, maí 12

It's a twist-off, honey!

Þegar Sigrún Inga fór fyrst til San Fransisco að elta ástina lenti hún í partýi þar sem boðið var upp á bjór. Henni var auðvitað réttur einn bjór en enginn upptakari. Allt í einu voru allir farnir að drekka bjór nema hún sem sat í öngum sínum og skimaði eftir upptakara eins og barn á leikskóla sem hefur verið skilið útundan. Loksins tók góð kona eftir fórnarlambasvipnum á Sigrúnu (allsvakalegur eins þeir vita sem til þekkja) og hrópaði upp fyrir sig: It's a twist-off, honey! og sýndi henni hvernig mátti snúa tappann af flöskunni fyrirhafnarlaust. Þegar heim kom sagði hún mér frá þessari undraverðu bandarísku uppfinningu og ég hlakkaði mikið til að komast yfir þannig flöskur. Það var því stórkostlega gaman þegar Ríkið fór að flytja inn Bud með twist-off. Mér fannst bjórinn aldrei neitt sérstakur en keypti hann vegna tappanna og fann til gleði og undrunar í hvert sinn sem ég sneri tappann af nýrri flösku. Þetta er brill uppfinning og ég bara hreinlega skil ekki hversvegna þetta er ekki orðinn standardinn um allan heim. Tuborg hefur sett einhverja kjánalega flettitappa á plastflösku gröninn sinn og San Miguel hefur verið með venjulega skrúftappa á lítersflöskunum en það er ekkert kúl við þessar týpur af tappa - lúkka svo rosalega Þjóðhátíðarplebbalegar. Amerísku tapparnir hinsvegar eru alveg eins og venjulegir bjórtappar í útliti nema það er hægt að skrúfa þá af, fær mann til að fíla sig rosa töff týpu, nagla, týpu sem gæti opnað bjórflösku með rassgatinu ef þess þurfti - já eða auganu. Og dannað fólk getur enn notað upptakara á þá, iff ðats ðeir þing. Þegar ég var unglingur fannst mé svakalegt fjör að opna flöskur með tönnunum en snarhætti því þegar móðir mín sá til mín og las mér pistilinn (gott hjá henni, tannviðgerðir hefðu þýtt 16 tíma flug frá Tansaníu til Köben), en ef ég hefði verið í Bandaríkjunum hefði ég geta sagt: Relax - it's a twist-off, mommy!

laugardagur, maí 7

Júgóvisjón

Halló ég er í Serbíu Svartfjallalandi núna, kom hingað via Slóvenía og Króatía. Muniðið ekki eftir stórkostlegri frammistöðu Svartfellinga í Júróvisjón? Ég hélt með þeim en þeir lentu í -ðru sæti og þurftu að lúta í lægra haldi fyrir druslunni Ruslönu Shakiru-vonabí. Ræræræræræræræ rærærærræræ! DANCING! Tíminn er búinn á netkaffinu og ég þarf að fara að sjæna mig fyrir brullaupsveislu. Síðan er næturlestin til Ljubljana á morgun. Ræræræræ ræræræræ ræræræræ ræræ!

mánudagur, maí 2

32°C

Það er sumar í Berlín. Ja, ja bitte schön. Og við fórum í siglingu á Spree til að dást að arkítektúrnum meðfram ánni. Það var gaman. En það var minna gaman að Sölvi týndi sólgleraugunum sínum. Nú verður hann blindur í sólinni. Á morgun fer ég í leiðangur að finna þau handa honum. Þetta er merkileg sitúasjón (pardon ðe pönn)fyrir mig samt því annaðhvort mun hann ekki sjá sólina fyrir mér eða ekki sjá mig fyrir sólinni. Þannig við skulum vona það besta.