3.75 fyrir upplýsingar
Ég fór inn til fúla blaðasalans hérna fyrir neðan. Óþolandi maður sem eltir mann á röndum ef maður svo mikið sem horfir á blaðarekkann. Þolir voðalega illa að maður taki blað og fletti því. Þá iðar böggurinn í rassgatinu á honum og hann segir: Can I help you? með tóni sem snarbreytir þýðingu orðanna. Svo lítur hann svona fílulega á mann og þykist laga til í rekkanum eftir mann. Eins og maður sé óviti sem hafi rifið allt og tætt. Í dag stóð valið hjá mér milli Scotland on a Sunday, glanstímarits með ókeypis druslubikínís með blómi í klofinu eða National Geographic. Ég lét heilann ráða og keypti það síðastnefnda. Egypskur konungur, myndir innan úr miðjum fellibyl, hýenur í Tanzaníu og afkomendur Atla húnakonungs.
http://nationalgeographic.com/magazine/0506
veriði sæl að sinni - þetta var blogg dagsins.
4 Comments:
ohhh svona fólk er svo leiðinlegt eins og þessi blaðasali... gefðu honum eina valíum á dag... kannski skánar hann þá!
Tími ekki valíuminu mínu á hann - I need all I can get. Kannski gef ég honum bara rúðuúða í rassinn. kaupi mér sprautu og nál í Boots og læt hann hafa það? Nei, iss, ég get ekki einu sinni veitt fisk hvað þá drepið blaðasala.
Eitt sem er magnað við national geographic - ja, samt kannski frekar Discovery, hvað efnið Forn-Egyptaland og Seinni heimssyrjöldin er alltaf í gangi. Afar nördalegt. Ekki samt að ég sé að segja að þú sért nörd sko. Treysti því að þú flettir hratt yfir múmíumyndir og sögur um Tútankamon. Takk enn og aftur fyrir lesturinn annars;)
Ó nei.. shock horror!!!
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1141094
read and weep!!
Skrifa ummæli
<< Home