Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 21

Íslenska sauðkindin

Fann bloggið mitt óvart í dag, hafði alveg gleymt því að ég átti einu sinni líf þar sem ég gat eytt tíma í að moka flór úr hausnum á mér inn á Veraldarvefinn. Nú er ég að bíða eftir manni uppi á Fr. Berglaugu og tel lopapeysur á Laugaveginum, kreppan hefur komið lopanum aftur í tísku enda Icelandic Design, sem er óskaplega móðins líka. 14 lopapeysur en það merkilega er að ég hef ekki séð eina manneskju sem ég þekki, þetta er eins og að vera í útlöndum, fyrir utan allar lopapeysurnar ... 15 ... 16 ... þetta minnir mig á það þegar við Embla fórum í Versló í gamla daga til að stela flöskum og telja Bossjakka. Já, maður hafði vissulega meiri tíma í den.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home