Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, maí 20

Damper

Smá damper á tilhlökkunina að horfa á júró um helgina að Selma skildi ekki fara áfram í gær, en hey, hún klikkaði á því að hafa trumbur á sviðinu og fara almennilega út af laginu. Við verðum bara að senda Apparat næst og alveg heilan her af trylltum riverdönsurum í peysufötum. En þó verð ég að viðurkenna að ég er fegin að geta bara verið heima að vinna næsta laugardagskvöld og horft á ósköpin með öðru auganu. Ég er nefnilega merkilega heimakær fyrir manneskju sem er að fara að flytja.

5 Comments:

At 6:47 e.h., Blogger Króinn said...

Já, einmitt! Var STOMP-hópurinn í svona rosalega sökkessfúl túr um Austur-Evrópu í vetur eða hvað? Ég segi annars áfram Moldavía, þó að það hafi nú sko aldeilis verið trommulag.

 
At 6:56 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Einmitt! Ég er líka skotnust í Moldavíu og ég ætla að halda með þeim.

 
At 11:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að búksláttur og langspil sé okkar sterkasta tromp í næstu eurovision. Við erum hvort eð er dottin út úr keppninni forgúddsko held ég.

 
At 11:38 e.h., Blogger Króinn said...

Human body orchestra, já. Það er málið! Tamm-tamm!

 
At 7:54 f.h., Blogger hosmagi said...

Sendur bara Sverri Guðjónsson og látum hann iðka skrokkabank.

 

Skrifa ummæli

<< Home