Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, maí 31

Draumur heimavinnandi konu

Sándtrakk: Every day I love you less and less með Kaiser Chiefs

Everyday I love you less! and less!

Það er bankað. Inn kemur eldri maður, hann er að leita að húsnæði handa dóttur sinni sem er að koma í viðskiptanám til Edinborgar. Hann er frá Lancashire. Hann skoðar og skimar, en þó varla, svo kurteis enda breti. Búinn að bíða í röðinni eftir því að fá að skoða íbúðina sem ég er að fara að yfirgefa. Hann er grannur en samt með bumbu. Gefur til kynna að hann er meira fyrir bjór en vín. Ég kann vel við hann. Þangað til að hann kíkir inn í eldhúsið og segir: this must have been done in the eighties. Jess, segi ég og uppgötva mér til hryllings og gleði að honum finnst það fallegt. Hann fer inn í stofu og sest í sófann. Spyr hvort hann megi lyfta hvíta Ikea rúmteppinu til að skoða hann. Oh, lovely pattern, segir hann og strýkur hendinni eftir ljótasta áklæði í heimi. Hann brosir til mín og hóstar aðeins og spyr hvort mér sé sama þótt hann hringi eitt símtal. Veiðir svo gemsa upp úr vasanum. Dídúdípú. Hello, pumpkin, I think I have found just the right place for you. It has a lovely kitchen and marvelous furniture. Wonderful views. Lift. Sorry, no carpets, hen. But you could just bring your big rug. Yes, I would definately. Allright then. See you then.

Já, svona eru dagdraumar mínir. Og mér finnst þeir leiðinlegir. Ég vil komast út úr þessari íbúð með fullt depositið mitt, fara heim með pening í vasanum. Ég hata fuglastelpuna með skræka róminn sem sér um okkar mál hjá leigumiðluninni en ég má ekki láta á neinu bera. Verð að hafa hana góða svo hún vinni fyrir mig, kunni vel við mig og skili mér peningunum mínum. Ég held meira að segja að ég sé svolítið farin að hata íbúðina mína út af þessu rugli - tja ekki hata en evrídei æ lov it less and less. What a mess!

2 Comments:

At 9:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ónei. Ég sem var orðin svumlandi af hamingju fyrir þína hönd og andlega ástfangin af granna bumbumanninum. Svo reyndist hann uppspuni frá rótum, bévískur svekarinn. Ojæja.

 
At 9:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En helvíti góður draumur samt, ég hló og hló af smekk manninns.

Gunnhildur

 

Skrifa ummæli

<< Home