Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, maí 13

ísnálar í hausnum á mér

halló. hef átt bágt í dag. mígreni. skelfing og skelfing ofan. og úti á götu maður með sekkjapípur og breikdansarar. hljóðin eru eins og ísnálar í hausnum á mér. veðrið er fallegt en birtan sker í augun. gat ekkert unnið. reyni að bæta það upp í kvöld.
auglýsing: fallega og fína íbúðin okkar er laus í sumar - ef einhver hefur áhuga hafðu samband við mig í síma 131 225 3686. ok. bæ.

2 Comments:

At 1:07 e.h., Blogger Króinn said...

Já, ííík! Ekki get ég ímyndað mér að sekkjapípuleikur og höfuðverkur fari sérlega vel saman. Er ekki bara málið að fara að redda sér haglara, hérna, og skjóta svo svona viðvörunarskotum niður á strætið þegar að leiðindin gerast of nærtæk?

 
At 12:43 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Jú, ég hef alvarlega velt þessu fyrir mér. En ég er farin að hallast að því að mér finnist vinirnir tveir sem fíla sig sem Travis eða eitthvað og spila á gítar og radda Eagles lög og Credence Clear Water mest óþolandi fíflin. Syngja svo hátt af óþolandi sjálfumgleði.

 

Skrifa ummæli

<< Home