Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, maí 2

32°C

Það er sumar í Berlín. Ja, ja bitte schön. Og við fórum í siglingu á Spree til að dást að arkítektúrnum meðfram ánni. Það var gaman. En það var minna gaman að Sölvi týndi sólgleraugunum sínum. Nú verður hann blindur í sólinni. Á morgun fer ég í leiðangur að finna þau handa honum. Þetta er merkileg sitúasjón (pardon ðe pönn)fyrir mig samt því annaðhvort mun hann ekki sjá sólina fyrir mér eða ekki sjá mig fyrir sólinni. Þannig við skulum vona það besta.

4 Comments:

At 8:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oj! var svo heitt hér í gær, örugglega 30 eða eitthvað að það var hvorki líft inni né úti og ég fékk óðgeðslegan bjúg! eins og gömul kona, verra í parís en berlín í svona hita því berlín er betri borg - minni mengun, fleiri græn svæði og fleiri vötn og svona gæti ég lengi haldið áfram en ætla að hlífa þér . . . í dag var hins vegar indælt og ferskt sjávarloft og frábært að skokka meðfram signu, sá m.a. konu gera taitjí æfingar og það gladdi mig. Ef þú vilt fara á skemmtilegan bar þá man ég eftir NBA á Schönhauserallé þar sem Kastanien byrjar sumsé nær Finni og svo hinn rétt fyrir neðan Pfefferberg en man ekki nafnið - ílangur og oft sýndar myndir á skjá við enda hans, hann er alla vega skemmtilegri, svo lúxus á belforter fyrir neðan okkur, 18. áfram góða skemmtun! knús. L. og p.s. mæli líka með kæpí (caiparinia).

 
At 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu mín kæra, hvaða daga er veiðiferðin góða aftur? Hugsa til ykkar með öfund, njótið ferðalagsins ykkar! Ausan.

 
At 12:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta er besta borgin - ég vona að þið skemmtið ykkur vel. Ég ætlaði að fara að bögga þig með prófarkalestri en læt það vera svo þú getir bara notið þess að vera í Berlín og drekka bjór og labba og labba og labba. Bið að heilsa Finni - á hann konu og barn?
Bloggið um lýtaaðgerðirnar fékk mig til að pissa í buxurnar af hlátri - þakka þér fyrir.
Kveðja Ágústa

 
At 7:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ svítí, þarf endilega að ná í þig, ertu með einhvern síma eða geturðu kannski hringt í mig?
Ástarkveðja,
Embla

 

Skrifa ummæli

<< Home