Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, mars 24

Nei, sko - það rignir enn

Haldiði ekki að ég sé bara ekki aftur komin inn á blogger sem er allur en francais hjá mér þessa dagana! Mais það var nú svo sem ekkert merkilegt sem ég ætlaði að segja, Embla kom hingað frá Spáni síðustu helgi og gerði allt vitlaust, le soleil stakk okkur af og í staðinn fengum við blautan, þæfðan himinn sem meig út úr sér ýmist rigningu eða slyddu á milli þess sem hann grýtti borgarbúa með hagli. Sacre Coeur! Eins og Hulda sagði. Blessunarlega er haglið for bi en það rignir enn - quelle domage, hugsið þið en non, þá hangir maður inni og vinnur ... eða horfir á 10 þætti af Heroes eins og við Sölvi gerðum í gærkvöldi. Ég fann þetta á netinu og þar sem við eigum óhemju mikla netinneign og erum á förum þá leyfðum við okkur að glápa á þetta online í gær. Kvöldið minnti á 24 maraþonið á Njallanum í fyrra: "Einn enn?" " Einn enn?" "Einn enn?" "Ok, einn enn." "Einn, og svooo förum við að sofa." Annars lofar BBC bót og betrun í veðurmálum og gengur svo langt að lofa 17°hita og sól eftir helgina. Þá ættum við að geta lagt okkur í garð hérna á miðvikudaginn áður en við höldum til Heathrow í olnæter þar. Terminal 4 - uppeldisstöðvar mínar. Alors, je vais. Merci. A bientôt.

fimmtudagur, mars 22

París

Einhverjar kvartanir hafa borist yfir óskaplegri bloggleti minni, en ég hef því miður bara ekki fundið hjá mér þörf um nokkurt skeið til að tjá mig á þessum vettvangi. Ég er nefnilega í París. Í París er hægt að finna sér ýmislegt annað til dundurs en að hanga á netinu og blogga um eitthvað bull sem maður hefur lítið eða ekkert vit á. Í París gengur maður bara um og drekkur í sig fegurð borgarinnar og fær sér kannski Pelforth brun í eftirmiðdaginn. Fyrripartinn drekk ég kaffi við Pont Louis Philipe, stend með Sölva við barborðið og skelli í mig þykkum, dýrindis espresso. Sölvi hefur borðað ósköpin öll af entrecôte og karameliseraðri önd en ég heimta að fara til grænmetissalans við litlar undirtektir. Við höfum fengið gesti: Huldu og Ástu, Ingu Þóru, Öglu og Emblu. Einnig höfum við hitt hér Finn, Emmu og Óðinn (söngvararnir eru hér til að syngja) og Ragga og Jing sem koma annað veifið frá Lúxembúrg. Sölvi er einmitt þunnur eftir ótæpilega drykkju á belgískum bjór í gær með Ragnari. Hann gengur hér um og segir: Þú átt að vera góð við mig! Það þýðir að ég eigi að hætta að blogga og koma með honum út í frískt loft og kókleiðangur. Ætli ég láti það ekki eftir honum, maður má alveg vorkenna fólki sem líður illa þótt það hafi skapað sér þá vanlíðan sjálft. Det synes jeg, aligevel. Oui, biensur. Au revoir. Næsta blogg verður kannski bara frá Indlandi.