Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, maí 15

Fyrir mömmu

Ég hringdi í mömmu í morgun og hún sagði mér að ég væri búin að blogga heldur lítið þannig ég ákvað að bæta aðeins úr því. Muniði eftir ísnála pípuleikaranum? Jamm. Í gær fengu afrísku trumbuleikararnir hann til við sig og saman vöktu þeir rosa lukku. Fusion. Mjög flott: frantik skoti í fullum herklæðum með sekkjapípur og über chillaðir afríkanar með trumbur. Það safnaðist í kring um þá alveg heil hersing af fólki, margir pró tónlistarmenn hefðu verið ánægðir með að fá svona mætingu á giggið hjá sér. Síðan fór gamall skoskur sentilmaður að dansa Ceilidh við ungan asískan mann. Mjög skemmtilegt. Mjög fallegt. Ég hefði ælt ofan í popppokann minn ef þetta hefði verið í Hollywood bíómynd en í raunveruleikanum var þetta alveg teiknimyndafallegt - Emir Kusturika hefði sennilega komist upp með þetta. Gamli karlinn var líka svolítið fullur. Fullur og meyr og elskaði heiminn. Og svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. Það er hvítasunnudagur í dag og í tilefni dagsins fóru þingmennirnir í kirkju, auðvitað í allskonar búningum og með sekkjapípuleikara fremst í skrúðgöngunni. Þessir skotar eru klikk.

1 Comments:

At 1:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fá meira blogg, fráhvarfseinkenni farin að gera vart við sig. Auja

 

Skrifa ummæli

<< Home