Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, maí 22

Smekksatriði

Já, hún vann í júróvisjón þessi dúkkulísa þarna frá Grikklandi. Só vott? Ég var nú ekki alveg til í að fara og fórna heilsu minni, lífi og limum yfir því en það gerðu hinsvegar Steinar Bragi og Sölvi enda kannski aðeins móttækilegri fyrir langleggjuðum gervi Grikkjum en ég... mér fannst hottí kvöldsins vera ungi sænski maðurinn sem tók bringuháraslagarann með prýði. Ég hef alveg tekið þátt í alls konar hættuspili í kringum júróvisjón og er þá kannski helst að minnast allsvakalegs Íslendingapartýs í Barcelona 1998 með Gunnhildi og Ástu og Emblu og Ingó. Mikill drykkjuleikur í gangi og ég man í móðu eftir Parallel sem ég átti eftir að kynnast betur nokkrum árum seinna. Svo enduðum við inn á absinthbarnum hjá Mercedes þar sem að Ingó og Embla voru orðin eins og tvær fullar kyrkislöngur í letilegum slag. Svo var eitthvað spíkísí og risotto á baðkarsbrúninni á Miralles. Við Gusla flissandi eins og öfugsnáðar. En þá voru við ungar og líka bæði að halda upp á gífurlega gott gengi okkar í júróvisjón og drekkja sorgum okkar yfir því að einhver plastpornópía skyldi hafa unnið hana Selmu. En í gærkvöldi fann ég ekki nokkra nennu til neins. Sölvi fór hinsvegar í partý og eftirpartý og datt inn um dyrnar þegar guðrækið fólk vaknar til að gera sig fínt fyrir morgunmessu. Hann sefur enn. Kannski leyfi ég honum bara að sofa til morguns, þá vaknar hann kannski fyrir messutíma og fer út með ruslið. Mánudagar eru rusladagar nefnilega. Ættum að fleygja nýja júróvisjónatriðinu út með því um leið. Því keppnin er búin og engin kann lengur að raula sigurlagið því það er rusl eins og restin. En... eins manns rusl er annars frauð. Sem minnir mig á það: fannst ykkur ekki magnað hvað Ruslönu tókst að hogga læmlætið þarna í gær? Hún var ábyggilega meira í mynd en kynnaparið sem ég vona að hafi drukkið yfir sig, sofið hjá hvort öðru, nagað af sér handleggina til að komast burtu, ælt og drepist.

2 Comments:

At 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Híhí, þeir gömlu góðu dagar. Árni Þórarins er mættur til Barcelona en barinn hans umræddi er horfinn og í hans stað kominn einn af þessum týpísku trendí bístróbörum sem eru að spretta upp út um allt hér í bæ. Já, heimur versnandi fer.

 
At 2:19 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Nei! Nei! Nei! Ég trúi þessu ekki. Fíni barinn hennar Merecedes. Djöfuls uppar að ná yfirhöndinni þarna. Já, heimur versnandi fer.

 

Skrifa ummæli

<< Home