Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, júní 29

Spánn EM meistarar 2008

Vei!

fimmtudagur, júní 26

Vísismenn óvísir

Í gær barst í tal hversu furðuslæm visir.is væri orðin. Í dag sannfærðist ég um þetta endanlega því í einni fréttinni stóð að Ben Affleck og Jennifer væru að "vaxa í sundur". Jahá!

miðvikudagur, júní 25

Ich habe kein geld

Einhvern veginn er þetta sú þýska setning sem lifir alltaf í hausnum á mér, enda alltaf sönn. Þó sjaldan sannari en nú. Ég fann ekki kortaveskið mitt áður en ég fór frá Tarragona og er því eins og helsært dýr því mér tókst að borga visareikningin ógurlega sem varð til í Ikea við flutningana, en sjálft kortið er einhvers staðar inni í hól - eða á bak við skáp eða milli þilja. Ég leitaði hátt og lágt í miklu panikki en allt kom fyrir ekki. Reyndar hafði ég tekið upp debetkortið áður til að fara í búð þannig að ég er ekki vopnlaus en þegar ég ætlaði að beita því kom í ljós að gengishrunið hefur étið upp þær fáu krónur sem á reikningnum voru. Þetta er ekki hægt. 132 krónur fyrir evru ... og pundið ... offff! Við höldum til Edinborgar á eftir. Nú ætla ég út í banka að ná í spænska debetkortið mitt, ekki að það komi að nokkru gagni. Adios í bili.

sunnudagur, júní 22

Sjór

fór í sjóinn í dag, það var dejligt. í sjónum er gull. án gríns. costa dorada - gyllta ströndin. töff.

laugardagur, júní 21

Em Öm

ömurleiki. ef spánverjar fara svona líka hætti ég að eyða tíma í EM. hvad er i gange, eins go jesper grönger sagði um árið. holland skítur á sig, króatía skítur á sig og portúgal - öll liðin sem maður heldur með. er riðlakeppnnin að fara með bestu liðin? eru þau algjörlega búin á því þegar þau koma upp úr riðlunum? eða mútaði rússneska mafían liðinu? hvad er i gange, for satan? ömurð. ég ætla að hætta að horfa á óverpeid drengi fædda fokking áttatíogeitthvað sparka í bolta og vinna ferkar eða fara á ströndina, eða bæði. mér finnst bæði betra.

fimmtudagur, júní 19

Blond móment

Átti mjög blond móment hérna áðan: ákvað að bæsa hina hilluna í dag svona í tilefni þess að við erum að fá gesti á morgun og týndi því úr henni bækur og annað, efst á hillunni var vínrekki sem við keyptum á sunnudagsmarkaðnum fyrstu helgina okkar hér. Í stað þess að taka flöskurnar úr rekkanum eins og eðlileg manneskja kippti ég til mín rekkanum með þeim afleiðingum að 2 spari spari reserva rauðvínsflöskur splundruðust á gólfinu og rauðvín og glerbrot þeyttust um allt gólf, upp á veggi, á fínu kortin sem ég var nýbúin að festa á vegg og ofan í fjöltengið. Ég er búin að skúra 4 sinnum en það er samt lykt hérna inni eins og eftir brjálað jólaglöggspartý. Þetta er næstblondasta mómentið mitt held ég, það svakalegasta var þegar ég stóð mig einu sinni að því að fara að flýta mér að mála því málningin var að verða búin.
Annars erum við svona að ganga frá og pakka; ég reyni að muna hvað ég á af skóm og fötum heima, ég veit að það er troðið í báðum geymslunum út að dyrum af drasli þarna heima en samt finnst mér ég ekki eiga neitt almennilegt til að fara í - ef krónan væri ekki þetta plat sem hún er þá myndi ég slá þessu upp í kæruleysi og dressa mig upp í Edinborg að góðum, íslenskum sið. En nei. En gallabuxur þarf ég. Og kannski skó. Alltaf skó. Maður á aldrei nóg af skóm. Það vissi amma og það vitum við Hulda.
Verð að vinna núna á meðan þvottavélin sér um þvottinn. óverendát.

miðvikudagur, júní 18

14 dagar

Svona er planið:
í dag: vinna, bæsa hillu vinna meira, setja í þvottavél og svo vinna
19/6: vinna, þrífa, taka til, vinna
20/6: vinna, taka á móti Berglindi og Ingunni Önnu, horfa á EM
21/6: vinna, sýna gestum fínerí í borginni, vinna meira
22/6: pakka, vinna og sniglast með B&I, horfa á EM og vona að Podemosar tapi ekki fyrir Ítölum ... right
23/6: fara til Barcelona, halda upp á Sant Joan á Bercelonetaströndinni með öllum hinum, kampavín og flugeldar
24/6: Hitta Pollo&Gerald, Nicolas, Auju og Tóta og fleiri kannski, fara í bæjarferð.
25/6: fljúga til Skotlands, EM, fara til Hemma, hitta AR og fara í Ástuíbúð
26/6: vinna, hitta Aus og Hemma og horfa á bolta
27/6: vinna, tala við AR og H. elda kannski handa þeim eitthvað gott
28/6: vinna, fara með Aus kannski í búðir að leita að gallabuxum (moi) og pilsi (AR)
29/6: vinna, EM úrslit
30/6: Pakka, vinna, fá sér hvítvín með A&H
1/7: Til Íslands.

miðvikudagur, júní 11

Mídas- what an ass

Fer ótrúlega í taugarnar á mér að Geiri gullfingur hafi unnið 9 milljónir í víkingalottóinu. Kannski verður margur ekki af aurum api, kannski lenda aurarnir bara hjá mörgum apanum ... úff. Ætla samt að reyna að transenda og segja ommmm. Ommmmm.

þriðjudagur, júní 10

EM

Vei! Holland! Vei! Spánn! Viva! Vei! Svíþjóð! Hurra! Vei! Vei! Og vei - Ítalía tapaði, skíttapaði, vei! Gott á þá! Meira af þessu.

sunnudagur, júní 8

Ojbara

Ég er með oj í kroppnum og sálinni eftir búlluna í gær sem við settumst inn á til að fá okkur bjór. Sátum semsagt á Bar Tortosa með bjór og lásum í Hola á meðan gamli karlinn við hliðina á okkur prúttaði við kerlinguna á bak við borðið um drátt. Fannst of mikið að borga 20 evrur fyrir að fá að fara upp með tvítugri stúlku með sálarlaus augu og svart, slegið hár. Hvernig dettur fólki í hug að flagga vændi sem einhverjum femenisma? Djöfulsins viðbjóður.

laugardagur, júní 7

Jahérna, nú dámar mér

Við hjónaleysin vorum að koma af hóruhúsi. For alvor. Vorum á leiknum þar á undan. Protúgal vann. Ágætt. Enda ekki annað hægt en að fara á hóruhús. Who'd have thunk it?

EM!

Portúgal-Tyrkland í dag. Vei!
Við Sössibé vorum að koma inn, ég er að koma mér í vinnugírinn, blogga smá á meðan. Við fórum á Forum-torgið að kaupa grænmeti af bændum: ferskjur, epli, appelsínur, steinselju, belgbaunir, kirsuber, vínber og papriku. Ég ætla að wokka og læra að binda hnút á kirsuberjastöngla með tungunni, maður verður að hafa eitt partýtrikk. Tarragona er falleg og ferðamannastraumurinn að aukast sýnist manni, en ekki alveg eins og í Undraborginni, hér sér maður glókolla í familíuferðum, unglinga taka myndir af rómverskum rústum og húsaskreytingum og spænska krakka í skólaferðum. Engar rauðþrútnar fótboltabullur eða fullar gæsir með glimmer á brjóstunum í augsýn. Svo bíð ég eftir funhita og fríi til að geta skellt mér í sjóinn. Læt mig hafa það þrátt fyrir sjúklegan ótta við hákarla, þeir eru heldur ekki svo margir hér í Mare Nostrum. Ekki eins og þessir í Ástralíu sem virðast standa á beit við helstu baðstrandirnar. En svei mér ef ég er bara ekki komin í gírinn. Brúmm Brúmm.

fimmtudagur, júní 5

Náttúra og geimkúkar

Ég hef náð að snúa sólarhringnum algörlega á hvolf með undraverðum hætti og sama hvað ég reyni að breyta þessu fer þetta alltaf í sama farið. Um fimm í morgun fór ég upp á þak til að taka niður þvott. Það var aðeins tekið að birta og til norðurs var gríðarfallegur skýjabólstri, svona eins og maður sér í enskum málverkum af sjórorrustum . Í loftinu var lykt af greni og júkalyptus. Kettirnir voru hættir að breima og fuglarnir hvísluðu góðan dag. Þá fór ég að sofa.
Vaknaði við flamenkósöng og klapp hjá nágrönnunum. Sá á mbl.is að geimklósettið er komið í lag. Gott að vita af því. Mér finnst að það eigi að taka fyrsta kúkinn sem þarna fer niður, gullhúða hann og setja hann á safn, enda alveg örugglega dýrasti kúkur mannkynssögunnar. Ég veit ekki alveg hversu skynsamar skepnur við erum, heimurinn er á heljarþröm, fólk deyr úr hungri og sjúkdómum, skortur er á korni og eldsneyti og við stöndum í því að fixa klósett úti í geimi. Nú er ég mjög hlynnt vísindarannsóknum og finnst sjálfsagt að peningum sé eytt í þær, en það má alveg forgangsraða. Annars er ég nokkuð impressed - ég veit ekki um neinn sem hefur getað fengið pípara svona fljótt.

miðvikudagur, júní 4

Ör eftir brunasár

Sölvi: Sérðu?
HS: Örið?
Sölvi: Já, svona er maður á litinn.
HS: Já, bleikur.
Sölvi: Já, eins og svín. Viðbjóður.