Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, maí 25

Klassi dagsins

Er í litlum kofa á mölinni, hringi stutt, langt, stutt, held símtólinu við eyrað og bíð; heyri smelli frá tólum sem eru tekin upp og surg í krakkanum, lágværan andardrátt, þrusk frá lófa sem er haldið yfir, fjarlæga ræskingu, og svarað með lágu hallói. Allir í þorpinu eru að hlusta og ég veit að öll vita að ég veit en við tölum ekki um það þegar ég heimsæki eitthvert þeirra næst látum eins og ekkert, við erum fá hérna, og á daginn er myrkrið óþolandi og kuldinn á nóttunni og suðið frá mölinni að raðast í öldur og molna í vindinum. Ég opna munninn til að segja eitthvað en hika, ég finn það - hvernig ég þagna, eins og ég geti ekki meira, ég þegi og hún líka og við þegjum öll saman og hlerum.

(Helga Soffía Einarsdóttir las úr bók Steinars Braga, Útgönguleiðir)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home