Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, maí 16

Of mikið af því góða

Jæja, þá er eirðaleysið farið að gera vart við sig. Alveg síðan við tókum þá ákvörðun að sleppa hendinni af íbúðinni okkar er ég viðþolslaus. Vil fara að pakka og ljúka þessu af. Þetta er alveg dæmigert fyrir mig, ég er til dæmis oft búin að pakka öllu 2 vikum fyrir brottför - meira að segja þegar ég er bara að fara í stutt frí. Þetta er einhver þörf fyrir að vera in kontról í öllu kaosinu sem fylgir breytingum. Þannig í dag hef ég pakkað niður bókum og sorterað pappíra á milli þess sem ég þýði. Við ætluðum að halda íbúðinni áfram og leigja hana út en það hafa engir kandídatar gefið sig fram þannig að það er eiginlega ekkert annað í stöðunni að gera en að flytja út. En ég skil ekki hvaðan allt þetta dót kemur. Alltaf það sama þegar maður flytur þá uppgötvar maður sér til skelfingar að helvítis kapitalistarnir hafa með einhverju móti náð inn í hausinn á manni og fengið mann til að kaupa alls konar drasl - næstum eins og ómeðvitað. Við komum auðvitað með eitthvað með okkur og höfum verið að ferja þetta svona smá saman út en þetta er samt alveg óhuggulegt. En það er einmitt það sem er svo gott við að flytja - maður nær tökum á draslinu annað slagið, alveg skelfilegt að sjá í geymslur hjá fólki sem hefur alltaf búið á sama stað, á endanum verður það fangar alls dótarísins því það veigrar sér við að flytja til þess að þurfa ekki að díla við draslið. En ekki ég. Ó, nei, nei. Nú er bara að krúsa citylets vefinn og vona það besta. Megabömmer, en við fáum þó 1300 punda trygginguna okkar tilbaka - verðum bara að passa okkur á því að eyða peningunum ekki í meira drasl... en kannski íbúð í Tyrklandi? Hmm, það er spennandi hugmynd sem syndir í hausnum á Sölva Birni þessa dagana. En ég veð úr einu í annað, þetta er svona þegar allt er á öðrum endanum hjá manni.
HEY! Við erum komin með flugmiða heim til Íslands: 7. júní. Hlakka til að sjá alla og Esjuna og Sundin.

2 Comments:

At 7:48 e.h., Blogger Króinn said...

Já, var það ekki?! Svoleiðis búin að sanka að sér haggisi og skotapilsum og skoskum fánum og sekkjapípum og rauðum hárkollum með dúskhúfum og köflóttum treflum í allan vetur svo að íbúðin er full. Týýýýpískt fyrir Íslendinga í Skotlandi. Alveg týýýýýpískt (með svona uí-framburði á y-inu).

 
At 10:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

1300 Punda fyllerý hljómar eins og stórkostleg hugmynd!!!!!!!!! Það er ekki spurning, Helga splæsir á íslandi!

Valur í Ofurhetjulíki

 

Skrifa ummæli

<< Home