Do you feel lucky today?
Sölvi varði MAið sitt í gær og fékk Distinction - eini útlendingurinn með distinction. Gott hjá honum. Kallaði auðvitað á það að kennarar og nemendur færu á fyllerí saman. Ég sat heima og þýddi, þýddi aftur 2 kafla sem sitja fastir í gömlu tölvunni minni með dauða skjáinn. Deddlænið komið og farið og enginn tími til að reyna að láta tölvunjörð reyna að bjarga skjalinu úr hræi góðu gömlu. Reyndi að falla ekki í þunglyndi og muna hughreystingarorð Gauta K. um að oft væri glataður texti (tóku þið eftir tvíræðninni þarna hjá mér?) betri þegar maður þýddi hann í seinna skiptið. Er ekki svo viss í þessu tilfelli. Á endanum náði depresjónin tökum á mér og ég tölti út í rok og rigningu (sem ég hafði í brjálsemi minni beðið Sæunni veðurgyðju um að senda mér) út á KFC og settist síðan framan við sjónvarpið með fulla fötu af spikandi kransæðastíflandi mat.
Í sjónvarpinu var Dirty Harry mynd. Ég var mjög hrifin af Dirty Harry í gamla daga. Aðallega vegna þess að The Good, The Bad and The Ugly var uppáhaldsbíómyndin mín og DH veitti mér tækifæri til að sjá hans kúlness Clint píra augun og segja: "I know what you are thinking: was that 5 shots or 6? I am not too sure myself. This is a 44 Magnum, the largest shotgun in the world. So you have to ask yourself, are you feeling lucky today? Well, are you punk? Make my day." Hann var svo alltaf með eina kúlu í hlaupinu eða eitthvað álíka grúví. Já, og partnerarnir hans drepast alltaf líka. Svona til að setja smá mannlegan harmleik spin á myndirnar.
Í gær var verið að sýna síðustu myndina í seríunni. Clint farinn að láta aðeins á sjá, Welcome to the Jungle í bakgrunninum, Jim Carrey í litlu aukahlutverki sem rokkstjarna sem er drepinn á fyrstu mínútunum, Liam Neeson aðalsöspektið. Harry fær nýjan partner, amerísk-kínverskan sem á afa sem tattúverar hann í bak og fyrir til varna illu þegar hann fréttir að hann sé að vinna með Harry. Nýbúagrín. Svo bara versnar þetta. Og versnar. Clint álappalegur, kominn á aldur með allt of stóra skammbyssu sem virtist íþyngja honum, þó ekki svo mikið að hann náði ekki að skjóta allt sem hreyfðist, rosalega eitís, skjóta menn í bakið og svona. Og inn á milli alltaf senan með yfirmanninum sem segir: Æi, Harry þetta var nú meira klúðrið, þetta kostaði þetta og hitt og við erum að reyna að bæta ímynd okkar. Komik rílíf.
Hápunktur myndarinnar er þegar morðinginn ákveður að drepa Harry með því að stýra leikfangabíl (sem leit út eins og Kit í Night Rider) hlaðinn sprengju undir bílinn hjá honum. Upp úr þessu hefst þvílíkur bílaeltingaleikur, enda gerist DH í San Fransisco, og þá verður maður að hafa fáránlega langar bílaeltingaleikjasenur. Harry kanar alveg eins og próformúludræver og morðinginn á eftir honum, gefur honum ekkert eftir.... þótt síður sé - nær að stýra leikfangabílnum líka. Magnaður maður. Svo er sagt að karlmenn geti ekki múltitaskað. Það munar litlu en Harry sleppur. Partnerinn lendir samt inn á spítala - en hann lifir!
Svo kemur í ljós að morðinginn er geðsjúklingur með Liam Neeson karakterinn á heilanum, þykist vera hann, vill vera hann. Á endanum er eltingagleikur í iðnaðarhúsnæði, geðveiki maðurinn nær byssunni af Harry en það er allt í lagi því hann hittir hann aldrei og á endanum stendur Harry með hvalskutul (!!!!! Og þetta er í USA) og þar sem hann er búinn að vera svo lengi í bransanum nennir hann ekki að fara með treidmark ræðuna sína en segir bara: You're out of shots. You're shit out of luck. Og skutlar aumingja veika manninn. Fin. God bless America.
8 Comments:
hólí smók, mér finnst ad tú aettir nú bara ad koma í heimsókn til mín - vid getum legid saman á strondinni og talid sandkornin á milli tess sem vid híum á týska túrista í hallaeris-bikiní! (tetta er í rauninni skemmtilegra en tad hljómar, hehe..) knússss XXX (íris)
Heyrðu elskan, vorum niðri við Signu með Kristen ameríkanos að drekka kampavín og bara helvíti fínn fílíngur. Frakkarnir með hvíta dúka og við að babla við Kristen á þýsku, hún amerísk og skotin í síðasta rútubílstjóranum í stíðustu ferðinni sem hún gædaði. Og nú erum við soldið full og búin að hringja í alla sem við þekkjum og náðum loksins að dobla tvo unga Þjóðverja hingað og þeir vita ekki hvað bíður þeirra því... París er nú alveg ágæt svona þegar hægt er að sitja í stuttermabolnum við Signu og borða maníneraða sjófrysta ýsu frá Patró. Trommurnur hljóma soldið eins og Mauerpark í Berlín... Nú erum við að fá okkur cider með klaka og bíðum spennt eftir því að ungu Þjóðverjarnir frá Kalk (nálægt Köln) gangi í gildruna. Turninn hættur að blikka en nóttin er ung og á meðan að laufin sofa liggja spaðarnir vakandi... D
Þú ert snillingur og snillingur. Ég hitti famelíuna þína í gær í útskriftinni hennar Tinnu og þau voru hreint yndisleg og yndisleg. Sérstaklega fær mamma þín plús fyrir að segja mér að ég væri sæt og smart. Ég var sæt og smart, en fáir voru fáanlegir til að segja mér það í óspurðum fréttum. Staðfestingin á sætleika mínum hélt mér gangandi allt kvöldið.
Þetta var fréttaskeytið frá Íslandi.
Ps. Leitt að bráðræðisóskin um óveðrið skuli ekki hafa reynst jafn ánægjuvaldandi og til stóð. Við gerum betur síðar.
Írís - ég væri svo til í að koma í heimsókn til þín og geri það pottþétt ef þú verður eitthvað áfram þarna.
Laufey - það er fátt betra en að sitja niðri við Signu og drekka, fyllerí við Signubakka eru svo menningarleg í sér að maður þarf aldrei að skammast sín, meira að segja rónarnir eru á einhvernhátt rómantískir og með ákveðinn menningarblæ yfir sér.
Sæunn - ég sé að þú hefur aðeins dregið úr rokinu hjá mér í dag, takk fyrir það. Ég held að við séum komnar með akkúrat vinnuveðrið núna, svalt, bjart og rigning á köflum. Ekki nógu freistandi til að draga mig út, ekki nógu þungt til að draga mig niður. ÞÚ ert snillingur.
Ég vil benda á að það stóð D fyrir aftan commentið um Signu. Svo er þetta nú útbreidd rómantík um að rónarnir í París séu svo kúltíveraðir og fái sér rauðvín og bagettu (sem er auðvitað allra ódýrasti maturinn í þessari borg ef maður vill) á matartíma og breiði jafnvel dúk undir veitingarnar. ég sé bara ekkert rómantísk við rónana hérna sem eru allt of margir og ber vott um að það er eitthvað mikið að frönsku velferðarkerfi, L.
Ég sagði ekkert um dúkalagningar og kúltiveraða hegðun - ég átti við að maður sjálfur sé svo kúltiveraður og búinn að lesa svo margar bækur um París, skoða málverk og sjá menntaðar bíómyndir að maður ósjálfrátt sér þetta öðrum augum - rómantiserar þetta. Ég hélt að D-ið væri svona bros en að þú hafir verið svo full að þú hafir gleymt að gera augun :D fattarðu? Þakkaðu Davíð fyrir innleggið. Það var skemmtilegt. Og mér sýnist þú komin með ansi franskt attitúd madamoiselle Laufey. Rónarnir skríða út á vorin - líka í velferðarríkjunum, ég vann nú í miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar og átti ekki til orð yfir rónamergðina. En það er líka margt að íslensku velferðarkerfi.
Það er því miður ekki svo að rónarnir skríði einungis út á vorin
væna mín, þeir búa undir berum himni allan ársins hring og eiga í fá hús að venda, reyna að fá smá hlýju frá uppblæstri metró í gegnum járngrindur á gangstéttum þar sem þér leggja sig til svefns á skítugar dýnurnar sínar við stórar breiðgötur. Svo frjósa sumir þeirra í hel í verstu kuldaköstunum. Ég hef samanburð við Berlín og þar eru ákveðin úrræði fyrir fólk í þessari stöðu sem virðast ekki vera hér og þar sér maður afar sjaldan fólk leggjast til svefns utandyra yfir háveturinn. Og ég kannast ekki við að þetta sé franskt attitúd af neinu tagi nema síður sé, þetta er ekki einhver frönsk geðvonska, heldur nokkuð sem fer óstjórnlega fyrir brjóstið á mér.
Hættu að bera allt saman við Berlín - það er ekki hollt, nema maður sé í Berlín.
Skrifa ummæli
<< Home