Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, júní 25

Ich habe kein geld

Einhvern veginn er þetta sú þýska setning sem lifir alltaf í hausnum á mér, enda alltaf sönn. Þó sjaldan sannari en nú. Ég fann ekki kortaveskið mitt áður en ég fór frá Tarragona og er því eins og helsært dýr því mér tókst að borga visareikningin ógurlega sem varð til í Ikea við flutningana, en sjálft kortið er einhvers staðar inni í hól - eða á bak við skáp eða milli þilja. Ég leitaði hátt og lágt í miklu panikki en allt kom fyrir ekki. Reyndar hafði ég tekið upp debetkortið áður til að fara í búð þannig að ég er ekki vopnlaus en þegar ég ætlaði að beita því kom í ljós að gengishrunið hefur étið upp þær fáu krónur sem á reikningnum voru. Þetta er ekki hægt. 132 krónur fyrir evru ... og pundið ... offff! Við höldum til Edinborgar á eftir. Nú ætla ég út í banka að ná í spænska debetkortið mitt, ekki að það komi að nokkru gagni. Adios í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home