Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, febrúar 28

Fílakaffi

Ég sat í allan dag á fílakaffinu og þýddi fyrir Sölva á milli þess sem ég sendi sms til Malawi til óléttu vinkonu minnar þar sem er komin fram yfir meðgöngutímann og segist vera eins og Volswagen bjalla á stærð.
Ég nenni ekki að taka til, vaska upp eða setja í vél. Strákarnir helltu bjór í sófann um daginn - það er ekki gott en heppilega á ég Febreeze fabric freshener.
Það er fáviti hérna fyrir utan að spila Wonderwall, hann hefur gert þetta í marga mánuði, stundum spilar hann hitt lagið sem var rosa vinsælt með sömu leiðindahljómsveitinni. Ég er komin með blóðbragð í kjaftinn og pirring í nasavængina. Er að hugsa um að fremja morð, líkamsáras alla vega í það minnsta hreyta í hann ónotum - þetta er að gera mig vitlausa. Dflshlvt.

sunnudagur, febrúar 27

Að mála bloggið bleikt

Ég ákvað að láta draum tengdamóður minnar rætast og gerði bloggsíðu hennar bleika...nú er hún meira í stíl við hina æruverðugu frú. Ég hef því miður ekki gefið mér tíma til að setja link inn á hana (né aðra eins frænkur mínar og frændur)þannig að afraksturinn má sjá með því að fara á siggabloggið og smella á linkinn Lýsingur Sólblómi talar að handan.
Sölvi er úti í búð að kaupa blaðið. Ég er að þýða mjög fína grein eftir áðurnefndan Sigga um blogg. Svo tala ég við Auju inn á milli á MSN. Narta í ógeðslegar og kaldar franskar sem ég keypti handa þynnkupúkanum sem tók sér bólfestu í líkama kærasta míns. Særingunni er næstum því lokið: kók - tjekk!, Djönkfæði- tjekk!, Verkjalyf - tjekk! Vond vídeómynd - komming öpp.
Á morgun er mánudagur. Mér er illa við mánudaga jafnvel þótt þeir hafi enga merkingu fyrir mér heimavinnandi, dagavilltum þýðandanum. Ég sem hélt að ég væri ekki langrækin...

laugardagur, febrúar 26

Laugardagsmorgun

Ég er vakandi og það er laugardagsmorgun - ekki laugardagur, laugarmorgun. Vaknaði aftur allt of snemma eftir óþolandi draumfarir. Mig dreymdi að ég væri allt í einu orðin ólétt, komin með hríðir og á leið á Þorrablótið. Mér fannst enginn skilja hvað þetta var fáránlegt og vonlaus staða og það ætluðu bara allir að skilja mig eftir, Sölvi sagði að það væru líka oft margir klukkutímar frá því að hríðirnar byrjuðu þangað tl að fæðing færi í gang þannig þetta væri ekkert stress. Einmitt. Ég var alveg að missa mig, enda frekar fúlt að vera bara allt í einu orðin kasólétt svona án fyrirvara.
Mig hefur áður dreymt svipaðan draum en þá var ég nokkuð yngri og vann þá í erlendu deildinni í Máli og menningu (þetta er svo langt síðan að erlenda deildin og skólabækurnar voru bara uppi á svölunum auk skrifstofa). Mig dreymir sumsé að ég er í vinnunni og uppgötva mér til skelfingar að ég er komin fimm mánuði á leið. Ég finn hvernig örvæntingin hellist yfir mig og ég fer að ofanda og segi við Óttarr Proppé, sem vann einmitt með mér, að ég viti ekki hvernig þetta geti hafa gerst og að þetta sé alveg hrikalegt því maður getur ekki farið í fóstureyðingu á fimmta mánuði og jadída. Óttarr segir mér þá að þetta sé ekkert mál, hann hafi ráð við þessu og lætur mig fá fimm hvítar töflur sem ég tek. Ég er honum rosalega þakklát fyrir að bjarga mér þegar ég finn allt í einu að mig svimar og ég uppgötva mér til skelfingar og hryllings að hann sveik mig, þetta eru engar töfratöflur sem bjarga mér frá óléttunni - þetta er bara valíum!
Fakta: Hér í Bretlandi má eyða fóstrum allt að sjötta mánuði.... euuuuucccchhh

föstudagur, febrúar 25

Morgunbjört

Þetta er ískyggilegt. Ég hef nú í 2 daga í röð vaknað töluvert fyrir hádegi. Í gær var það klukkan hálf átta og nú vaknaði ég klukkan níu - þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að sofa áfram. Er þetta afmælið sem nálgast óðfluga (30.mars alle sammen, væri til í bláan ópal, síríus súkkulaði og kleinur)???? Ég var víst búin að gefa út þá yfirlýsingu um að ætla bara eiga oddatölu afmæli, ekki satt? Silvia - eða Xati - vinkona mín gerir þetta alltaf, virkar ágætlega fyrir hana, hún er 33 núna - veit ekki hvort það er fyrsti eða annar í 33 hjá henni í ár, enda skiptir það ekki máli.
Gleðitíðindi eru mörg:
1)Í kvöld ætlum við á uppistand - fáránlegt að vera ekki búin að fara fyrr, þetta er einskonar þjóðaríþrótt Skota og Íra.
2)Þorrablót Íslendingafélagsins á morgun
3)Siggi og Gunnhildur eru að koma 4.mars
4)þórlaug frænka mín á afmæli 5.mars
5)Sölvi og Steinar fara til London á bókamessu 13.mars (bungalópartý hjá okkur Öglu)
6)Páska Ceilidh 26.mars - veiheihei
7)Köbenhavn 29.mars - fékk miðana senda í morgun - tíhíhí (litli ferðafíkillinn í mér dillaði rófubeinsendanum eins og vanskapaður hvolpur...booty all over da place)
8)31 árs afmæli mitt og Auju þann 30.mars
9)Upplestur íslenskra og danskra skálda á Kaffi Jónasi í Köben þann 1. apríl - þá má líka ljúga - yesssssssss!
10)Í Köben getum við hitt: Auju og Tóta, Unitið:Bjarka&Hildi&Hrafnkel Ara, Maríu og Sjonna, Ástu og Begga og strákana þeirra en Ninna verður því miður á Íslandi. Óvell.
Jæja, best að ég fari að nýta þennan dag til þýðinga - nóg er að gera, og í gær fékk ég símtal um meiri vinnu... ekki veitir af með öll þessi ferðalög á árinu, lífeyrissjóðsgjöldin sem ég skulda pabba og rukkunina frá LÍN.

miðvikudagur, febrúar 23

Lögmannssundið góða

Edinborg minnir nú á leikfang sem ég átti einu sinni. Það var mynd af kirkju ofan í kúlu fullri af vatni. Þegar maður hristi hana þyrlaðist hvítt dótarí um í vatninu. Afskaplega rómantískt. Fyrir utan gluggan hjá mér er St. Giles og í kring um hana þyrlast hvít dótari. Það snjóar í Edinborg. Kirsuberjatrén standa í blóma og það snjóar. Svolítið óverkill.
Ég kom hingað um hádegið í gær. Fékk mér að borða og talaði við Sölva. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að halda út í úthverfin, til Ikea. Þar keyptum við almennilegar sængur, falleg sængurver, stóra púða (til að geta lesið uppi í rúmi) og - best af öllu - almennilegan stól handa mér til að sitja í við vinnu. Og ekki veitir af, ég þarf að koma frá mér 2 bókum núna í mars og apríl þannig að það verður setið stíft við. Ég ætla sitja við gluggann, vinna og fylgjast með vetrinum stríða við vorið og vorið hafa hann undir.

mánudagur, febrúar 21

before I go go

Jæja, þá er komið að því að ég snúi aftur heim til Skotlands. Ég er búin að gera margt og mikið, t.d. fór ég á synfoníuna með tengdó, út að borða með Auði Rán,fór í helgarslípóver hjá Ástu og í bíó með Hildi. Nú er komið að því að pakka, pakka niður öllu góðgætinu handa honum Sölva mínum sem er búinn að vera svo duglegur á meðan ég var í burtu. Einar bróðir er svo mikið dásemdardýr að hann ætlar að keyra mig út á völl, hugsa sér! Fyrir allar aldir. Þetta er góður drengur, ojájá, meiri helvítis lúxúsinn!

miðvikudagur, febrúar 16

úttekt

Ég fór ekki til læknis en fór í klippingu - er ekkert endilega skæhæ yfir henni, ósköp lala, en ég kann ekki að tjá mig á hárgreiðslustofum, næ ekki þessu plani. Hárgreiðslukonan hrósaði háralitnum mínum og spurði hvort ég væri með skol, var bara ansi hissa þegar ég sagði henni að þetta væri bara svona af náttúrunnar hendi... ojájá, get sparað mér þar, þá þarf bara að fara í lengingu, brjóstastækkun, bronsun, fitusog og bótox. Fór líka í sund í sundhöllina og var ein af 4 gestum. Fílaði mig rosa glam í leigðum sundbol með nýju sundgleraugun mín. Síðan fór ég á Ara þar sem ég fékk mér kreppu og við töluðum um leimleika gæsa- og steggjapartýa (vorum báðar sammála því að við myndum drepa fólk sem myndi gæsa okkur með fíflalátum og typpaköku). Ég kíkti líka inn til Klöru í Morkinskinnu og truflaði hana allt of lengi. Við ræddum brúðkaup Guðmundar í Serbíu, Klara er ekki viss um að hún sé boðin en það er ég, andskotinn hafi það, Gummi hlýtur að fara að koma þessum boðskortum út. Já, og svo kíkti ég á Badda frænda, allt orðið svo fínt hjá honum, ræddi veiði og bókmenntir. Eftir það fór ég svo til Helgu frænku, ágætt að heimsækja feðgin sama kvöld til að fá þetta allt í perspektív... jadajadajada...
Ég sakna Sölva... sérstaklega á kvöldin, þá kvíði ég því að fara að sofa. Í kvöld frestaði ég því með því að horfa á Monsters Inc. og Brother Bear. Nú er klukkan hálf fimm. Kannski ég lognist bráðum út af.

mánudagur, febrúar 14

Að stíga í réttan fót

hallú.

ég fór í göngugreiningu í dag og nú veit í hvorn fótinn ég á að stíga ef ég lendi í vafa - þann hægri. Hægri fóturinn er nefnilega heilbrigðari og lengri en sá vinstri... ætli ég hafi verið of vinstrisinnuð?

Annars er ég bara með símakortið hans Sölva hérna heima þannig ef þið viljið ná í mig þá er síminn hérna heima 6951235.

Hasta la proxima vez...

Minning

Ég hafði mig ekki í það að skrifa minningargrein um ömmu í blaðið. Ekki heldur um afa. Ég náði ekki koma mér í þennan gír, fannst þetta svo formlegt og skrítið.
Mér fannst jarðarförin erfið, erfiðari en jarðarförin hans afa, bæði vegna þess að hann var búinn að vera veikur svo lengi og vegna þess að ég hugsaði líka svo mikið um Erlu sem dó á aðfangadag en ég komst ekki heim í jarðarförina hennar. En ég var fegin að hafa drifið mig heim núna og vera innan um familíuna. Við fórum svo heim til ömmu daginn eftir og hittumst öll. Drukkum kaffi og skoðuðum myndir. Og þótt amma sé farin þá er hún ennþá hér að vissu leyti því maður sér ýmislegt af henni í okkur hinum. Hárið á henni var til dæmis nákvæmlega eins á litinn eins og hárið á mér þegar hún var yngri (en dökknaði við barneignirnar sagði hún mér einu sinni), Ásdísi frænku, Birgittu og Tinnu svipar stundum til hennar, pabbi hefur litarhaftið, Drífa suma takta frá henni osfrv. Amma var flott kona, hún átti kick-ass hæla (ég held ég hafi erft skófetishið frá henni), allskonar glingur sem hékk á spegli í svefnherberginu í Fellsmúlanum og ég held að við höfum allar frænkurnar stolist þangað inn reglulega til að dást að því. Amma og afi fóru oft til Spánar þar sem amma átti vel heima, ég veit það því þegar ég flutti sjálf til Spánar rakst ég á tvífara hennar á hverfiskaffihúsinu mínu. Einhvernveginn finnst mér gott að vita af henni...

þriðjudagur, febrúar 8

enn ein pestin

Bö. Ég er veik - aftur. Er með hita og hræðilegan hósta. Þarf líka að snýta mér á mínútufresti. Það er nákvæmlega ekkert í sjónvarpinu og Sölvi er í Stirling. Viðar kemur í fyrramálið og svo fer ég heim á fimmtudaginn. Vona að ég verði hressari þá. Vonandi afsakið þið andleysið. Get ekki meira í dag.

sunnudagur, febrúar 6

Á heimleið

Amma mín Ásdís dó í gær þannig ég er á leiðinni heim til Íslands. Kem 10 og fer 22.

föstudagur, febrúar 4

múnfeis

Ég var einu sinni að vinna í heimilishjálp fyrir yndilega konu sem hét Bára. Hún var uppáhaldskúninn minn og sú eina sem ég virkilega hlakkaði til að fara til. Þegar ég hætti að vinna við þetta hélt ég áfram að koma til hennar. Hún var með mjög slæma gigt og mjög slæman astma. Hún sagði mér frá því að astmasjúklingar ættu það til að fá múnfeis - svo benti hún á sig, og jú, hún var svolítið eins og tungl í framan, en fallegt tungl. Það sem gerist er að kokið bólgnar einhvernveginn þannig að fólk fær einskonar undirhöku sem nær frá eyra til eyra - ég kann ekki læknisfræðilega útskýringu á þessu en þegar ég vaknaði í morgun og leit í spegilinn var ég ekki frá því að ég væri að fá múnfeis.
...djflshlvt...

fimmtudagur, febrúar 3

dflshlvts

sit með ostaskerann og skafa af mér húðina á sköflungnum. Afhverju? Jú, vegna þess að ég er orðin svo óGEÐslega leið á því að vera alltaf í krísu þegar kemur að því að borga leiguna - á endanum tekst mér að borga hana, með herkjum. Yfrdrátturinn tekur dýfu niður fyrir núllið, langt niður fyrir núllið. Þoli það ekki. Fannst það allt í lagi þegar ég var algjörlega á rassgatinu, mínussomþingterribúl en núna, eftir að ég fór upp fyrir núllið í sumar (ætlaði ekki að trúa því, hringdi í alla vini mína og familíu)finnst mér alveg djöfullegt að sjá þetta asnalega strik fyrir framan...

and just so you know: tveir mínusar gera ekki plús í raunheimum.

þriðjudagur, febrúar 1

bargeindílar

Hæ vildi bara biðja ykkur um að láta mig vita ef þið sjáið einhverja bargeindíla til Austur Evrópu (Prag, Budabest, Ljublana, Belgrad etc) því við Sölvi þurfum að fara til Belgrad í byrjun maí að halda upp á brullaup Gumma og Kaju - Gummi ég fatta ekki alveg samt þetta fyrirkomulag, hversvegna ætlið þið að gifta ykkur áður en að við komum? Mér finnst það megasvekkur.

Jólakort

Ég hef ætlað að væla út af þessu lengi. Ég hef aldrei verið sérstaklega dugleg í jólakortadæminu en þessi jól sendum við Sölvi 48 kort. 48. Við fengum 4 sjálf, 2 þeirra komu ekki einu sinni í pósti. Deprimerandi. Fólk hefur ekki einu sinni látið mig vita hvort það hafi fengið kortin. Ég ætla að láta þetta mér að kenningu verða og verða aftur jólakortaletingi. Ég hélt nefnilega að ég fengi nokkrar jólakveðjur núna þar sem ég var ekki heima um jólin, en ó,nei. Eins og það er gaman að fá snail-mail. Ásta og Þóra litla voru einu vinir mínir sem sendu mér jólakort - þið fáið kort næstu jól, auðvitað en restin - höfff!
En á léttari nótum (svona svo ég sé ekki bara vælandi kerling og hræsnari)þá get ég sagt ykkur að ég eyddi deginum með Brynju vinkonu, gekk af mér lappirnar að leita að hversdagslegum hlutum eins og römmum og albúmum sem við fundum ekki. Svei mér þá ef ég er bara ekki hressari fyrir vikið.