Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, mars 31

Solarlagid a Rodos

Eg er nykomin ofan af haedinni herna fyrir ofan thar sem vid thrimenningarnir satum med martini og olifur og horfdum a solina sokkva ofan i Midjardarhafid. Fuglar og ferjur flugu i attina ad fjolublaum fjollum Tyrklands (hvad eru morg f i thvi? Feykilega fallegum fjolublaum fellingafjollum).
Tillaga dagsins: Haetta ad kalla V vaff og kalla stafinn frekar ve (med je - ekki haegt a thessu utlenska lyklabordi), ve er gott og gamalt islenskt ord og er adeins med einn samhljoda svo thad fer ekki fram hja neinum hver stafurinn er - v ekki f. Eg myndi tha breyta nafninu minu i Helga Vigdis Soffia og tha gaetud thid talad um mig sem helgu ve. huhuhu.

fimmtudagur, mars 30

Island ur Nato og herinn burt

Mer hefur alltaf thott thad frekar mikill svekkur ad eiga afmaeli sama dag og Island gekk i Nato, en nu er herinn farinn og eg er a Rodos, a rithofundasetri her. I afmaelisgjof hef eg fengid fallega harspennu fra astinni minni sem baetti um betur og let mer eftir besta herbergid i husinu en husstyran her hefur einnig synt mer mikla hlyju og faert mer blom og skartgripi. Hun er merkileg kerling, strompreykir og hlaer nikotinhlatri sem hefur vist skelft vidkvaemari salir - eda svo barst sagan til Visby. En vid naum agaetlega saman. Eg er med Midjardarhafid fyrir augunum og Tyrkland i fjarskanum. Thetta er godur afmaelisdagur. Athena var ekki eins skitug og i gamla daga enda buid ad sleikja burt versta skitinn, folkid thar er samt furdulegt allt i fasi, jafnvel donalegt, en tho skemmdi thad ekki fyrir thvi vid hittum tharna Steinar Braga eftir langan adskilnad og thad var gott, vid vorum med svalir a gistiheimilinu thar sem vid satum 3 ardegis med kaffi og krossant og siddegis med bjor, og thad var gott. Vid fengum dyrindis pitur sem voru godar. Svo saum vid solmyrkva og thad var skemmtilegt. Allt i allt er eg bara rifandi kat og eg vil oska afmaelisystkinum minum til hamingju lika med daginn: Audur, Ingo og Oli Siggapabbi! Svo thakka eg godar kvedjur baedi her og a meilnum og oska Helgu Fridu til hamingju med daginn a morgun.
Nu er eg farin ut i solina.

laugardagur, mars 25

Listatími

Fimm fyndnir hlutir í Barselóna:
1. Hundar sem eru svo litlir að þeir skjálfa á beinunum allan sólarhringinn af ótta við að vera étnir af rottu.
2. Kínabúðir sem selja allt milli himins og jarðar (skóhlífar, pönnur, nærbuxur, klósettbursta osfrv) og heita 100 y mas - hundrað og meira. Hundrað á við peseta og meira var bætt við vegna verðbólgu. Allt á hundrað eða meira. HAHAHA. Á það bara ekki við allar búðir?
3. Gamlar kerlingar sem eru með fasta leigu frá því Frankó gamli var og hét og borga því leiguna sína í klinki. Umsýslan kostar sennilega leigumiðlanirnar meira en þær fá í leigu.
4. Mynd frá Kukuxumusu af 4 beljum við borð að spila. Muuuuus, segir ein beljan. Muuuuus, segir önnur. Muuuuus, segir sú þriðja. En fjórða kusan segir: No hay muuuuus (ég á ekki muuuuus).
5. Sjónvarpið. Það er aðeins eitt land með verra sjónvarp en Spánn og það er Ítalía. Hér er ekkert nema einhverjir furðulegir umræðuþættir um semífægt fólk og hæfileikakeppnir eins og Mujer Bien sem er kepni um hver er besta eiginkonan.

Huahahahahahahahahahahahaha!

2 dagar í Grikkland

Ég hlakka til að koma til Grikklands en samt langar mig ekkert til að fara frá Spáni. Það er að segja mig langar ekki að fara frá Spáni alveg. Ég vildi að ég væri að koma aftur hingað eftir Grikkland. Það er eitthvað svo alveg einstakt við Barselóna, ég fann það strax í fyrsta skiptið sem ég kom hingað (bakk in ðe dei sko), mér fannst ég hafa fundið minn stað í heiminum - svona mitt á milli Afríku og Íslands. Síðan þá hefur borgin mikið breyst, orðin meira hipp og kúl og ríkari og aðeins hraðari í henni gangurinn, en mér líður ennþá alveg ótrúlega vel hérna. Mér finnst fátt betra en að rölta um hverfin hérna með hafgoluna í hárinu og borgarhávaðan í eyrunum, setjast niður á einhverjum furðulegum bar og fá mér Estrellu eða vermút, lalla svo niður að sjó og sitja í sandinum - þótt hann minni oft á öskubakka. En ég á aðeins 2 daga eftir hér í þessari ferð og ég þarf að vinna, hitta Babi vin minn frá Gambíu sem ætlar að sýna mér brullupsmyndirnar sínar, kíkja á terrössuna hjá Sylviu í grill á morgun, líta á Ravalmarkaðinn og spjalla við Pollo, hitta Nicolas, leika við Úlf, spila kana við Emblu, Ingó og Sölva (verð að láta fylgja að ég rústaði spili gærkvöldsins með helmingi fleiri slagi en næsti maður... gerist ekki nógu oft) og bla bla bla. Djöfull er ég annars að verða leiðinlegur bloggari, mér dettur aldrei neitt í hug, kannski er það fuglaflensan/streptókokkarnir. Ég veit það ekki. Best að ég vinni bara meira núna. Veriði blessuð.

föstudagur, mars 24

Enn hér

Ég er enn hér, enn á lífi - ótrúlegt nokk, því þetta er ein mesta viðbjóðsflensa sem ég hef lagst í skal ég segja ykkur, ég er enn með hálsbólgu og með hor eins og krakkagemlingur í norðangarra í sandkassa á leikskóla, eða eitthvað svoleiðis. Ætli ég sé komin með streptókokka? Fuglaflensu? Það verður að koma í ljós því ég nenni ekki til E111 læknis og ætla því bara að vona að grísk sól og grýttar strendur lækni mig. Við höldum til Aþenu í faðm Steinars Braga á mánudaginn. Minni svo á afmæli mitt 30. mars næstkomandi. Dansmeyjar og lúðrasveitir afþakkaðar en ég fer að grenja ef ég fæ engar heillaóskir.

fimmtudagur, mars 16

Valencia er klikk

í gær fór ég á 17 min. flugeldasýningu. Hún var bara svona rétt til að koma manni af stað. Flugeldasýning kvöldsins er 20m. Þessi á morgun er eitthvað lengri. Á milli flugelda sýninga sprengja menn kínverja. Líka í morgunsárið eftir næturlanga drykkju og vitleysu. Hvað vantar? Írisi frænku mína. Hvað ertu að hugsa, stúlka?

fimmtudagur, mars 9

Barselóna

Ég er í Barselóna ligga ligga lái! Það er 20 stiga hiti veiveivei vei veivei! Ahhh. Snilld. Í kvöld ætla ég að passa lítinn Úlf á meðan foreldrar hans skella sér í bæinn. Ég nenni ekki að blogga meira í dag, enda margt betra að gera í Barselóna en að liggja á netinu. Ég er nú hrædd um það.

mánudagur, mars 6

Hvernig í ósköpunum get ég verið komin með kvef eftir fimmtíu hvítlauksrifin sem Luigi setti í dauðapastað hjá mér um daginn?
Hvernig getur verið að það sé ennþá dót í poka sem ég veit ekki hvað ég á að gera við eftir að hafa keyrt 2x upp til Dunblane með kassa í skip?
Hvernig getur verið frost og snjór í mars?
Hvers vegna kommentar enginn á bloggið hans Sölva?
Hvers vegna er ég ennþá vakandi klukkan hálf tvö um nótt þegar ég er svona lasin?
Hvernig fór Tony Scott að því að gera svona vonda mynd um hana Domino Harvey?

föstudagur, mars 3

Litlir kassar

Á ganginum standa nú þrettán plastkassar, einn Ikeabeddi, græjukassi, fatapoki og ein ferðataska. Þessir hlutir standa þarna merktir fólki á Íslandi og bíða eftir skrifborðsstól og litlum pappakassa með peysum og ábreiðum. Ég er lasin, forkelaðist í gær í ógurlegum göngutúr upp um holt og hæðir, við SB gengum út úr borginni, upp á fjallling (sbr. kettling), niður aftur og inn í borg. Sólin skein en náði þó ekki að bræða klakann af tjörnum og pollum. Í nótt snjóaði. Edinborg er ægifögur snævi þakin og sindrandi í vetrarsól. Hvar er vorið? Hvor er livet?
Á ísskápnum er orðsending: Czech invite all other nations to their flat party!
Við ætlum að kíkja í þeirri trú að "flat" þýði íbúð en ekki flatt.

fimmtudagur, mars 2

teppahreinsitunga

Skelfing. Í gær át ég pasta á einni mestu búllu sem ég hef étið á. Hún er líka af Leith Walk. Eigandinn/kokkurinn er snarbrjálaður og ég er ekki frá því að hann hafi verið blindfullur. Hann lítur út eins og Luigi úr Mario Bros leikjunum. Hann eldaði ofan í mig penne með chillisósu og hvítlauk. Nei, ég held að það hafi frekar verið hvítlaukur í chillisósu með penne. Ég þori ekki að opna munninnn nema í einrúmi af ótta við að Sölvi verði fráhverfur mér að eilífu. Ég óttast samt mest að ropa. Ég hugsa að ég verði að fara út í búð og kaupa mér steinseljuknippi og leggjast á það eins og hrúturinn sem ég er.

miðvikudagur, mars 1

Titringur

Jahérna ég skal sko segja ykkur það! Ekki laust við að ég sé að stressast ansi mikið núna þessa síðustu daga. Sat hér að fara yfir pappíra og fjármál með doða í kinnum, hálflömuð í framan eins og bótoxfyllt Nicole Kidman. Alltaf skal maður finna eitthvað nýtt sem ekki hefur komist ofan í kassa og aldrei getur neitt alveg gengið upp eins og maður ætlast til. En þetta mjakast. Mjakast.
Ástu vantar samleigjanda þannig ef einhver þarna langar til að búa við kastala, tónleikahöll og hóruhús með góðri konu, afskiptalausum draug og feiminni mús þá má viðkomandi pósta komment hér fyrir neðan.
Um helgina fylltist húsið af bandbrjáluðum íslendingum, kaupóðum og góðglöðum, gargandi, hoppandi kátum, syngjandi glöðum og öskrandi fullum. Það var svakalegt. Það var gaman.Það voru Ninna, Hinrik Örn og hún Klara mín. Nú er bara að hlífa líkamanum við sukki og svínaríi þangað til komið verður til Spánar en þar á maður varla von á rólegheitunum einu, sér í lagi ekki hjá honum Kára í Valencia þar sem hefur verið fenginn kokkur til að elda ofan í okkur og allur bærinn mun hvolfast á hausinn og kveikja í furðuverum.
Nú ætla ég að fara að sjá Joquin vera Johnny. Adieu.