Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, júlí 30

Dýr sopi

Í blíðviðrinu í gær buðu foreldrar mínir mér í bíltúr til Þingavalla. Við ákváðum að eiga svona súperíslenskan sumardag sem maður geymir í minninu og dustar af sér til hughreystingar þegar húmar að og maður íhugar alvarlega að flytja endanlega af landi brott. Hugmyndin var að athuga hvort enn væri bissniss á Hótel Valhöll og ef svo væri fá sér kaffi og með því úti í sólinni eins og í gamla daga. Ég veit að það er ógurlegt efnahagsástand og ég veit að verðlag er hærra hér en alls staðar en - 980 kr. fyrir vöfflu!!!! Kommon! Enda spurði ég aumingja afgreiðslufólkið hvort það væri að grínast, þau svöruðu því að þau sömdu ekki verðin, sem ég vissi alveg en þetta datt svona út úr mér um leið og ég náði andanum aftur. Drengurinn lét reyndar ekki þar við sitja heldur bætti við að þetta væri nú þjóðgarður og út úr bænum og mikill flutningskostnaður ... Aha, sagði ég en stillti mig um að segja við hann að það væri þá forvitnilegt að vita hvað vafflan kostar á Egilsstöðum. Að endingu fékk ég mér pilsner en far og mor kapútsjínó. Fyrir þetta borguðum við 1500 krónur. For alvor! Ég er að hugsa um að flytja endanlega af landi brott.

2 Comments:

At 9:00 f.h., Blogger Króinn said...

Segi bara eins og Ólafur Ragnar ekki-forseti: Ssssssæll!

Gleðileg Veiðivötn annars.

 
At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hafið þið sest að í Veiðivötnum eða er hægt að hitta þig í þessum mánuði? Laufey.

 

Skrifa ummæli

<< Home