Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, september 22

Bissí

Það er bilað að gera hjá mér. Netið ennþá allt í fokki. Gussi að koma í dag. Agla kemur á sunnudaginn - vei! Ég hlakka til. Mor og far á Krít og hávær kerling fyrir aftan mig á netkaffinu kemur í veg fyrir að ég geti einbeitt mér. Farin á bókasafnið. Hejdå.

fimmtudagur, september 15

Edinborg og smá blogg

Jæja, ætli ég hendi ekki inn smá færslu. Bloggið hjá mér hefur þurft að sitja á hakanum vegna vinnu og flutninga og veikinda. Það er óheillastjarna yfir mér því að mér hefur tekist að ná mér í lugnabólgu, brenna mig illa á þumal og vísifingri, rústa tölvunni hennar Brynju á einhvern ótrúlegan óskiljanlegan hátt og síðan til að toppa þetta allt saman taka snillingarnir hjá Telewest upp á því að slíta bæði breiðbandstengingunni og símatengingunni okkar í gær... og að því að ég best fæ skilið þá tekur það 2-3 vikur að tengja aftur. Absolútlí greit. Og það þegar ég er í miðjum verkefnaskilum. Fokk fokk fokk eins og Hugh Grant sagði svo fallega í bíómynd einu sinni. Þannig ég sef lítið, drekk mikið kaffi og hugga mig við að það sé uppþvottavél í eldhúsinu hjá okkur - sem horfir út í port sem við deilum með The Ambassador Sauna... þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig sána það er. Stofan er öllul hámenningarlegri en þar blasir Usher Hall við en sú bygging kemur einmitt fyrir í bókinni Sunday Philosophy Club sem ég er að fara að þýða innan skamms.
Helst í fréttum hér er að Harry prins langar að fara að skjóta og Britney eignaðist son. Sé meir og meir hversu ágætt það er að hafa ekki sjónvarp á heimilinu. Jamm, jæja best að ég snúi mér aftur að því að vera taugaveiklaður koffínfíkill. Lifið heil...somebody has to.