Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, maí 12

It's a twist-off, honey!

Þegar Sigrún Inga fór fyrst til San Fransisco að elta ástina lenti hún í partýi þar sem boðið var upp á bjór. Henni var auðvitað réttur einn bjór en enginn upptakari. Allt í einu voru allir farnir að drekka bjór nema hún sem sat í öngum sínum og skimaði eftir upptakara eins og barn á leikskóla sem hefur verið skilið útundan. Loksins tók góð kona eftir fórnarlambasvipnum á Sigrúnu (allsvakalegur eins þeir vita sem til þekkja) og hrópaði upp fyrir sig: It's a twist-off, honey! og sýndi henni hvernig mátti snúa tappann af flöskunni fyrirhafnarlaust. Þegar heim kom sagði hún mér frá þessari undraverðu bandarísku uppfinningu og ég hlakkaði mikið til að komast yfir þannig flöskur. Það var því stórkostlega gaman þegar Ríkið fór að flytja inn Bud með twist-off. Mér fannst bjórinn aldrei neitt sérstakur en keypti hann vegna tappanna og fann til gleði og undrunar í hvert sinn sem ég sneri tappann af nýrri flösku. Þetta er brill uppfinning og ég bara hreinlega skil ekki hversvegna þetta er ekki orðinn standardinn um allan heim. Tuborg hefur sett einhverja kjánalega flettitappa á plastflösku gröninn sinn og San Miguel hefur verið með venjulega skrúftappa á lítersflöskunum en það er ekkert kúl við þessar týpur af tappa - lúkka svo rosalega Þjóðhátíðarplebbalegar. Amerísku tapparnir hinsvegar eru alveg eins og venjulegir bjórtappar í útliti nema það er hægt að skrúfa þá af, fær mann til að fíla sig rosa töff týpu, nagla, týpu sem gæti opnað bjórflösku með rassgatinu ef þess þurfti - já eða auganu. Og dannað fólk getur enn notað upptakara á þá, iff ðats ðeir þing. Þegar ég var unglingur fannst mé svakalegt fjör að opna flöskur með tönnunum en snarhætti því þegar móðir mín sá til mín og las mér pistilinn (gott hjá henni, tannviðgerðir hefðu þýtt 16 tíma flug frá Tansaníu til Köben), en ef ég hefði verið í Bandaríkjunum hefði ég geta sagt: Relax - it's a twist-off, mommy!

1 Comments:

At 2:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

HEHEHEHEHEHEHE þetta er skemmtilegt. Auja

 

Skrifa ummæli

<< Home