Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, maí 26

Ein sit ég og sauma

ein ein ein og úti skín sólin - ekki vorsól heldur sumarsól. sölvi er farinn í dýragarðinn með steinari en ég verð að sitja heima og sauma saman texta. vorkenni mér óskaplega óskaplega ó ó ó. ekkert bólar á nýjum leigjendum í íbúðina. bölvað. það er ekki til kaffi. kannski get ég slegið tvær flugur í einu höggi og farið út í sólina að ná mér í kaffi. þá er ég ekki að slóra bara fá mér kaffi - það gerir allt vinnandi fólk. Íbúðin er að verða minna við, dót komið ofan í töskur og kassa. sölvi fór í leigubíl áðan til steinars og öglu með 4 fatapoka, vindsæng og ferðatösku. ég kyssti hann ekki bless eftir að hafa hent inn dótinu í bílinn og leigubílstýran horfði á mig með svona sympatíu sem sló mig út af laginu, fattaði ekki hversvegna fyrr en ég kom aftur upp í íbúð.
ring ring ring
s:hello?
h: hæ
s: já halló - hæ
h: mér leið eins og þú værir að fara frá mér
s: neinei ég er ekki að fara frá þér, ég kem aftur um fimmleytið
h: já ég veit, en þú veist ég henti bara pokunum svo kæruleysislega inn í bílinn á eftir þér, sí jú!
s: neinei ég kem aftur heim
h: ókei
s: ókei

já þetta var svona íslenskt sí jú, sem hefur ábyggilega hljómað rosalega harkalega í eyru sönglandi skota. Og ekki sí jú leiter bara sí jú. svona sí jú end gúdd riddans undirliggjandi. en það var ekkert undirliggjandi, stundum meinar maður bara nákvæmlega það sem maður segir. sölvi kemur um fimmleytið.

1 Comments:

At 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta var póesía helga

 

Skrifa ummæli

<< Home