Driving miss me
Brynja kom á nýja bílnum sínum áðan og náði í mig. Við ákváðum að fara í exskúrsjón í borgarjaðrana, fá okkur kaffibolla á kaffihúsi við sjóinn eins og maður sér í bíómyndum og stundum inni í Stockbridge. Enduðum inni á dimmgrænni pöbbabúllu í Musselburgh. Ekkert kaffi að fá þar. Bara pínuflöskur af Bitter lemon handa bílstjóranum og Becks handa mér. Sáum þó svan sitja á hreiðri við ánna, eins og í bíómynd. Við keyrðum síðan bara aftur til Edinborgar ðe sínik rút meðfram Arthur's Seat. Enduðum hérna í 5mín fjarlægð frá heimili mínu á Assembly með sandkökusneið og gott kaffi. Brynja fékk ekki bara djobbið sem hún sótti um heldur fékk hún líka stöðuhækkun. Það sýnir ekki aðeins að hún er mjög klár heldur líka að panellinn sem valdi hana af umsækendum er mjög klár líka. Kunna meta það sem gott er. Það geri ég líka og þessvegna fæ ég mér 15 ára Skota með kaffinu - viskí sumsé ekki mann, enda myndi ég nú aldrei skipta út 26 ára Íslendingi fyrir 15 ára Skota, tja nema þá það væri Brennivín fyrir viskí því það verður ekki af Skotanum tekið að hann kann að brugga. Innan úr herbergi berast tónar af síðustu plötu The Smiths. A rush and push and the land that we stand on is ours it has been before and so it shall be again and people that are uglier than you and I they take what they want and leave.
1 Comments:
Svei mér þá ef ég fæ mér ekki bara skota líka af þessu tilefni (ennþá til næstum hálf flaskan sem ég keypti í Edinborg um daginn). Brynja kúl. Hvaða djobb var þetta annars?
Skrifa ummæli
<< Home