Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, janúar 31

Hear no evil

Ég á ekki til orð! Ég var að lesa grein um fólk sem berst gegn 'fasistum' sem vinna að því að finna upp tækni sem mun færa heyrnarlausum heyrnina. Þessi hópur fólks, Big D minnir mig að hann kalli sig, heldur því fram að það sé verið að reyna að "eyða" heyrnarlausum, gera menningu þeirra og tungumál að engu. Segja að heyrnarleysi sé ekki fötlun og að heyrnarlausir séu ekki eins og blindingjar eða önnur fatlafól, meira eins og velska þjóðin sem þurfti að þola svona árásir ... frá vísindamönnum sem vildu finna leið til að hún gæti öðlast enn eitt skynið????
Hefur fólk það ekki aðeins of gott hérna á vesturlöndum? Fólk er farið að kvarta undan því að eiga möguleika á því að öðlast heyrn... for kræing át lád (nei, það gagnast sennilega ekki) for mæmíng át lád, segi ég nú bara.
Ég vil taka það fram að ég heyrandi manneskjan hef sótt nám í táknmáli bæði á menntaskóla- og háskólastigi og ég get sagt ykkur það að það er vel hægt að tala táknmál þótt maður hafi fulla heyrn.
Fokking fávitar.

Ceilidh

Agla dró mig á Ceilidh í gær. Snilld! Ceilidh er skoskt dansiball þar sem maður skoppar, hoppar, hleypur, þeytist og djöflast þangað til að maður er orðinn sveittur og sexí. Þetta ball var haldið vegna Burnshátíðarinnar og það var í fallegum sal með 8-10 metra lofthæð, 3 risarisarisa kristalsljósakrónum, speglum og alvöru bandi. Best af öllu var þó að allir strákarnir voru í pilsum, það eru allir flottir í kilti, svo maður tali nú ekki um þegar þeir dansa og þau feykjast upp (flestir í naríum því það er varla gott að hafa þetta laust í djöfulganginum).

Ég veit ekki hvort það hefur komið fram, en ég er sumsé nýbúin að komast að því að ég er með astma. Ég hafði vit á því að fá mér púst áður en ég fór í dansinn en samt var ég orðin eins og tómatur í framan og rétt náði að segja ðaaaank (innsog) hjuu (út) við fyrsta dansherrann minn áður en ég hlunkaðist aftur fyrir mig í stól. Kiltklæddi maðurinn horfði undrandi á mig og forðaði sér hið snarasta.

Eftir 2 tíma hopp og skopp var gert hlé á meðan litlar hálandastúlkur dönsuðu The Pipe Dance sem er svona tindilfættur hoppidans, á meðan spiluðu 3 feðgar á pípurnar A Man´s a Man og fleiri lög sem hafa verið samin við ljóð Burns. Næst var rosa serimónía í kring um haggis og við fengum öll haggis og áfengi til að eiga orku í næstu 2 tíma af dansi.

Eftir haggisið varð þetta allt enn trylltara, fullar stúlkur gerðu fimleikaæfingar á stillettóhælum (ekki við Agla) og karlmennirnir sveifluðu konum um salinn þannig að lappirnar á þeim snertu varla gólfið. Þegar loftið var orðið nánast súrefnislaust og mettað svita tókust allir í hendur og sungu Auld Lang Syne (Aldna langa sinn - í gamla daga eða Hin gömlu kynni gleymast ei eins og það heitir í íslenskri þýðingu. Stórkostlegt, frábært og sjúklega skemmtilegt.

Ceilidhböll eru haldinn einu sinni í viku og ég mæli með því að fólk skelli sér á eitt slíkt ef það á leið um Skotland.

laugardagur, janúar 29

Auja best

Til hamingju Auja með nýja verðlaunapeninginn! Við skáluðum fyrir þér í Barcelona, Girona, Glasgow og Edinborg. Bjór, kók, bjór, hvítvín. Vei!
Ég er komin heim í Lögmannssundið mitt sem er yndislegt en ég var þó strax aftur farin að skoða flugmiða á netinu - í þetta skiptið til Köben... þetta er einhver veila - flugveila sennilega. Æ, þetta er svosem það sem er svo fínt við að búa á Bretlandseyjum - það er svo stutt að fara.
Við Sölvi áttum stórkostlegan dag í Glasgow sem tók á móti okkur með sól og yl. Glasgow er lúmsk borg. Hún leynir nefnilega á sér. Miðbærinn í henni er ekkert sérstaklega spennandi og ef maður gengur niður að ánni þá er hún hreint út sagt bara ljót. En vesturbærinn er alveg ótrúlega fallegur og skemmtilegur. Þar stendur Glasgow University efst uppi á hæð eins og kastali úr ævintýri, fallegasti skóli sem ég hef skoðað. Fyrir neðan hann rennur lítíl á (sem vakti mikinn áhuga Sölva Björns: "Ætli sé fiskuríessu?"), og á móti er stórfenglegt listasafn sem því miður er lokað vegna breytinga. Allt í kring eru síðan falleg te- og kaffihús, barir, litlar búðir sem selja allskyns fínerí eins og vín frá Frakklandi, skinku frá Spáni, bjór frá Þýskalandi og osta frá Ítalíu. Í þessu hvergi er líka helvíti fínt hostel. Brill!
En nú má ég ekki vera að þessu lengur, sólin skín og kallar mig út. Þína skál Auja, þú ert best!

miðvikudagur, janúar 26

hola guapos

hey það er gaman hér í BCN ég vildi að allir gætu verið hér hjá mér... þá þyrfti ég ekki að fara til Íslands nema um jól og júlí. Fór á Iposa og hugsaði um góðar stundir með Sigga og fleirum hér. Komið komið segi ég enn og aftur. Agla og Steinar:hér er gott að vera. "Aldrei þessu vant er Helga Soffia heilbrigðasta manneskjan í húsinu," segir Sölvi Björn. Embla er með ennisholubólgur, Ingó er kviðverk)hugsanlega að fá lungnabólgu, og Sölvi? Sölvi er bara slappur eftir flens og annað. Ég er bara hress, enda er kominn ofn hérna á heimilið og gud ma vide hvad (ekki að gera danskt ö á makka lengur). Í dag: fórum niður að sjó, að Barceloneta á Kaiku sem er katalónskur veitingastaður. Þar vinnur Marianne vinkona mín frá Chile, við hittum Xati og Gerald og átum súpu, lamb og Crema Catalana sem er eins og Créme Brulée, og kaffi. Stóðum svo og horfðum á miðjarðarhafsbrimið brotna á aðfluttum sandinum. Ströndin í Barcelona er nefnilega feikuð að hluta til - ojájá, en samt svo dásamleg. Síðan gengum við um gamla bæinn, settumst inn á Café Opera og fengum okkur Estrella og spiluðum kana. Síðan skildust leiðir, Lobito fór með foreldrunum heim en við fórum í kína- og pakistanabúðir og á Iposa. MMM, Barcelona posat guapa.

þriðjudagur, janúar 25

barcelona

Ég er í Barcelona og hún er yndisleg. Ég hef nú næstum lokið öllum mínum erindum hér - þau eru þessi: fara á terrözzuna hennar Silviu og liggja í hengirúminu með bjór og sleikja sólina, fara á Cereríuna (nýju) og fá mér pasta con pesto og carajillo con Baileys, fá mér bjór á Confeteríunni við borðið með speglunum þar sem gamlar kristalskrónurnar speglast að eilífu, hitta Pollo og Gerald, fara á Tombs og sitja í sólinni, ganga niður á höfn og fara á hina ó, svo stórkostlegu Xampaneríu þar sem maður fær eðals böbblíglas fyrir 0.58 sentímur. Eftir stendur að fara upp á þak, fá mér kaffi á Capriccio og rölta upp á hæðina... kannski ég fari líka á Almiral og fái mér pastís. En skemmtilegast í þessari ferð hefur nú verið að hitta lille familien, hitta Úlf sem er svo mikið súkkulaði að maður þorir varla að fara með hann út í sólina. Í gær tókst honum að labba út ganginn með smá hjálp. Hann var svo spenntur að hjartað í honum hamaðist og hann brosti alveg þannig sást í allar tennurnar. Nú situr hann á gólfinu og gerir hvalahljóð. Ég ætla að fara út á Capriccio og fá mér þennan kaffibolla. Bið að heilsa fólki í Edinborg, Íslandi og annarsstaðar.

föstudagur, janúar 21

aftur

halló aftur. búin að pakka þannig að ég get bloggað smá fyrir morgundaginn.
10 hlutir sem ég geri í Edinborg:
1) Sest út í baðherbergisglugga með kaffi og horfi út yfir borgina, upp í hálöndin.
2) Set í vél og set síðan þurrkarann 3x á 120 min, til að hann þorni
3) Sest úti í glugga í stofunni og horfi á fólkið labba eftir Royal Mile
4) Borga leiguna á Howe Street og labba síðan heim, kem við á Café Rouge og skrifa
5) Hitti Líney á Mitre eða Clever Dicks
6) Hringi í Öglu og Steinar og skipulegg hitting
7) Sest í hægindastólinn eins og indjáni með skoska teppið (Muted Dress Blue Stewart)frá Sölva og pikka á tölvuna (Sandy eða Tony eða þið)
8) Hringi í Brynju - hún er aldrei heima, alltaf að vinna
9) Labba í Tescos og Lidl og stoppa á Brass Monkey á leiðinni heim
10) Hugsa: ég ætti kannski að fara í pilates eða jóga eða keilídans en svo geri ekki neitt því það er svo miklu huggulegra heima.

olræt

Vá. þvílíkt og annað eins! Ég sé að ég verð að hætta við að hætta, takk fyrir vinir mínir, eins og Þorgerður Ingólfdóttir sagði alltaf. Mikið fannst mér Helvítiskórinn mikið bögg þegar ég var í MH, samt fannst mér hann syngja voðalega fallega og keypti mér meira að segja disk með honum... en það var alltaf eitthvað sértrúarsafnarlegt við þennan kór, eitthvað ólógískt og skerí.
Það er alveg guðdómlegt veður í Edinborg í dag og útsýni yfir til Fife, upp í hálöndin og út með firðinum. Þetta er góður staður, hér er gott að vera. Ég skil vel að fólk hafi dagað uppi hér, eins og vinkona hennar Líneyar hún Marsibil sem kom hingað til að vinna á hóteli eitt sumarið fyrir tíu árum og fór aldrei aftur heim. Við höfum til dæmis ákveðið að lengja veru okkar hér í borg um svona ár eða svo, giv or teik, en ég verð að viðurkenna að sólin og sandurinn í Barcelona hefur enn sterk tök á mér. Fyrst þegar ég kom til Barcelona, á interrailferðalagi með Laufeyu og Emblu, fannst mér ég vera búin að finna stað minn á jörðu. Spánn var mitt á milli Evrópu og Afríku landfræðilega, gróðurfarslega, veðurfarslega og tempólega, allir rólegir í tíðinni en þó nógu stressaðir til að hlutirnir gerðust og verkefni komust í gang. Undraborgin Barcelona. Og Edinborg er eins og litla systir hennar, kannski fallegri, eða falleg á annan hátt, svolítið alvarlegri og harðari, en samt yndisleg og ljúf. Komið! Komið! Allir út! Maður er svo skemmtileg útgáfa af sjálfum sér fjarri heimaslóðum!

Nóg komið

Ég er að spá í hvort það sé bara ekki nóg komið af þessu bloggdæmi, þetta er ekkert gaman til lengdar held ég, svo held ég að það lesi þetta enginn hvort eð er, sem er kannski ágætt því að ég hef svo lítið að segja. Nema þetta: ég er að fara til Barcelona á laugardaginn, vei! Var ég kannski búinn að segja það áður? Ég fékk kvef í flugvélinni frá Íslandi og er að bryðja allt sem finnst í Boots við kvefpestum. Ég er ekki viss um að það gagnist eitthvað en mér finnst þó að ég sé að gera eitthvað í málinu. Á morgun ætla ég að skila Brynju gestasænginni sem hún var svo góð að lána okkur, það er fúlt því gestasængin hennar er mun betri en okkar sæng - kannski ég fari í Ikea og kaupi sænskt kvalitet með Öglu þegar ég kem aftur frá Katalóníu. Mig langar í bláan Ópal.

miðvikudagur, janúar 19

Komin heim

Jæja þá er maður kominn heim aftur, það er alltaf gott. Mér fannst sérstaklega gott að fara að sofa, þessi morgunflug eru mjög brútal. Annars var rosalega fínt að koma heim aðeins og í sjálfu sér hefði ég alveg viljað vera 2 daga í viðbót. Það er nenfnilega alveg fantagaman að heimsækja Ísland, það er líka einhver rómantík og nostalgía bundin við Íslandsheimsóknir hjá mér. Mér fannst alltaf stórkostlegt að kíkja til Íslands þegar við bjuggum úti en ég var líka fegin þegar við fórum aftur heim. Ég náði ekki að vera nógu lengi til núna til að finna þennan létti sem hvolfdist yfir mann úti á velli. En ég verð samt að segja að ég fann til mikils léttis inni á Ölstofu um daginn yfir því að þessi búlla væri ekki hluti af minni vikulegu rútínu lengur. Þetta er flottur bar svosem en það er ekki hægt að anda þarna, það er bara ekki súrefni þarna inni. "Merkilegt að það skuli loga í öllum þessum sígarettum hérna inni," sagði Ásta vinkona og það er alveg satt. Djöfulsins viðbjóður. Kormákur og Skjöldur verða annað hvort að finna sér betra húsnæði (hærra til lofts, gluggar sem má opna ...) eða láta skipta um glugga og loftræstingu. Ég vil helst ekki fara þarna inn aftur.
Svo er ég fífl. Embla mín bað mig um að ná í húfu af Úlfi sem hún gleymdi í Leifsstöð (hún er líka fífl) og ég mundi það alveg þangað til að ég var búin að tékka mig inn - þá hvarf allt úr hausnum á mér. Ég var reyndar illa sofin og á fótum á tíma sem ég er venjulega sofandi - fífl engu að síður. Fyrirgefðu Úlfur minn, en svona er þetta þegar maður er orðinn gamall, þú kemst að því, minnið ekki það sem það var.
Ég lýsi eftir hring: 12 silfurhringir fastir saman með silfur bandi. Ég gæti hafa skilið hann eftir við vask eða á borði. Kannski hjá Ástu, tengdó, Beggu eða mömmu. Hann er frá Kenya - vonandi finnst hann.
Best að fara að borga leiguna svo okkur verði ekki hent út.

laugardagur, janúar 15

Örblogg

halló. Íslandsferð senn á enda. Flug óguðlega snemma á þriðjudag. Í mat hjá mömmu. Kannski svo á barinn, það væri þá í fyrsta sinn og kominn tími til.

miðvikudagur, janúar 12

Pestarbælið

Það er stórhættulegt að heimsækja Ísland, það eru svoleiðis pestinar að ganga hér að fólk liggur út um allt land og við höfum ekki sloppið, Sölvi er með bronkítis og ég er komin með astma og magakveisu. Vei!
Nú er ég heima hjá Helgu frænku þar sem ég fæ kókoskaffi, kjúkling og að komast á netið. Ég hef ekkert að segja svosem enda verð ég að nota þá litlu orku sem ég á eftir í þágu listanna - þýða sýningarskrár fyrir LR... jæja...ég skrifa kannski meira síðar.

miðvikudagur, janúar 5

blogg 2

Jahérna, bara blogg nr.2 í dag. Svona er þetta þegar maður vaknar snemma. Ég er búin að hitta konsúlinn, hann er indæll maður og vinalegur, og hann reddaði þessu fyrir mig á nó tæm. Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera enska bloggsíðu líka, fyrir alla útlensku vini mína... er það kannski svolítið geðveikt? Gummi (óperusöngvari, tölvugúru, fornleifafræðingur, þýðandi og tilvonandi eiginmaður serbneskrar fegurðardísar) leysti þetta bara með því að blogga bara á ensku... en hann er líka svo mikill tjalli í sér að hann kemst upp með þetta - mér þætti þetta rosalega hallærislegt hjá sjálfri mér, sennilega einhver málvitundarskemmd úr háskólanum... nei, þetta er frá mömmu komið... hún skammaði okkur krakkana alltaf fyrir að tala annað en íslensku saman, við Hildur áttum það sérstaklega til að svissa ómeðvitað yfir í ensku og fengum skammir í hattinn. Viljiði hugsa fallega til hennar Hildar minnar, senda henni hlýja strauma og brosa fallega til hennar ef þið sjáið hana. Takk.
Sölvi er enn ekki risinn upp úr veikindunum.

Sölvi veikur

Ég er með áhyggjur af honum Sölva mínum. Hann er að brenna upp. Er með 39,5 stiga hita. Ég dæli í hann lyfjum og renni glasi yfir útbrot sem ég þykist sjá á honum. Ef fólk er með heilahimnubólgu (er það ekki annars ísl. orð yfir meningitis?) og fær úbrot þá hverfa þau ekki ef maður ýtir glasi á þau eins og gerist með venjuleg útbrot. Sá það í sjónvarpinu. Helena vinkona mín lenti nefnilega illa í þessu hérna fyrir nokkrum árum. En hans hurfu undir glasinu og ég vona að þetta sé bara flensudjöfullinn sem að tengdapabbi var með, þá ætti hann að verða aðeins hressari á morgun, kannski með meðvitund. En þetta er ferlegt. Ég hef eiginlega ekkert getað sofið af áhyggjum þannig að ég verð vansvefta og Sölvi út úr heiminum þegar við höldum til Íslands á morgun. Það er djöfullegt að ferðast svona lasinn. En ef hann er ekki orðinn skárri þegar ég kem heim frá konsúlnum þá ætla ég að hringja á lækni. Better safe than sorry, eins og bretinn segir.

þriðjudagur, janúar 4

the tenant

Sigurbjörg Þrastardóttir kom hingað í dag. Hún ætlar að leigja af okkur íbúðina á meðan við skellum okkur heim í nokkra daga. Sölvi gat ekki tekið á móti henni, hann komst ekki einu sinni fram úr rúminu í dag. Hann var sennilega ekkert svona þunnur um daginn, greyið, heldur kominn með þessa pest. Nú liggur hann fyrir með brennandi hita og veit hvorki í þennan heim né hinn. Ég vona bara að hann hressist fyrir heimferðina, það er hræðilegt að fara svona lasinn í vél... þurrt loft, grenjandi börn, þröngt...
Ég er svöng en nenni ekki að elda. Ég nenni engu. Kannski ég sé að veikjast líka? Nei, andskotinn.
Ég nenni samt ekki einu sinni að blogga...

mánudagur, janúar 3

Hogmanay er kúl

Hogmanay eru áramót þeirra skota en standa í nokkra daga. Það er margt um að vera og rosaleg stemming. Það komu 300þúsund túristar hingað til að halda upp á áramótin. Við elduðum kalkún og bökuðum köku sem við deildum með ágætu fólki. Fórum svo niður í partýið. Þetta var ótrúlegt, mannmergðin var slík að ég sá eftir því að hafa ekki keypt mér gothpönkaraskó með 15 sm þykkum botni - ég ætla að gera það næst. Samt tókst að fá allt þetta fólk til að þegja í mínútu í virðingarskyni við fórnarlömb hörmunganna í Asíu. Ansi magnað. Við tókum með okkur Cosmopolitan og Pina Colada á flösku og sáum 7 Hill flugeldasýninguna sem var brjálæðislega flott enda hönnuð af fransmanninum sem sá um Millenium flugeldana á Eiffel turninum. Stutt en stórkostlegt. Svo sungu allir Auld Sang Lyne eftir Burns sem kallast Hin gömlu kynni gleymast ei á íslensku. Við fórum svo heim og drukkum freyðivín og kampavín, sprengdum partýbombur (það er enn bréfog stjörnudrasl út um alla íbúð), hlustuðum á tónlist, fengum okkur Bloody Mary og skemmtum okkur almennt. Sumir skemmtu sér meira en aðrir og um fjögur leytið láu tvær kvennsur meðvitundalausar í rúminu mínu. Agla súludansaði við Steinar sem sagði hneykslaður frá því að hún hefði reynt við sig. Um sjö leytið tókst Stefáni að fá Elínborgu með sér í leigubíl og Agla og Steinar fengu gestarúmið og sófann. Ofulifur föðurfjölskyldunnar bjargaði mér og ég vaknaði stálslegin fyrsta dag ársins. Agla öskurældi, hennar eigin orð, fram eftir degi, Sölvi þorði ekki að vakna, en við Steinar Bragi ruttuðum aðeins til, vöskuðum upp og stumruðum yfir Öglu. Um miðnætti ákvað Agla að taka leigubíl heim en skáldin tóku sig til og fóru á pöbb og enduðu í skelfilegu ástandi enn á ný. Sölvi tók upp þráðin frá Öglu í gær og öskurældi í allan dag en ég fékk panikkatakk því að skjárinn á tölvunni minni var allur svartur og ég er með klemmda taug undir hægra herðablaðinu. Mér er enn skelfilega illt í bakinu en tölvan er þó komin í lag. Þetta reddast alltaf. Sölvi er meira að segja farinn að geta haldið fljótandi fæðu niðri og er að öllum líkindum ekki að deyja eins og hann hélt fram fyrr í kvöld.