Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, janúar 21

olræt

Vá. þvílíkt og annað eins! Ég sé að ég verð að hætta við að hætta, takk fyrir vinir mínir, eins og Þorgerður Ingólfdóttir sagði alltaf. Mikið fannst mér Helvítiskórinn mikið bögg þegar ég var í MH, samt fannst mér hann syngja voðalega fallega og keypti mér meira að segja disk með honum... en það var alltaf eitthvað sértrúarsafnarlegt við þennan kór, eitthvað ólógískt og skerí.
Það er alveg guðdómlegt veður í Edinborg í dag og útsýni yfir til Fife, upp í hálöndin og út með firðinum. Þetta er góður staður, hér er gott að vera. Ég skil vel að fólk hafi dagað uppi hér, eins og vinkona hennar Líneyar hún Marsibil sem kom hingað til að vinna á hóteli eitt sumarið fyrir tíu árum og fór aldrei aftur heim. Við höfum til dæmis ákveðið að lengja veru okkar hér í borg um svona ár eða svo, giv or teik, en ég verð að viðurkenna að sólin og sandurinn í Barcelona hefur enn sterk tök á mér. Fyrst þegar ég kom til Barcelona, á interrailferðalagi með Laufeyu og Emblu, fannst mér ég vera búin að finna stað minn á jörðu. Spánn var mitt á milli Evrópu og Afríku landfræðilega, gróðurfarslega, veðurfarslega og tempólega, allir rólegir í tíðinni en þó nógu stressaðir til að hlutirnir gerðust og verkefni komust í gang. Undraborgin Barcelona. Og Edinborg er eins og litla systir hennar, kannski fallegri, eða falleg á annan hátt, svolítið alvarlegri og harðari, en samt yndisleg og ljúf. Komið! Komið! Allir út! Maður er svo skemmtileg útgáfa af sjálfum sér fjarri heimaslóðum!

2 Comments:

At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, annars er nú ljúfasta veður í Barcelona um þessar mundir, í dag voru t.d. 17 stig og sól, eins og sagði í lagi með Diabolus in musica, svo þú þarft ekkert að vera svekkt yfir að yfirgefa góða veðrið í Edinborg. Hlakka voða mikið til að sjá þig aftur.

Embill

 
At 8:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

þar hittirðu naglann á höfuðið, hamrahlíðarkórinn er sértrúarsöfnuður, maður áttar sig bara ekki á því fyrr en tíu árum of seint.....

ghrafn

 

Skrifa ummæli

<< Home