Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, janúar 19

Komin heim

Jæja þá er maður kominn heim aftur, það er alltaf gott. Mér fannst sérstaklega gott að fara að sofa, þessi morgunflug eru mjög brútal. Annars var rosalega fínt að koma heim aðeins og í sjálfu sér hefði ég alveg viljað vera 2 daga í viðbót. Það er nenfnilega alveg fantagaman að heimsækja Ísland, það er líka einhver rómantík og nostalgía bundin við Íslandsheimsóknir hjá mér. Mér fannst alltaf stórkostlegt að kíkja til Íslands þegar við bjuggum úti en ég var líka fegin þegar við fórum aftur heim. Ég náði ekki að vera nógu lengi til núna til að finna þennan létti sem hvolfdist yfir mann úti á velli. En ég verð samt að segja að ég fann til mikils léttis inni á Ölstofu um daginn yfir því að þessi búlla væri ekki hluti af minni vikulegu rútínu lengur. Þetta er flottur bar svosem en það er ekki hægt að anda þarna, það er bara ekki súrefni þarna inni. "Merkilegt að það skuli loga í öllum þessum sígarettum hérna inni," sagði Ásta vinkona og það er alveg satt. Djöfulsins viðbjóður. Kormákur og Skjöldur verða annað hvort að finna sér betra húsnæði (hærra til lofts, gluggar sem má opna ...) eða láta skipta um glugga og loftræstingu. Ég vil helst ekki fara þarna inn aftur.
Svo er ég fífl. Embla mín bað mig um að ná í húfu af Úlfi sem hún gleymdi í Leifsstöð (hún er líka fífl) og ég mundi það alveg þangað til að ég var búin að tékka mig inn - þá hvarf allt úr hausnum á mér. Ég var reyndar illa sofin og á fótum á tíma sem ég er venjulega sofandi - fífl engu að síður. Fyrirgefðu Úlfur minn, en svona er þetta þegar maður er orðinn gamall, þú kemst að því, minnið ekki það sem það var.
Ég lýsi eftir hring: 12 silfurhringir fastir saman með silfur bandi. Ég gæti hafa skilið hann eftir við vask eða á borði. Kannski hjá Ástu, tengdó, Beggu eða mömmu. Hann er frá Kenya - vonandi finnst hann.
Best að fara að borga leiguna svo okkur verði ekki hent út.

1 Comments:

At 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló, ákvað að koma hér með athugasemd.

Gils af Ljósvallagötunni.

 

Skrifa ummæli

<< Home