Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, janúar 12

Pestarbælið

Það er stórhættulegt að heimsækja Ísland, það eru svoleiðis pestinar að ganga hér að fólk liggur út um allt land og við höfum ekki sloppið, Sölvi er með bronkítis og ég er komin með astma og magakveisu. Vei!
Nú er ég heima hjá Helgu frænku þar sem ég fæ kókoskaffi, kjúkling og að komast á netið. Ég hef ekkert að segja svosem enda verð ég að nota þá litlu orku sem ég á eftir í þágu listanna - þýða sýningarskrár fyrir LR... jæja...ég skrifa kannski meira síðar.

3 Comments:

At 8:46 e.h., Blogger Króinn said...

Tell me about it! Lungun á mér eru ekki enn þá búin að jafna sig að fullu eftir allar sýkingarnar og viðbjóðinn sem grasserar þarna. Hvað er málið? Kannski við séum of inbríd þarna á eyjunni?

 
At 1:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æi, ég er örugglega of sein þar kominn er næsti dagur en ég bið samt að heilsa Helgu frænku . . . maður hefur annars sloppið furðuvel við flensurnar hér í frans, sjö níu þrettán, best að halda sig bara hér fram á vorið. luv - Laufey.

 
At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gelðilegt ár Helga! já ég hafði það nækvælega sama á tilfiningunni þegar ég var Íslandi, allir allt af veikir. Ég hélt kannski að þetta væri ímyndun í mér en svo sá ég þessa frétta á mbl:
"Óvenju mikið álag hefur verið á Landspítala - háskólasjúkrahúsi undanfarna daga en mikið er um veikindi og herja inflúensa og aðrar pestir á landsmenn af fullum þunga. Í gær var svo komið að leggja þurfti 50 sjúklinga á bráðadeildir spítalans umfram skráð rúm. Þurft hefur að fresta skurðaðgerðum vegna þessa."

Úff maður, eins gott að byggja sig upp líkamlega fyrir heimsóknir til í Íslands!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home