Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, janúar 29

Auja best

Til hamingju Auja með nýja verðlaunapeninginn! Við skáluðum fyrir þér í Barcelona, Girona, Glasgow og Edinborg. Bjór, kók, bjór, hvítvín. Vei!
Ég er komin heim í Lögmannssundið mitt sem er yndislegt en ég var þó strax aftur farin að skoða flugmiða á netinu - í þetta skiptið til Köben... þetta er einhver veila - flugveila sennilega. Æ, þetta er svosem það sem er svo fínt við að búa á Bretlandseyjum - það er svo stutt að fara.
Við Sölvi áttum stórkostlegan dag í Glasgow sem tók á móti okkur með sól og yl. Glasgow er lúmsk borg. Hún leynir nefnilega á sér. Miðbærinn í henni er ekkert sérstaklega spennandi og ef maður gengur niður að ánni þá er hún hreint út sagt bara ljót. En vesturbærinn er alveg ótrúlega fallegur og skemmtilegur. Þar stendur Glasgow University efst uppi á hæð eins og kastali úr ævintýri, fallegasti skóli sem ég hef skoðað. Fyrir neðan hann rennur lítíl á (sem vakti mikinn áhuga Sölva Björns: "Ætli sé fiskuríessu?"), og á móti er stórfenglegt listasafn sem því miður er lokað vegna breytinga. Allt í kring eru síðan falleg te- og kaffihús, barir, litlar búðir sem selja allskyns fínerí eins og vín frá Frakklandi, skinku frá Spáni, bjór frá Þýskalandi og osta frá Ítalíu. Í þessu hvergi er líka helvíti fínt hostel. Brill!
En nú má ég ekki vera að þessu lengur, sólin skín og kallar mig út. Þína skál Auja, þú ert best!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home