Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, janúar 21

Nóg komið

Ég er að spá í hvort það sé bara ekki nóg komið af þessu bloggdæmi, þetta er ekkert gaman til lengdar held ég, svo held ég að það lesi þetta enginn hvort eð er, sem er kannski ágætt því að ég hef svo lítið að segja. Nema þetta: ég er að fara til Barcelona á laugardaginn, vei! Var ég kannski búinn að segja það áður? Ég fékk kvef í flugvélinni frá Íslandi og er að bryðja allt sem finnst í Boots við kvefpestum. Ég er ekki viss um að það gagnist eitthvað en mér finnst þó að ég sé að gera eitthvað í málinu. Á morgun ætla ég að skila Brynju gestasænginni sem hún var svo góð að lána okkur, það er fúlt því gestasængin hennar er mun betri en okkar sæng - kannski ég fari í Ikea og kaupi sænskt kvalitet með Öglu þegar ég kem aftur frá Katalóníu. Mig langar í bláan Ópal.

6 Comments:

At 6:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei!! ekki hætta. Ég les allt af og hef gaman af. Góða ferð til Barcelona, bið að heilsa öllum þar (skilst á hundunum að hann sé í Berlín, annars er alltaf erfitt að skilja bréfin hans). Já og losaði þig við þetta kveð...

 
At 7:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halda áfram að blogga vinkona.

Kveðjur
Eiríkur

 
At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég les líka rafiki

 
At 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei Helga Soffía, hvaða vitleysa, ég er reglulegur gestur á blogginu þínu og heimsóknir eru orðnar fastur liður í netlífinu mínu og þú eyðileggur það ef þú hættir. Gaman að frétta af ykkur á þennan hátt þó boðskiptin séu e.t.v. einstefnuleg. Verst að hafa ekki getað skotist til Barcelona til að hitta ykkur nú um helgina - við frestum því um mánuð og hittumst hér í lok mars í staðinn. Luv Laufey.

 
At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei, ekki hætta að blogga, mér finnst lífið svo miklu skemmtilegra eftir að þú byrjaðir á þessu.

Embill

 
At 2:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

meira blogg, meira blogg !!!
við canongeitarar lesum alltaf bloggið hennar HelguSi...

 

Skrifa ummæli

<< Home