blogg 2
Jahérna, bara blogg nr.2 í dag. Svona er þetta þegar maður vaknar snemma. Ég er búin að hitta konsúlinn, hann er indæll maður og vinalegur, og hann reddaði þessu fyrir mig á nó tæm. Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera enska bloggsíðu líka, fyrir alla útlensku vini mína... er það kannski svolítið geðveikt? Gummi (óperusöngvari, tölvugúru, fornleifafræðingur, þýðandi og tilvonandi eiginmaður serbneskrar fegurðardísar) leysti þetta bara með því að blogga bara á ensku... en hann er líka svo mikill tjalli í sér að hann kemst upp með þetta - mér þætti þetta rosalega hallærislegt hjá sjálfri mér, sennilega einhver málvitundarskemmd úr háskólanum... nei, þetta er frá mömmu komið... hún skammaði okkur krakkana alltaf fyrir að tala annað en íslensku saman, við Hildur áttum það sérstaklega til að svissa ómeðvitað yfir í ensku og fengum skammir í hattinn. Viljiði hugsa fallega til hennar Hildar minnar, senda henni hlýja strauma og brosa fallega til hennar ef þið sjáið hana. Takk.
Sölvi er enn ekki risinn upp úr veikindunum.
2 Comments:
mehbí júh kúd brogg in tha approhpríett mannah
Sæl víjna. Fékkstu ekki alveg örugglega tölvupóstinn frá mér á hotmailið þitt?
Skrifa ummæli
<< Home