Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, janúar 21

aftur

halló aftur. búin að pakka þannig að ég get bloggað smá fyrir morgundaginn.
10 hlutir sem ég geri í Edinborg:
1) Sest út í baðherbergisglugga með kaffi og horfi út yfir borgina, upp í hálöndin.
2) Set í vél og set síðan þurrkarann 3x á 120 min, til að hann þorni
3) Sest úti í glugga í stofunni og horfi á fólkið labba eftir Royal Mile
4) Borga leiguna á Howe Street og labba síðan heim, kem við á Café Rouge og skrifa
5) Hitti Líney á Mitre eða Clever Dicks
6) Hringi í Öglu og Steinar og skipulegg hitting
7) Sest í hægindastólinn eins og indjáni með skoska teppið (Muted Dress Blue Stewart)frá Sölva og pikka á tölvuna (Sandy eða Tony eða þið)
8) Hringi í Brynju - hún er aldrei heima, alltaf að vinna
9) Labba í Tescos og Lidl og stoppa á Brass Monkey á leiðinni heim
10) Hugsa: ég ætti kannski að fara í pilates eða jóga eða keilídans en svo geri ekki neitt því það er svo miklu huggulegra heima.

4 Comments:

At 11:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

- Hvað eru þau líka að fara til Vínar, það er furðulegt.
- Ég hef nú heyrt að það sé bara óheyrilega leiðinlegt í Vín.
- Það er kannski bara fólkið sem býr þarna sem er soldið lokað.
- Búrókrasían er ansi mikil.
- Svo irrasjónal.
- Það er engin poppmenning. Þetta er svo gömul borg. Klassísk hefð.
- Þetta er lítið land.
- París, það koma allir þangað. Eins og Vín.
- Ég myndi aldrei vilja búa . . . ljót iðnaðarborg einhvern veginn.
- Eigum við ekki að fara á Snoop?
- Jú.

 
At 11:46 e.h., Blogger Sölvi Björn said...

Leigubílstjórinn, við komum sko og tókum sængina hennar Brynju, og þrjá kolla, af því við ákváðum sko að skila þessu dóti síðan á Gamlárskvöld.
Íslendingur hefði sko sagt: "Þið getið ekkert verið að koma með þessa stóla hérna inn í bílinn."
Svo sagði ég Ísland og þá kom þvílík romsa upp úr honum. Deyjandi þorp. Hvort við ætluðum að sitja undir þessu.
Jájá.
Eins og Leith.
Ekki neitt núna.
Hafiði ekki lent í helvítis Spaníólunum.
Já, einmitt, er það ekki út af Evrópusambandinu.
Jú.
Hræðilegt.
Olíuslys.
Asnar fáviti.
Drapst allt fuglalíf.
Geir Jón.
Bretar eru ekkert í því.
Nei.
Þeir eru líka með alls konar undan.
Já af því að þeir eru stofnendur alveg eins og frakkar og þjóðverjar.
Þess vegnar eru Írar með evruna.
Ég vissi þetta ekki.
Já, þeir eru alveg í EU.
Ég veit um strák sem barðist gegn þessu.
Förum til Þýskalands.
Hann tók þetta bara fyrir og fór í mál og vann það.
Þegar þú segir þetta þá hvarflar að mér að segja: Ég borga ekki.
Já, einmitt, bróðir minn var þarna í leiklist.

 
At 12:57 f.h., Blogger Sölvi Björn said...

- Nei, þetta er þarna alveg efst.
- Þarna hjá Súðavík og þar?
- Sölvi bjó einn með kisu og ketti.
- Nei.
- Einn með kisu og ketti.
- Svo bjó ég líka í Stórhöfða.
- Á Stórhöfða líka?
- Hvernig fórstu að því?
- Bara fór með.
- Var mamma þín vitavörður?
- Þannig að þú bjóst með mömmu, kisu og ketti!
- Fara alveg hringinn og mætast þarna.
- Hvað varstu gamall?
- Það var líka eitt sumar.
- Þið verðið að klára allt hérna áður en þið farið.
- Mjög gott pestó.
- Fáðu þér svona með pestó og absolut.
- Þú ert eitthvað skrýtinn, er ekki allt í lagi með þig.
- Er það ekki klippingin.
- Bara þyngsli í þér.
- Þetta er yfirfærsla.
- Nei frávarp.
- Hann ætlar inn í Íran núna.
- Bara The world keeps getting lonelier and lonelier.
- Vinkona mín sem er engin Bushfan hún upplifir sig sem skotmark.
- Bara hræðilegt, þegar maður pælir í því, að það séu fanatíkerar báðum megin sem stjórna heiminum.
- Mér finnst líka svo magnað að þeim hafi tekist þessum kaldastríðsgaurum, að þeim hafi tekist að búa til aðra kaldastríðsgrýlu. Myndi vera leyft að sýna þessa þætti heima?
- Sponserað af Al Jasíra segði Davíð.
- Fullt af ungum brjáluðum mönnum.
- Sem er bara það sem þeir bjuggu við.
- Ha?
- Sem telja sig vera Al Quaeda.
- Og þar með er Al Quaeda orðið til.
- Þeir þekkja hann. Þeir taka náttúrulega það sem þeir þekkja.
- Það þýðir bara samtökin.
- Og þetta Sleeper Cells og allt þetta.
- Maður er að sjá einhverja stráka í Disneylandi, fantir í Guantanamo Bay.
- Svo horfir maður á þetta sem þeir voru að setja, innsetninguna, hann er að tala um democrazy, freedom og svona. Og þú ert í Palestínu.
- Af hverju gengurðu ekki til liðs við Al Qaeda?
- Svo var verið að tala við talsmann mótmælenda.

 
At 3:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fékk eyrnalokkinn í dag! sendingin gladdi mig mjög mikið! hlutirnir tíu hljóma mjög vel, ég vona að það líði ekki á löngu þangað til ég verð í svipuðum sporum :)
knúúúúúús, auðurrán.

 

Skrifa ummæli

<< Home