Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, janúar 31

Hear no evil

Ég á ekki til orð! Ég var að lesa grein um fólk sem berst gegn 'fasistum' sem vinna að því að finna upp tækni sem mun færa heyrnarlausum heyrnina. Þessi hópur fólks, Big D minnir mig að hann kalli sig, heldur því fram að það sé verið að reyna að "eyða" heyrnarlausum, gera menningu þeirra og tungumál að engu. Segja að heyrnarleysi sé ekki fötlun og að heyrnarlausir séu ekki eins og blindingjar eða önnur fatlafól, meira eins og velska þjóðin sem þurfti að þola svona árásir ... frá vísindamönnum sem vildu finna leið til að hún gæti öðlast enn eitt skynið????
Hefur fólk það ekki aðeins of gott hérna á vesturlöndum? Fólk er farið að kvarta undan því að eiga möguleika á því að öðlast heyrn... for kræing át lád (nei, það gagnast sennilega ekki) for mæmíng át lád, segi ég nú bara.
Ég vil taka það fram að ég heyrandi manneskjan hef sótt nám í táknmáli bæði á menntaskóla- og háskólastigi og ég get sagt ykkur það að það er vel hægt að tala táknmál þótt maður hafi fulla heyrn.
Fokking fávitar.

2 Comments:

At 11:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka mín. Les stundum bloggið þitt og var að því núna. Þetta með heyrnarleysið - hm, líklega telja sumir það forréttindi að heyra ekki - veit ekki hvort það er rétt en nóg er svosem bullað í kringum mann. Maður getur sem betur fer leitt hjá sér mikið af því þ.e. sleppt því að hlusta á það, en ekki er minna um bullið í blöðum og tímaritum. Séð og heyrt kemur á stofuna þar sem ég vinn og NÁTTÚRULEGA VERÐ ÉG AÐ LESA ÞAÐ - BARA SVO ÉG SÉ VIÐRÆÐUHÆF - og verð að segja að stundum líður mér nú betur eftir að hafa lesið að t.d. Fjölnir eigi hænur og uni sér vel í sveitinni!! En eniveis - gaman að lesa bloggið þitt - þá veit maður svona pínupons hvað um er að vera hjá ykkur. Maður aumur - sem ekki kemst af skerinu - (veit satt að segja ekki af hverju) - gott að þú ert dugleg í dansinum - svosem ekki langt að sækja það - ekki hætta að blogga las nefnil. um daginn að þú værir að spekulegra að hætta. Fínt að geta lesið blogg ættingjanna. En var að tala við Írisi - úff - hún var í síðasta prófinu en á að skila síðasta verkefninu á morgun - EKKI HRESS - talaði stutt við hana - kannski betra á morgun eða miðvikudaginn???!! Allt gott héðan - heyrumst seinna
kveðja Drífa.

 
At 9:26 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Gaman að heyra í þér Drífa mín. Ég bið að heilsa öllum sem vilja kannast við mig þarna heima... já og á Spáni

 

Skrifa ummæli

<< Home