Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, janúar 25

barcelona

Ég er í Barcelona og hún er yndisleg. Ég hef nú næstum lokið öllum mínum erindum hér - þau eru þessi: fara á terrözzuna hennar Silviu og liggja í hengirúminu með bjór og sleikja sólina, fara á Cereríuna (nýju) og fá mér pasta con pesto og carajillo con Baileys, fá mér bjór á Confeteríunni við borðið með speglunum þar sem gamlar kristalskrónurnar speglast að eilífu, hitta Pollo og Gerald, fara á Tombs og sitja í sólinni, ganga niður á höfn og fara á hina ó, svo stórkostlegu Xampaneríu þar sem maður fær eðals böbblíglas fyrir 0.58 sentímur. Eftir stendur að fara upp á þak, fá mér kaffi á Capriccio og rölta upp á hæðina... kannski ég fari líka á Almiral og fái mér pastís. En skemmtilegast í þessari ferð hefur nú verið að hitta lille familien, hitta Úlf sem er svo mikið súkkulaði að maður þorir varla að fara með hann út í sólina. Í gær tókst honum að labba út ganginn með smá hjálp. Hann var svo spenntur að hjartað í honum hamaðist og hann brosti alveg þannig sást í allar tennurnar. Nú situr hann á gólfinu og gerir hvalahljóð. Ég ætla að fara út á Capriccio og fá mér þennan kaffibolla. Bið að heilsa fólki í Edinborg, Íslandi og annarsstaðar.

2 Comments:

At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

OHH, hvað þetta hljómar allt vel!!! Er með þér í anda. Gunnhildur

 
At 8:41 e.h., Blogger Króinn said...

Bið að heilsa gömlu konunni á Capriccio. Pantaðu una cortado y aqua sin gas y una bikini í mínu nafni. Bið svo auðvitað að heilsa öllu góðu fólki, bæði frá fyrsta heiminum og þriðja heiminum.

 

Skrifa ummæli

<< Home