Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, janúar 5

Sölvi veikur

Ég er með áhyggjur af honum Sölva mínum. Hann er að brenna upp. Er með 39,5 stiga hita. Ég dæli í hann lyfjum og renni glasi yfir útbrot sem ég þykist sjá á honum. Ef fólk er með heilahimnubólgu (er það ekki annars ísl. orð yfir meningitis?) og fær úbrot þá hverfa þau ekki ef maður ýtir glasi á þau eins og gerist með venjuleg útbrot. Sá það í sjónvarpinu. Helena vinkona mín lenti nefnilega illa í þessu hérna fyrir nokkrum árum. En hans hurfu undir glasinu og ég vona að þetta sé bara flensudjöfullinn sem að tengdapabbi var með, þá ætti hann að verða aðeins hressari á morgun, kannski með meðvitund. En þetta er ferlegt. Ég hef eiginlega ekkert getað sofið af áhyggjum þannig að ég verð vansvefta og Sölvi út úr heiminum þegar við höldum til Íslands á morgun. Það er djöfullegt að ferðast svona lasinn. En ef hann er ekki orðinn skárri þegar ég kem heim frá konsúlnum þá ætla ég að hringja á lækni. Better safe than sorry, eins og bretinn segir.

2 Comments:

At 1:24 e.h., Blogger Króinn said...

Voðalegt að heyra þetta. En þetta lýsir sér eins og flensan sem er víst að ganga: rosahár hiti fyrst en lækkar svo og þetta á víst að ganga frekar fljótt yfir. En bestu batnaðarkveðjur og vonandi fer allt vel. Bið að heilsa héðan frá Amager.

 
At 4:47 e.h., Blogger hosmagi said...

Já illt að heyra. Vona svo sannarlega að skáldið mitt standi þennan andskota af sér hið bráðasta.En svona eru djöfuls heimvaldasinnarnir. Senda góðu fólki þetta til að angra það og pína. Eins og ég hef áður sagt veit ég að Rumsfield og co sendi mér þennan djöflavírus og hann er örugglega enn að verki. Líklega lítil hætta á að Davíð og Halldór fái þessa pest. En góðu öflin munu sigra. Sendi einlægar batakveðjur. Pabbi.

 

Skrifa ummæli

<< Home