Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, janúar 3

Hogmanay er kúl

Hogmanay eru áramót þeirra skota en standa í nokkra daga. Það er margt um að vera og rosaleg stemming. Það komu 300þúsund túristar hingað til að halda upp á áramótin. Við elduðum kalkún og bökuðum köku sem við deildum með ágætu fólki. Fórum svo niður í partýið. Þetta var ótrúlegt, mannmergðin var slík að ég sá eftir því að hafa ekki keypt mér gothpönkaraskó með 15 sm þykkum botni - ég ætla að gera það næst. Samt tókst að fá allt þetta fólk til að þegja í mínútu í virðingarskyni við fórnarlömb hörmunganna í Asíu. Ansi magnað. Við tókum með okkur Cosmopolitan og Pina Colada á flösku og sáum 7 Hill flugeldasýninguna sem var brjálæðislega flott enda hönnuð af fransmanninum sem sá um Millenium flugeldana á Eiffel turninum. Stutt en stórkostlegt. Svo sungu allir Auld Sang Lyne eftir Burns sem kallast Hin gömlu kynni gleymast ei á íslensku. Við fórum svo heim og drukkum freyðivín og kampavín, sprengdum partýbombur (það er enn bréfog stjörnudrasl út um alla íbúð), hlustuðum á tónlist, fengum okkur Bloody Mary og skemmtum okkur almennt. Sumir skemmtu sér meira en aðrir og um fjögur leytið láu tvær kvennsur meðvitundalausar í rúminu mínu. Agla súludansaði við Steinar sem sagði hneykslaður frá því að hún hefði reynt við sig. Um sjö leytið tókst Stefáni að fá Elínborgu með sér í leigubíl og Agla og Steinar fengu gestarúmið og sófann. Ofulifur föðurfjölskyldunnar bjargaði mér og ég vaknaði stálslegin fyrsta dag ársins. Agla öskurældi, hennar eigin orð, fram eftir degi, Sölvi þorði ekki að vakna, en við Steinar Bragi ruttuðum aðeins til, vöskuðum upp og stumruðum yfir Öglu. Um miðnætti ákvað Agla að taka leigubíl heim en skáldin tóku sig til og fóru á pöbb og enduðu í skelfilegu ástandi enn á ný. Sölvi tók upp þráðin frá Öglu í gær og öskurældi í allan dag en ég fékk panikkatakk því að skjárinn á tölvunni minni var allur svartur og ég er með klemmda taug undir hægra herðablaðinu. Mér er enn skelfilega illt í bakinu en tölvan er þó komin í lag. Þetta reddast alltaf. Sölvi er meira að segja farinn að geta haldið fljótandi fæðu niðri og er að öllum líkindum ekki að deyja eins og hann hélt fram fyrr í kvöld.

4 Comments:

At 1:57 e.h., Blogger Króinn said...

Gleðilegt ár, góða fólk. Bestu kveðjur úr viðbjóðslega Reykjavíkurslabbinu og ofviðrinu.

 
At 2:04 e.h., Blogger hosmagi said...

Haldiði að það sé lifnaður á unga fólkinu í útlöndum. Munur eða á gömlu mönnunum á Íslandi. Skálaði þó bæði í rauðvíni og kampavíni um áramótin en í miklu hófi.Enda eldhress nú. Er þó hálflatur í dag og hlakka strax til helgarinnar. Bestu kveðjur í Lögmannasund.

 
At 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, er bara að skrifa hér til að ná athygli þinni - viltu vera svo væn að líta á HÍ póstinn þinn.

Kveðja Ágústa

 
At 5:19 e.h., Blogger Króinn said...

Bara svo að mamma þín haldi ekki að það sé sprengja eða miltisbrandur á skrifborðinu hennar þá er þangað nú kominn jólapakki til ykkar blessaðs fólksins. Gleðileg rússajól.

 

Skrifa ummæli

<< Home