Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, mars 27

Meira Ceilidh

Í gær fór ég með Sölva á risa Ceilidh í Assembly Rooms. Við dönsuðum svo mikið að á tímabili hélt ég að ég myndi drepast þarna innan um tryllta dansarana en til allra lukku hafði ég haft vit á því að taka með ferðis astmalyfið mitt þannig að ég lifði áfram til að dansa meira. Steinar Bragi og Sölvi (sem voru búnir að hóta því að fara strax þegar kæmi að hálfleik í landsleik Skota og Ítala)voru manna aktífastir á dansgólfinu og við vorum öll frekar sveitt og nasty þegar ballinu lauk á miðnætti sem samstundis varð klukkan eitt að nóttu. Jup það er búið að breyta klukkunni og við urðum að skila aftur klukkutímanum sem við fengum síðasta haust. Þetta þýðir að við vöknuðum í rauninni rétt fyrir eitt í staðin fyrir rétt fyrir hádegi... sem er nettur bömmer. En nú er ég eins og gamalmenni, stirð og stíf eftir dansinn. Þá er ekki annað að gera en að skella Pogues á fóninn og dansa þetta úr sér.
Gleðilega páska!

fimmtudagur, mars 24

Erfitt

Ég sem hélt að ég fengi að eiga einn yndislegan dag í friði. Þegar ég kom út í dag stóðu tveir gítarleikarar sitthvorumegin við húsið. Annar var drengur með engilfagra rödd og spilaði og söng Halleluja! eftir Cohen, hinn var engilfríð stúlka sem var að pakka saman og horfði aðdáunaraugum á drenginn. Þau voru bæði farin þegar ég kom heim og settist niður við tölvuna. Þegar tók að rökkva heyrði ég leiðinlegustu hljóðrunu í öllum helvítis heiminum og allt í einu gargaði ég upphátt svo ljótt að ég get ekki haft það eftir hér. Ég sem var að vona að hann væri farinn til London eða Manchester að stalka Oasisbræður og drepa þá, en nei, hann var bara seinn á fætur í dag, hefur kannski setið í garði í sólinni og eyðilagt daginn fyrir fólki þar og síðan ákveðið að brjóta ekki of mikið út af vananum og koma aðeins og hækka blóðþrýstinginn hjá mér. Ef ég heyri So Sally Can Wait einu sinni enn þá sting ég gat á hljóðhimnurnar í mér.
Er einhver með uppástungu um eitthvað alternatíft? Hilfe, ach, hilfe.

Mér dettur engin fyrirsögn í hug.

Ég vakti fram á nótt að prófarkalesa blaðið hans Sölva en reif mig samt á fætur rétt fyrir níu til að fara út með ruslið. Var alveg mega glam á hælum (fjótust að skella mér í þá) með ruslið í lyftunni. Sólin skein og ég rétt náði ruslakörlunum (úrgangstæknunum)og einn þeirra tók brosandi af mér ruslapokann þegar ég kom hlaupandi með hann niður Royal Mile. Alltaf gaman að byrja daginn svona á persónulegu nótunum. Ef að karlinn í blaðasölunni hérna fyrir neðan væri ekki svona mikill helvítis fauskur þá hefði ég fílað að skoppa þar inn á hælunum söngla Gudmornin' með Taggartensku og kaupa mjólkurpott og dagblaðið. Þá hefði ég fílað mig virkilega eins og lífglaða heimsborgarann. Þegar ég kom upp aftur var námsmaðurinn búinn að nudda úr sér stýrurnar, klæða sig og laga kaffi. My baby takes the morning train. Í dag ætla ég að vaka og vinna því lóan segir það... hmmm, er hún ekki farfugl, blessunin? Ætli hún komi hingað líka?
Tölvan mín er farin að tísta eins og vorfugl, eða kannski svona eins og R2D2 í uppnámi, spurning um að taka bakköpp. Manyana... Labda kesho. Adeu, ég er farin til Botsvana í dag.

þriðjudagur, mars 22

Friðrik og Gaddaffi

Ég hef lengi vitað að hann Frikki vinur minn er snillingur, og ég meina snillingur í raunverulegri merkingu orðins, ekki bara svona kasjúalí eins og fólk á til að nota og misnota það. Ég fékk staðfestingu á þessu þegar ég prófarkalas blaðið sem Sölvi er að gera fyrir skólann. Þar er Friðrik með grein um ljóðlist Gaddaffís. Hún var ekki bara leikandi vel skrifuð heldur svo stórkostleg að ég gargaði af gleði og grenjaði af hlátri yfir magnaðri bókmenntarýninni sem er sprottin úr huga manns sem svo sannarlega er óriginal.
Smá skúbb:

"I, for one, do not know what to make of its opening poem... I can not through lines begin to fathom whatever the Colonel is trying to communicate. Enough said. Gaddafi's poetry is a myriad of words." FS

mánudagur, mars 21

Orkuleysi

Það er ekki bara ég sem hef verið orkulaus í dag því að rafmagnið fór af mílunni mín megin í meira en klukkutíma. Ég gat ekkert unnið á meðan því að batteríið í tölvunni minni er júsless drasl, þannig ég fór út í banka og borgaði gasreikninginn og náði mér í dobbel expresso á Chocolate Soup og fór síðan heim að lesa Correcto - málfræði bók í spænsku eftir vinkonu mína Guðrúnu Túliníus. Það eru myndir í henni eftir Ingó en einhvernveginn hefur Bjartsmönnum láðst að nefna það í bókinni sjálfri. Hömm hömm. Ég er að reyna að þýða Tony en mér finnst alltaf eins og ég sé að halda framhjá Sandy þegar ég geri það og fyrr en varir fer ég að hugsa um Mma Ramotswe og hennar fólk. Ég er búin að ná mér í næstu tvær og laumast til að leggjast upp í sófa og lesa þegar enginn sér til.
Það er ennþá þoka. Edinborg er falleg í þoku og það er ágætt að það sé ekki sól svo ég nái kannski að skila af mér bókunum í tæka tíð. En djöfull væri ég til í að skreppa til Barca aðeins seinna í vor og stinga mér í sjóinn. Sitges, vindsæng, sólvörn, bók. Miss ðe sjóbissniss.

sunnudagur, mars 20

Mávar, stjörnubjór og gotneskt veður

Ahhhh.... stundum er gott að vera til. Eins og í dag. Ekki vegna þess að þessi dagur sé merkilegri en aðrir dagar heldur vegna þess að gærdagurinn var það. Ég vaknaði við aggresíft bjölluhljóð, stökk á fætur og klæddi mig í náttbuxurnar í loftinu, lenti alklædd frammi á gangi og urraði:Halló! (segi alltaf súperíslenskt halló við útlendinga ef ég vil sýna vanþóknun mína). Kona með breska tónun mjálmaði af gleði eins og Disneyfígúra í aldingarði: I have a parcel for you! mínútu seinna stóð þessi elska brosandi með fangið fullt af góssi - pakki frá Auði Rán. Ég glaðvaknaði við þetta og komst í svo gott skap að ég vissi ekki hvort sólin væri í rauninni að skína úti á götu eða hvort ég væri að ímynda mér það. Ég stakk hausnum út um gluggann til að fullvissa mig - jú, svei mér þá, bongóblíða. Það vita það allir að það er ekki hægt að sitja inni við vinnu þessa fyrstu vor/sumardaga þannig að ég fór og hitti Steinar og Öglu á Princess Street og tók þar strætó niður í Leith. Davíð og Sölvi fundu okkur þar og við fengum öll Angus 1flokks risa hamborgara og sátum svo með öl við The Shore sem er einskonar Nyhavn þeirra skota. Síðan fórum við og keyptum sólvörn, sólgleraugu og frisbí. Lékum okkur eins og kálfar á vori, gengum svo heim. Fengum okkur Estrella stjörnubjór sem Emblita kom með. Nú er ég með frisbíverki og úti er gotneskt veður, heimurinn er loðinn og ljós - þið sem heima sitjið munið eftir þriggja daga þokunni í Reykjavík. Það er eins og maður sé í feldinum á hvítum kettlingi. Og enn skín sólin. Geislarnir filterast niður í gegn um þokuna og verða mjúkir og hættulausir. Ahhhh... stundum er gott að vera til.

föstudagur, mars 18

Oasis og afrótrumbur

Ég verð að deila þessu með ykkur: Laglausa helvítis fíflið sem hefur gert mér lífið leitt í vetur með því að tylla sér á bekk hér aðeins neðar í götunni á hverjum degi og syngja lög Gallagherbræðra fyrir the musically challenged hefur nú fundið sér vini sem eru jafn ömurlegir og hann - tvo júróhippa trommara og einn svona skítugan, dreddlokkaðan fávita með bönd og keilur sem hann sveiflar í takt við bongotumbu So Sally can wait útgáfu sem þeir félagarnir eru búnir að malla saman og nú hérna BEINT UNDIR GLUGGANUM HJÁ MÉR! Gallagherinn gerir svo svona pirrandi hljóð brrrrííííjíha! púrrúrr! til að vera ethnic. Hef ekki heyrt annað eins einkennilegt drasl síðan ég sá Bubba flytja stórfurðulega world-music tsjikka-tsjikka-hú-haha syrpuna sína.
Fyrst í morgun þegar trumburnar byrjuðu hélt ég að það væri afríkaninn sem stundum kemur og hrekur Oasisaumingjann í burtu með mjög flottu afrógrúvi - það er allt annað að vinna við það, tala nú ekki um þegar maður er að þýða bækur sem gerast í Botsvana - en síðan áttaði ég mig á því að þessi trumbusláttur var meira svona hassista Barcelona taktleysi en afró og jú viti menn, líkur sækir líkan heim, og þarna hafa þeir safnast saman undir gluggann minn - verstu buskarar í Evrópu.
Æ, nei nú eru þeir farnir að reyna að flamenkóklappa! Nei nei, æ nei ég get ekki meir!!!

miðvikudagur, mars 16

Everywhere you go always take the weather with you

Ég veit ekki hvort Embla tók veðrið endilega með sér þegar hún fór í morgun - allavega ekki alla leið til Spánar - en ég lagði mig í sófann eftir að hafa labbað með henni á lestarstöðina og vaknaði klukkutíma seinna kófsveitt í sólbaði og slökkti á hitanum. Eftir að hafa unnið í nokkra klukkutíma stóðst ég ekki mátið og fór út í hlýan vind og glampandi sól. Merkilegt. Ég hitti Áróru og Línu og fór í göngutúr. Vorið er þá að koma eftir allt saman, borgin hefur ekki tímt sólardögum á Spánarbúann fussussuss.
Það var alveg frábært að hafa Emblitu hér og hún stóð sig eins og hetja í sonarsöknuðinum, hringdi einstaka sinnum heim og skellti sér á barinn og í ceilidh... en ansi er ég viss um að hún verði jublende að koma heim til sín - og Ingó og Úlfur líka. Sjálf get ég líka tekið gleði mína á ný þótt að Embla hafi yfirgefið mig því í kvöld kemur minn ástæli sambýlismaður heim frá London þar sem er 18 stiga hiti og sól samkvæmt nýjustu fréttum. Ekki eru fráttirnar jafn álitlegar að heiman frá Fróni. Oseisei neinei.

sunnudagur, mars 13

They are getting to me

Ég fór með Sölva í nýja HM í gær - loksins karla HM í Edinborg. Já, já hann dressaði sig upp fyrir bókamessuna: jakkaföt, bolur, 2 skyrtur, nærbuxur, 2 sokkar og bláir Converse allt þetta fyrir aðeins tæp 150 pund! Svo fórum við í meira bæjarrölt og allt í einu þar sem ég stóð á Princes Street langaði mig til að vera ljóshærð, langleggjuð og brún, 23 ára með brimbretti. Bara sisvona allt í einu. Stórfurðulegt. En ég er búin að jafna mig núna og komin í gott samband við minn innri mann, leyfði márablóðinu meira að segja lokka mig inn í eldhús og kokka upp etnískan mat sem ég ætla að hafa til handa Emblu þegar hún kemur. Ég ætla að fara að finna hana í Glasgow og fylgja henni hingað í sundið.

föstudagur, mars 11

öppdeiteringunni um að kenna?

Sá að blogspot var að monta sig að hafa öppdeitað kommentakerfið - höff! Það er nú frekar eins þeir hafi slátrað því. Það virðist ekki vera hægt að kommenta á þessu lengur, prófaði hjá Sölva, Sigga, tengdapabba og sjálfri mér: The blog you are looking for can not be found.
Ég var orðin desperat var að spá í að fara að klæmast og ganga fram af fólki til að fá komment, en nú get ég áfram verið góð stúlka - nema Wonderwall gítar fíflið komi aftur þá er líklegt að ég fari að brýna hnífana í eldhúsinu... Nema ég kyrki hann með G-strengnum - hans sko, ekki mínum.

Bisssí býfluga

Má ekki vera að því að blogga. Brjálað að gera hjá mér. Ég sat á fílakaffinu hennar J.K. Rowling í allan gærdag og þýddi þangað til mér var orðið illt í rassinum af því að sitja. Í dag tekur við annar dagur - en í þetta sinn ætla ég að tríta bossann á mér og sitja í fína, rauða, nýja skrifstofustólnum sem ég keypti í Ikea fyrir morðfjár. Aldurinn er farinn að segja til sín - ég er allt í einu farin að hugsa um bakið á mér, búin að fá mér stól og innlegg. Let us die young or let us live forever sungu Alphaville í den en hvar eru þeir nú? Bara happý með gigtarlyfin og göngugrindurnar sennilega. Og hví ekki það? Það er ég. Agla vinkona kom meira segja til mín með 4 Naproxen á kaffihúsið í gær með upptrekktan, kaffisteiktan Steinar sem kipptist til í takt við Tourettemanninn sem sat og reykti ofan í mig. Þegar vinir mínir og Twitch voru farin settist á móti mér miðaldra maður sem nagaði stanslaust á sér neglurnar - það fór svo í taugarnar á mér að ég flúði heim.

miðvikudagur, mars 9

Vorið er komið...

Jess! Það er komið vor í Edinborg. Við Sölvi löbbuðum út í Marchmont í gær að skoða húsin þar. Það kom upp hugmynd að leigja kannski stóra íbúð með Ástu - þá getum við verið svona Shallow Grave tím... nei, sjitt... þau voru snargeðveik, við erum róleg og góð - ég hef bara alltaf öfundað þau smávegis af íbúðinni þeirra. Við sáum margt fallegt, enda allt fallegt í glampandi sól, settumst svo út og fengum okkur pintu.
Það var alveg frábært að hafa Sigga hérna, short and sweet myndi Sölvi sennilega segja með kerlingalegu röddinni sem þeir notuðu báðir 98% af tímanum. Þá er það bara að láta eins og vorið sé ekki til og vinna eins og mófó þangað til að EMBLA kemur á sunnudaginn. Híhí, það er gaman að vera til!

fimmtudagur, mars 3

Hitt og þetta

Fyrst ætla ég að leiðrétta sjálfa mig: Þórlaug frænka mín á auðvitað afmæli 6.mars, ég sló þessu aðeins saman í hausnum á mér við hana Laufeyu sem á afmæli 5.apríl.
Ég er fífl: ég keypti rosa fínt handa Þórlaugu í dag en fór á svo fínt kaffihús að ég týndi því - að minnsta kosti finn ég það ekki lengur.
Embla er að koma til mín í 3 daga - rosa þrekraun að fara frá Lobito svona í fyrsta sinn en ég ætla vera góð og skilningsrík til að auðvelda henni þetta.
Svo er ég víst fýlupúki því mamma segir að það séu allir svo ánægðir með ritlaunin hans Sölva, að hann sé kominn inn og yadaya. Alveg rétt. En ég var nú líka aðallega að gagnrýna þessa stefnu að hafa 3 mánaða ritlaun, mér finnst það afturför. Því að maður nær ekki að skrifa heila skáldsögu á 3 mánuðum, það er rétt mögulegt á 6 mánuðum. Ef þetta snýst um fjármagn þá legg ég til að 3 ára ritlaun verði sett í salt. Mér finnst það bara allt of mikill tími, of þægilegt eins og Steinar sagði. Sleppa 3 ára launum og þá væri hægt að fá fleiri inn á 6 mánaða laun sem mér finnst vera lágmark. SUSaranir grenja um að skattborgarar eigi ekki að vera með þetta á spena en ég ulla bara á þá því þeir eru vitlausir, tala um frelsi til að velja en skilja ekki að það væri ekkert til að velja um ef við styddum ekki við bakið á listafólki... það er nú ekki eins og Sjálfstæðismenn hafi ekki legið undir kúnni, þarf nú ekki nema að nefna Árna blessaðan og kvótakóngana, og hvað ætli þeir sitji margir D-dólgarnir í einhverjum guðsvoluðum nefndum? Helvítis tilberaflokkur....
En listamennirnir eiga að halda kjafti og vera stilltir, vera þakklátir fyrir að það sé aumkast yfir þá. En gott fólk, það er sjálfsagt að borga listamönnum, borga fyrir það að halda uppi menningarstarfsemi á landinu því annars værum við bara molbúar og menningarsnautt pakk í rassgatsenda veraldarinnar. Það eru ekki listamennirnir sem eiga vera þakklátir okkur heldur við þeim fyrir að nenna að standa í þessu á svona litlu landi þar sem lítið sem ekkert er upp úr þessu að hafa. Ef við ætlum að gera þetta, gerum þetta þá þannig að gagn er að!

(Nú fæ ég aldrei ritlaun)

Brynja er góð og örlát

Í gær varð allt vitlaust. Sölvi rauk á fætur og inn í stofu án þess að segja orð. Ég var svo hissa að ég gat ekki annað en elt hann. Hann settist niður við tölvuna og var kominn á netið áður en hann var almennilega vaknaður. Upp úr þessari óvenjulegu byrjun á degi hófts gríðarleg tiltekt þar sem ísskápurinn var ma þrifinn almennilega í fyrsta skipti í lengri tíma. Eftir 4 tíma dútl og dúllerí við heimilistækin fór ég út í búð og keypti ávexti fyrir 30 pund þannig að nú flæða ávextir hér upp úr skálum eins og á velmegandi ómversku heimili. En það er ekki vegna þess að ég ætla að fara að spreyta mig með olíuliti, ónei, ég er orðin djúsóð. Djúsa allt sem ég kemst yfir. Hann Finnur kom mér upp á þetta fyrir mörgum árum þegar ég heimsótti hann í London.
Við heimsóttum svo Brynju í gærkvöldi. Hún er stórkostleg kona eins og allir vita sem til hennar þekkja. Hún lagaði ekki aðeins fyrir okkur dýrindis súpu og stytti fyrir okkur bæði buxur, heldur sendi hún okkur heim með skyr og tópas í pokanum. Svo lánaði hún mér The Big Book of Juices. Bzzzzzzzuííízzzzzz!

þriðjudagur, mars 1

Listamannalaun 2005

pirrpirrpirrpirrpirrr...
Það var semsagt verið að veita listamannalaun í gær. Eva fékk 3 ár - gott hjá henni. Steinar og Auja fengu 1 ár - frábært, þau eru vel að þessu komin.
En Sölvi? Hann fékk 3 mánuði. 3 mánuði! Hvað í andskotanum á það að vera? Það hefur enginn fengið 3 mánuði áður. Þetta er alveg það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Það er ekki einu sinni hægt að sækja um 3 mánuði á umsóknareyðublaðinu - bara hálft ár, eitt ár, tvö ár og þrjú ár. Hvernig datt þeim þetta í hug? Það er eins og hann sé ekki nógu góður til að fá hálft ár þannig hann fær 3 mánuði. Ég er svo pirruð að mig klæjar undir neglurnar, langar að renna þeim eftir andlitinu á einhverjum. Og það er ekki eins og Sölvi sé einhver nýgræðingur í þessu. Hann hefur gefið út ljóð og þýðingar í mörg ár og gefið út skáldsögu auk þess að ritstýra nokkrum bókum. Hann hefur alltaf fengið lofsamlega dóma fyrir þesssi verk sín. Hann hefur oft sótt um áður en aldrei fengið fyrr en núna... ég bara skil þetta ekki, ég vil fá einhverjar skýringar á þessu.
Sölvi vill alls ekki að ég röfli um þetta á opinberum vettvangi en ég bara verð. Þótt mér finnist Eva alveg stórfín þá finnst mér hún fullung til að fá 3 ár. Hefði ekki verið nær að veita henni tvö og geta þá látið tvo aðra fá sex mánuði? Í stað þess að klippa 6 mánaða launin í tvennt? Það gerir enginn mikið á 3 mánuðum - nema kannski Sölvi sem tókst að skrifa Radíó Selfoss á einu sumri...
Mér skilst að það séu fleiri sem fengu þessa sporslu og mér finnst það ekki bæta neitt úr skák. Mér finnst þessi nýjung hjá nefndinni alveg afleit, og þótt ég hefði kannski hoppað hæð mína yfir því að fá 3 mánaða laun frá Ríkinu til að skrifa þá finnst mér þetta ekki vera bjóðandi starfandi rithöfundum sem hafa verið mjög aktífir í mörg ár. Og áður en ég kveð þá vil ég hneykslast aðeins meira og nú yfir því að Eiríkur Örn hafi ekki fengið krónu þetta árið - kannski fær hann einn og hálfan mánuð næst.