Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, mars 16

Everywhere you go always take the weather with you

Ég veit ekki hvort Embla tók veðrið endilega með sér þegar hún fór í morgun - allavega ekki alla leið til Spánar - en ég lagði mig í sófann eftir að hafa labbað með henni á lestarstöðina og vaknaði klukkutíma seinna kófsveitt í sólbaði og slökkti á hitanum. Eftir að hafa unnið í nokkra klukkutíma stóðst ég ekki mátið og fór út í hlýan vind og glampandi sól. Merkilegt. Ég hitti Áróru og Línu og fór í göngutúr. Vorið er þá að koma eftir allt saman, borgin hefur ekki tímt sólardögum á Spánarbúann fussussuss.
Það var alveg frábært að hafa Emblitu hér og hún stóð sig eins og hetja í sonarsöknuðinum, hringdi einstaka sinnum heim og skellti sér á barinn og í ceilidh... en ansi er ég viss um að hún verði jublende að koma heim til sín - og Ingó og Úlfur líka. Sjálf get ég líka tekið gleði mína á ný þótt að Embla hafi yfirgefið mig því í kvöld kemur minn ástæli sambýlismaður heim frá London þar sem er 18 stiga hiti og sól samkvæmt nýjustu fréttum. Ekki eru fráttirnar jafn álitlegar að heiman frá Fróni. Oseisei neinei.

1 Comments:

At 12:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta með veðrið er manni eitthvað svo hugleikið, kannski af því að veðrið er svo mikilvægur þáttur á Íslandi, kannski eykst áhugi manns með aldrinum eins og áhugi á mat? kannski er það afþví að veturinn var sérstaklega erfiður og kaldur. Alla vega er maður alveg hoppandi himinglaður yfir sumrinu hér í París sem kom í gær með 21 gráðu og sól, bara einn vordagur þar á undan og svo sumar! Frakkarnir eru alveg ringlaðir, kíkja á dagatalið og sjá að það er enn mars og klæðast frökkunum sínum svörtu eins og lög gera ráð fyrir - og svitinn bogar af þeim - jæja ég ætla að drífa mig niðrað signu í blíðuna áður en ég skunda í skólann, sólarkveðjur! Lauf.

 

Skrifa ummæli

<< Home