Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, mars 9

Vorið er komið...

Jess! Það er komið vor í Edinborg. Við Sölvi löbbuðum út í Marchmont í gær að skoða húsin þar. Það kom upp hugmynd að leigja kannski stóra íbúð með Ástu - þá getum við verið svona Shallow Grave tím... nei, sjitt... þau voru snargeðveik, við erum róleg og góð - ég hef bara alltaf öfundað þau smávegis af íbúðinni þeirra. Við sáum margt fallegt, enda allt fallegt í glampandi sól, settumst svo út og fengum okkur pintu.
Það var alveg frábært að hafa Sigga hérna, short and sweet myndi Sölvi sennilega segja með kerlingalegu röddinni sem þeir notuðu báðir 98% af tímanum. Þá er það bara að láta eins og vorið sé ekki til og vinna eins og mófó þangað til að EMBLA kemur á sunnudaginn. Híhí, það er gaman að vera til!

1 Comments:

At 10:29 f.h., Blogger Króinn said...

Gaman væri að fá myndir frá helginni sendar þegar hægist um og þið hafið tíma til. Skoskar vormyndir myndu ylja mér í fimbulvetrinum hér í hólmi stokkanna.

 

Skrifa ummæli

<< Home