Brynja er góð og örlát
Í gær varð allt vitlaust. Sölvi rauk á fætur og inn í stofu án þess að segja orð. Ég var svo hissa að ég gat ekki annað en elt hann. Hann settist niður við tölvuna og var kominn á netið áður en hann var almennilega vaknaður. Upp úr þessari óvenjulegu byrjun á degi hófts gríðarleg tiltekt þar sem ísskápurinn var ma þrifinn almennilega í fyrsta skipti í lengri tíma. Eftir 4 tíma dútl og dúllerí við heimilistækin fór ég út í búð og keypti ávexti fyrir 30 pund þannig að nú flæða ávextir hér upp úr skálum eins og á velmegandi ómversku heimili. En það er ekki vegna þess að ég ætla að fara að spreyta mig með olíuliti, ónei, ég er orðin djúsóð. Djúsa allt sem ég kemst yfir. Hann Finnur kom mér upp á þetta fyrir mörgum árum þegar ég heimsótti hann í London.
Við heimsóttum svo Brynju í gærkvöldi. Hún er stórkostleg kona eins og allir vita sem til hennar þekkja. Hún lagaði ekki aðeins fyrir okkur dýrindis súpu og stytti fyrir okkur bæði buxur, heldur sendi hún okkur heim með skyr og tópas í pokanum. Svo lánaði hún mér The Big Book of Juices. Bzzzzzzzuííízzzzzz!
1 Comments:
Kannast við djúsæðið. Bara dagaspursmál hvenær blenderinn sem við fengum í jólagjöf brennur yfir enda varla sú máltíð borin á borð hér á heimilinu þessa dagana nema henni hafi verið stökkbreytt yfir einhvern djúskenndan hrærigraut. En þetta er jävla gott og gaman. Spurning hvort maður fái leið á þessu á endanum.
Skrifa ummæli
<< Home