Helga Soffia

Karibuni

sunnudagur, mars 13

They are getting to me

Ég fór með Sölva í nýja HM í gær - loksins karla HM í Edinborg. Já, já hann dressaði sig upp fyrir bókamessuna: jakkaföt, bolur, 2 skyrtur, nærbuxur, 2 sokkar og bláir Converse allt þetta fyrir aðeins tæp 150 pund! Svo fórum við í meira bæjarrölt og allt í einu þar sem ég stóð á Princes Street langaði mig til að vera ljóshærð, langleggjuð og brún, 23 ára með brimbretti. Bara sisvona allt í einu. Stórfurðulegt. En ég er búin að jafna mig núna og komin í gott samband við minn innri mann, leyfði márablóðinu meira að segja lokka mig inn í eldhús og kokka upp etnískan mat sem ég ætla að hafa til handa Emblu þegar hún kemur. Ég ætla að fara að finna hana í Glasgow og fylgja henni hingað í sundið.

10 Comments:

At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmm. eins fáránlega og tad hljómar, tá var tad einmitt mín heitasta ósk sídastlidid sumar ad breytast allt í einu í brjáladan surfara á Hawaii. tad ad busla í briminu á vindsaeng á strondinni í Málaga vakti upp tessa ógurlegu trá. ég vildi aftur á móti vera chocco med sixpack, 3% líkamsfitu og no cares in the world. en ljóskan er líklega enntá snidugri eftir tví sem ég hugsa meira um tad. ég meina, leggjalong blondie sem getur surfad eins og vindurinn...tad er lykill ad velgengni!!! ;) Am I right? Yes I am.

 
At 7:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já gvöð blessi H&M !

 
At 9:09 e.h., Blogger Króinn said...

Þegar ég var 23 ára var ég þýskur teknóhommi með aflitað hár í spænskri borg. Komst því ansi nálægt þessari fantasíu þinni. Nú er ég hins vegar blettasköllóttur Svíi. Heimur versnandi fer.

 
At 12:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Djöfullinn maður, ég hefði gefið annað nýrað fyrir að sjá þig ljóshærða kona!!!
hugsanlega bæði.........??
Atli Kendó

 
At 7:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hae, ég sé ad ég hef enn og aftur gleymt ad kvitta undir kommentid frá mér! anyways, vid toto erum med fullt hús af gestum tessa dagana og einn af teim heppnu sem faer ad kúra á flísunum hjá okkur er Kári (kvikmyndagerdamadur, upprennandi) sem er ad laera í Madrid. hann sagdist tekkja ykkur skotuhjú! ég bara, hva! ótrúlegt. en samt ekki, vid erum nú eitthvad svo fá tarna frá skerinu ;) hafdu tad gott fraenka, knús...xxx (íris bjork)

 
At 1:27 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Kári minn! Já frábært! Knúsaðu hann frá mér og flengdu hann svo á bossann.

 
At 1:28 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Kári minn! Já frábært! Knúsaðu hann frá mér og flengdu hann svo á bossann.

 
At 5:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bö, ég fíla alls ekki tilhugsunina um þig sem einhverja sörfer Barbí. Bjakk - ég vil hafa þig nákvæmlga eins og þú ert, þú ferð mér nefnilega svo vel. Annars vil ég taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég kommenta á blogg, fíla mig mjög part af tækni- og upplýsingaöldinni. Knústu Emblu frá mér X X X Ásta

 
At 5:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já og svo vil ég líka láta knúsa og flengja Kára frá mér ef hægt er að koma því við. Takk, Ásta

 
At 6:43 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Hey til hamingju Ásta með fyrsta kommentið í bloggheimum... svona byrjar þetta - með fikti, komment verður sníkjublogg og síðan ferðu að blogga sjálf fyrr eða síðar.
En hver er Atli kendó? Valur? hmmm...

 

Skrifa ummæli

<< Home