Meira Ceilidh
Í gær fór ég með Sölva á risa Ceilidh í Assembly Rooms. Við dönsuðum svo mikið að á tímabili hélt ég að ég myndi drepast þarna innan um tryllta dansarana en til allra lukku hafði ég haft vit á því að taka með ferðis astmalyfið mitt þannig að ég lifði áfram til að dansa meira. Steinar Bragi og Sölvi (sem voru búnir að hóta því að fara strax þegar kæmi að hálfleik í landsleik Skota og Ítala)voru manna aktífastir á dansgólfinu og við vorum öll frekar sveitt og nasty þegar ballinu lauk á miðnætti sem samstundis varð klukkan eitt að nóttu. Jup það er búið að breyta klukkunni og við urðum að skila aftur klukkutímanum sem við fengum síðasta haust. Þetta þýðir að við vöknuðum í rauninni rétt fyrir eitt í staðin fyrir rétt fyrir hádegi... sem er nettur bömmer. En nú er ég eins og gamalmenni, stirð og stíf eftir dansinn. Þá er ekki annað að gera en að skella Pogues á fóninn og dansa þetta úr sér.
Gleðilega páska!
7 Comments:
Gleðiðlega páska.
Gunnhildur
Til hamingju með daginn, okkar kæra. Njóttu dagsins. S og G
Elsku Helga mín, drottning fegurðar og heiðarleika!
Hjartalega til hamingju með daginn!
Þín tengdamutti.
Ps. sat í langan tíma við tölvuna og skrifaði langt bréf áðan. Fór eftir öllum góðum fyrirmælum og ráðleggingum. Það er ekkert publish post til að ýta á, aðeins posting og það gerði ég, en það virðist allt hafa verið unnið fyrir gíg. En ég gefst ekki upp.
Til hamingju með ammælið í dag elsku dúllan okkar. Megi æskublóma þinn aldrei þrjóta.
til hamingju beibí, vertu áfram sönn og fögur, Vilhjálmsgötugengið
Eins og maður muni ekki eftir afmælinu þínu. Verst að þú ert alveg að ná okkur í aldri og þroska :)
Til hamingju með daginn elsku Helga Soffía.
Puss og kram frá gamlingjunum í Gljúfró.
... já til hamingju með ammilið óblóðskylda ská-frænka...
heyrði í þér í útvarpi í dag. Mikið gaman að því. Langar að lesa þessa bók...um áritunarmannin...og mun gera það... ef guð lofar....
Skrifa ummæli
<< Home