Helga Soffia

Karibuni

fimmtudagur, mars 24

Mér dettur engin fyrirsögn í hug.

Ég vakti fram á nótt að prófarkalesa blaðið hans Sölva en reif mig samt á fætur rétt fyrir níu til að fara út með ruslið. Var alveg mega glam á hælum (fjótust að skella mér í þá) með ruslið í lyftunni. Sólin skein og ég rétt náði ruslakörlunum (úrgangstæknunum)og einn þeirra tók brosandi af mér ruslapokann þegar ég kom hlaupandi með hann niður Royal Mile. Alltaf gaman að byrja daginn svona á persónulegu nótunum. Ef að karlinn í blaðasölunni hérna fyrir neðan væri ekki svona mikill helvítis fauskur þá hefði ég fílað að skoppa þar inn á hælunum söngla Gudmornin' með Taggartensku og kaupa mjólkurpott og dagblaðið. Þá hefði ég fílað mig virkilega eins og lífglaða heimsborgarann. Þegar ég kom upp aftur var námsmaðurinn búinn að nudda úr sér stýrurnar, klæða sig og laga kaffi. My baby takes the morning train. Í dag ætla ég að vaka og vinna því lóan segir það... hmmm, er hún ekki farfugl, blessunin? Ætli hún komi hingað líka?
Tölvan mín er farin að tísta eins og vorfugl, eða kannski svona eins og R2D2 í uppnámi, spurning um að taka bakköpp. Manyana... Labda kesho. Adeu, ég er farin til Botsvana í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home