Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, mars 11

Bisssí býfluga

Má ekki vera að því að blogga. Brjálað að gera hjá mér. Ég sat á fílakaffinu hennar J.K. Rowling í allan gærdag og þýddi þangað til mér var orðið illt í rassinum af því að sitja. Í dag tekur við annar dagur - en í þetta sinn ætla ég að tríta bossann á mér og sitja í fína, rauða, nýja skrifstofustólnum sem ég keypti í Ikea fyrir morðfjár. Aldurinn er farinn að segja til sín - ég er allt í einu farin að hugsa um bakið á mér, búin að fá mér stól og innlegg. Let us die young or let us live forever sungu Alphaville í den en hvar eru þeir nú? Bara happý með gigtarlyfin og göngugrindurnar sennilega. Og hví ekki það? Það er ég. Agla vinkona kom meira segja til mín með 4 Naproxen á kaffihúsið í gær með upptrekktan, kaffisteiktan Steinar sem kipptist til í takt við Tourettemanninn sem sat og reykti ofan í mig. Þegar vinir mínir og Twitch voru farin settist á móti mér miðaldra maður sem nagaði stanslaust á sér neglurnar - það fór svo í taugarnar á mér að ég flúði heim.

2 Comments:

At 8:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú sért þá hætt að vinna með lappirnar upp í loftið og tölvuna í fanginu?

 
At 11:39 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Tja ég er meira farin að sitja svona eins og indjáni í stólnum - en þó í stólnum, á rassinum... þetta kemur smám saman. Svona er þetta að alast uppi í Afríku...hmmm

 

Skrifa ummæli

<< Home