Oasis og afrótrumbur
Ég verð að deila þessu með ykkur: Laglausa helvítis fíflið sem hefur gert mér lífið leitt í vetur með því að tylla sér á bekk hér aðeins neðar í götunni á hverjum degi og syngja lög Gallagherbræðra fyrir the musically challenged hefur nú fundið sér vini sem eru jafn ömurlegir og hann - tvo júróhippa trommara og einn svona skítugan, dreddlokkaðan fávita með bönd og keilur sem hann sveiflar í takt við bongotumbu So Sally can wait útgáfu sem þeir félagarnir eru búnir að malla saman og nú hérna BEINT UNDIR GLUGGANUM HJÁ MÉR! Gallagherinn gerir svo svona pirrandi hljóð brrrrííííjíha! púrrúrr! til að vera ethnic. Hef ekki heyrt annað eins einkennilegt drasl síðan ég sá Bubba flytja stórfurðulega world-music tsjikka-tsjikka-hú-haha syrpuna sína.
Fyrst í morgun þegar trumburnar byrjuðu hélt ég að það væri afríkaninn sem stundum kemur og hrekur Oasisaumingjann í burtu með mjög flottu afrógrúvi - það er allt annað að vinna við það, tala nú ekki um þegar maður er að þýða bækur sem gerast í Botsvana - en síðan áttaði ég mig á því að þessi trumbusláttur var meira svona hassista Barcelona taktleysi en afró og jú viti menn, líkur sækir líkan heim, og þarna hafa þeir safnast saman undir gluggann minn - verstu buskarar í Evrópu.
Æ, nei nú eru þeir farnir að reyna að flamenkóklappa! Nei nei, æ nei ég get ekki meir!!!
3 Comments:
híhíhí...
ps. samúðin fyrst að kikka inn þegar skólaferðir gerast ótíðari
hahahha! þú ert fyndin helga soffía :) ps. er sendingin frá mér komin? auður rán
Auður þú ert snillingur! Já sendingin kom í gær mér til svo ómældrar gleði að ég skríkti og hló og vann heljarinnar ósköp. Takk takk! Ekkert eins gaman og að fá óvæntan pakka! Muak muak!
Skrifa ummæli
<< Home