Erfitt
Ég sem hélt að ég fengi að eiga einn yndislegan dag í friði. Þegar ég kom út í dag stóðu tveir gítarleikarar sitthvorumegin við húsið. Annar var drengur með engilfagra rödd og spilaði og söng Halleluja! eftir Cohen, hinn var engilfríð stúlka sem var að pakka saman og horfði aðdáunaraugum á drenginn. Þau voru bæði farin þegar ég kom heim og settist niður við tölvuna. Þegar tók að rökkva heyrði ég leiðinlegustu hljóðrunu í öllum helvítis heiminum og allt í einu gargaði ég upphátt svo ljótt að ég get ekki haft það eftir hér. Ég sem var að vona að hann væri farinn til London eða Manchester að stalka Oasisbræður og drepa þá, en nei, hann var bara seinn á fætur í dag, hefur kannski setið í garði í sólinni og eyðilagt daginn fyrir fólki þar og síðan ákveðið að brjóta ekki of mikið út af vananum og koma aðeins og hækka blóðþrýstinginn hjá mér. Ef ég heyri So Sally Can Wait einu sinni enn þá sting ég gat á hljóðhimnurnar í mér.
Er einhver með uppástungu um eitthvað alternatíft? Hilfe, ach, hilfe.
3 Comments:
Skvettu út koppnum yfir gaurinn.
ég sting upp á ad tú komir tér fyrir beint fyrir framan tessa óhljódamaskínu med potta og sleifar og gerir tetta ad smá samkeppni. tú verdur bara ad fara á hans level og hrekja´nn í burtu tannig ;) og endilega biddu solva ad taka tad upp á vidjó svo ad vid getum horft á einvígid í naesta get-together, híhíhí (íris bjork)
Hmm mjög góðar hugmyndir báðar tvær, potta og pönnu hugmyndin jafnvel betri svona hygenískt séð. Í dag skellti ég bara Ellý og Villa á fóninn og hækkaði í botn og féll í stafi fyrir geðveikum trommunum í Vegir liggja til allra átta.
Skrifa ummæli
<< Home