Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, mars 21

Orkuleysi

Það er ekki bara ég sem hef verið orkulaus í dag því að rafmagnið fór af mílunni mín megin í meira en klukkutíma. Ég gat ekkert unnið á meðan því að batteríið í tölvunni minni er júsless drasl, þannig ég fór út í banka og borgaði gasreikninginn og náði mér í dobbel expresso á Chocolate Soup og fór síðan heim að lesa Correcto - málfræði bók í spænsku eftir vinkonu mína Guðrúnu Túliníus. Það eru myndir í henni eftir Ingó en einhvernveginn hefur Bjartsmönnum láðst að nefna það í bókinni sjálfri. Hömm hömm. Ég er að reyna að þýða Tony en mér finnst alltaf eins og ég sé að halda framhjá Sandy þegar ég geri það og fyrr en varir fer ég að hugsa um Mma Ramotswe og hennar fólk. Ég er búin að ná mér í næstu tvær og laumast til að leggjast upp í sófa og lesa þegar enginn sér til.
Það er ennþá þoka. Edinborg er falleg í þoku og það er ágætt að það sé ekki sól svo ég nái kannski að skila af mér bókunum í tæka tíð. En djöfull væri ég til í að skreppa til Barca aðeins seinna í vor og stinga mér í sjóinn. Sitges, vindsæng, sólvörn, bók. Miss ðe sjóbissniss.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home