Helga Soffia

Karibuni

þriðjudagur, mars 1

Listamannalaun 2005

pirrpirrpirrpirrpirrr...
Það var semsagt verið að veita listamannalaun í gær. Eva fékk 3 ár - gott hjá henni. Steinar og Auja fengu 1 ár - frábært, þau eru vel að þessu komin.
En Sölvi? Hann fékk 3 mánuði. 3 mánuði! Hvað í andskotanum á það að vera? Það hefur enginn fengið 3 mánuði áður. Þetta er alveg það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Það er ekki einu sinni hægt að sækja um 3 mánuði á umsóknareyðublaðinu - bara hálft ár, eitt ár, tvö ár og þrjú ár. Hvernig datt þeim þetta í hug? Það er eins og hann sé ekki nógu góður til að fá hálft ár þannig hann fær 3 mánuði. Ég er svo pirruð að mig klæjar undir neglurnar, langar að renna þeim eftir andlitinu á einhverjum. Og það er ekki eins og Sölvi sé einhver nýgræðingur í þessu. Hann hefur gefið út ljóð og þýðingar í mörg ár og gefið út skáldsögu auk þess að ritstýra nokkrum bókum. Hann hefur alltaf fengið lofsamlega dóma fyrir þesssi verk sín. Hann hefur oft sótt um áður en aldrei fengið fyrr en núna... ég bara skil þetta ekki, ég vil fá einhverjar skýringar á þessu.
Sölvi vill alls ekki að ég röfli um þetta á opinberum vettvangi en ég bara verð. Þótt mér finnist Eva alveg stórfín þá finnst mér hún fullung til að fá 3 ár. Hefði ekki verið nær að veita henni tvö og geta þá látið tvo aðra fá sex mánuði? Í stað þess að klippa 6 mánaða launin í tvennt? Það gerir enginn mikið á 3 mánuðum - nema kannski Sölvi sem tókst að skrifa Radíó Selfoss á einu sumri...
Mér skilst að það séu fleiri sem fengu þessa sporslu og mér finnst það ekki bæta neitt úr skák. Mér finnst þessi nýjung hjá nefndinni alveg afleit, og þótt ég hefði kannski hoppað hæð mína yfir því að fá 3 mánaða laun frá Ríkinu til að skrifa þá finnst mér þetta ekki vera bjóðandi starfandi rithöfundum sem hafa verið mjög aktífir í mörg ár. Og áður en ég kveð þá vil ég hneykslast aðeins meira og nú yfir því að Eiríkur Örn hafi ekki fengið krónu þetta árið - kannski fær hann einn og hálfan mánuð næst.

3 Comments:

At 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sumir hafa gert meira og jafn vel og Sölvi og fá ekki neitt. Það er gott fyrir hann að vera kominn inn. Hann á eftir að hækka.

 
At 12:38 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Það hefur enginn gert jafn vel og hann Sölvi minn, enginn segi ég enginn!
Nei, þetta snýst ekki um það hvort Sölvi hafi fengið eða ekki, ég er að bitsjast út í þetta fyrirkomulag Anonymous þarna.

 
At 12:38 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Það hefur enginn gert jafn vel og hann Sölvi minn, enginn segi ég enginn!
Nei, þetta snýst ekki um það hvort Sölvi hafi fengið eða ekki, ég er að bitsjast út í þetta fyrirkomulag Anonymous þarna.

 

Skrifa ummæli

<< Home