Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, febrúar 16

úttekt

Ég fór ekki til læknis en fór í klippingu - er ekkert endilega skæhæ yfir henni, ósköp lala, en ég kann ekki að tjá mig á hárgreiðslustofum, næ ekki þessu plani. Hárgreiðslukonan hrósaði háralitnum mínum og spurði hvort ég væri með skol, var bara ansi hissa þegar ég sagði henni að þetta væri bara svona af náttúrunnar hendi... ojájá, get sparað mér þar, þá þarf bara að fara í lengingu, brjóstastækkun, bronsun, fitusog og bótox. Fór líka í sund í sundhöllina og var ein af 4 gestum. Fílaði mig rosa glam í leigðum sundbol með nýju sundgleraugun mín. Síðan fór ég á Ara þar sem ég fékk mér kreppu og við töluðum um leimleika gæsa- og steggjapartýa (vorum báðar sammála því að við myndum drepa fólk sem myndi gæsa okkur með fíflalátum og typpaköku). Ég kíkti líka inn til Klöru í Morkinskinnu og truflaði hana allt of lengi. Við ræddum brúðkaup Guðmundar í Serbíu, Klara er ekki viss um að hún sé boðin en það er ég, andskotinn hafi það, Gummi hlýtur að fara að koma þessum boðskortum út. Já, og svo kíkti ég á Badda frænda, allt orðið svo fínt hjá honum, ræddi veiði og bókmenntir. Eftir það fór ég svo til Helgu frænku, ágætt að heimsækja feðgin sama kvöld til að fá þetta allt í perspektív... jadajadajada...
Ég sakna Sölva... sérstaklega á kvöldin, þá kvíði ég því að fara að sofa. Í kvöld frestaði ég því með því að horfa á Monsters Inc. og Brother Bear. Nú er klukkan hálf fimm. Kannski ég lognist bráðum út af.

1 Comments:

At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er dálítið hrifin af þessari hugmynd - að fara í klippingu en ekki til læknis þegar maður er veikur. Kveðja Hrönn

P.S. Þótt ég sé löngu komin fram yfir síðasta söludag þá hef ég heldur aldrei skilið "skemmtunina" í "gæsun/steggjun". Ekki einu sinni þegar ég átti að heita ung.

 

Skrifa ummæli

<< Home