Jólakort
Ég hef ætlað að væla út af þessu lengi. Ég hef aldrei verið sérstaklega dugleg í jólakortadæminu en þessi jól sendum við Sölvi 48 kort. 48. Við fengum 4 sjálf, 2 þeirra komu ekki einu sinni í pósti. Deprimerandi. Fólk hefur ekki einu sinni látið mig vita hvort það hafi fengið kortin. Ég ætla að láta þetta mér að kenningu verða og verða aftur jólakortaletingi. Ég hélt nefnilega að ég fengi nokkrar jólakveðjur núna þar sem ég var ekki heima um jólin, en ó,nei. Eins og það er gaman að fá snail-mail. Ásta og Þóra litla voru einu vinir mínir sem sendu mér jólakort - þið fáið kort næstu jól, auðvitað en restin - höfff!
En á léttari nótum (svona svo ég sé ekki bara vælandi kerling og hræsnari)þá get ég sagt ykkur að ég eyddi deginum með Brynju vinkonu, gekk af mér lappirnar að leita að hversdagslegum hlutum eins og römmum og albúmum sem við fundum ekki. Svei mér þá ef ég er bara ekki hressari fyrir vikið.
6 Comments:
allt hversagslegt er hægt að finna rétt hjá heimili Brynju, í góðgerðabúðunum í Stockbridge!
Ekkert kort barst hingað (vorum við annars ekki í 48 manna úrtakinu?). Ég hef annars allt of lengi látið undir höfuð leggjast að þakka formlega fyrir jólagjöfina. Hún vakti mikla lukku. Annars viðeigandi að gera endanlega upp jólin einmitt um sama leyti og VISA gerir slíkt hið sama.
Ekkert jólakort barst hingað heldur, ég tek undir með Sigga - var ég ekki í 48 manna úrtakinu? Engin jólagjöf heldur :) Ætlaði annars alltaf að segja þér hvað mamma var himinlifandi yfir jólakortinu frá ykkur. Fannst það svo skemmtilegt og sætt af ykkur - og þá sagði ég einmitt - ha! fenguð þið kort - ég fékk ekkert. Ég veit hins vegar alveg hvernig ykkur líður - við Davíð höfum soldið tuðað um þetta okkar á milli eftir að hafa sent búnka af jólakortum til vina og ættingja einhver jól og fengið brotabrot af fjöldanum til baka. Sendum alla vega 20 í ár og fengum 4, og sama sagan fólk nefnir ekki að það hafi fengið kort, hvað þá að hafa verið ánægt. Jæja, hætt þessu tuði. Laufey.
hmm, jú auðvitað voruð þið í 48 manna úrtakinu, eitthvað hlýt ég að hafa fokkað upp heimilisföngum - veit að þeir eru ansi harðir þarna í frans... men i Sverige? Sennilega Royal Mail að kenna, þeir eru víst alveg skelfilegir... en enívei Laufey, Davíð, Gusla og Siggi: Gleðileg jól!
Ég fékk ekki kort heldur - en hins vegar þessa fínu jólagjöf. Mamma fékk samt kort frá ykkur og var voða kát. Þó ætla ég ekki að kvarta þótt ég fái engin jólakort, sendi engin sjálf og ekki einu sinni jólagjafir á réttum tíma til vina minna í útlöndum. En ef ég var í 48 manna úrtakinu þá skilaði kortið sér ekki.
Embla
Gleðileg jól, Helga mín og Sölvi. Og jú, tek undir með þeim sem sent hafa jólakort. Prófaði það tvisvar en svörunin var sama og engin þannig að ég er hættur í bili þangað til að ég sendi mynd af ofvirka horuga barninu mínu með ljótum snjókalli sem ég hef hlaðið saman úr slabbi með því.
Skrifa ummæli
<< Home