Lögmannssundið góða
Edinborg minnir nú á leikfang sem ég átti einu sinni. Það var mynd af kirkju ofan í kúlu fullri af vatni. Þegar maður hristi hana þyrlaðist hvítt dótarí um í vatninu. Afskaplega rómantískt. Fyrir utan gluggan hjá mér er St. Giles og í kring um hana þyrlast hvít dótari. Það snjóar í Edinborg. Kirsuberjatrén standa í blóma og það snjóar. Svolítið óverkill.
Ég kom hingað um hádegið í gær. Fékk mér að borða og talaði við Sölva. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að halda út í úthverfin, til Ikea. Þar keyptum við almennilegar sængur, falleg sængurver, stóra púða (til að geta lesið uppi í rúmi) og - best af öllu - almennilegan stól handa mér til að sitja í við vinnu. Og ekki veitir af, ég þarf að koma frá mér 2 bókum núna í mars og apríl þannig að það verður setið stíft við. Ég ætla sitja við gluggann, vinna og fylgjast með vetrinum stríða við vorið og vorið hafa hann undir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home