Helga Soffia

Karibuni

föstudagur, febrúar 4

múnfeis

Ég var einu sinni að vinna í heimilishjálp fyrir yndilega konu sem hét Bára. Hún var uppáhaldskúninn minn og sú eina sem ég virkilega hlakkaði til að fara til. Þegar ég hætti að vinna við þetta hélt ég áfram að koma til hennar. Hún var með mjög slæma gigt og mjög slæman astma. Hún sagði mér frá því að astmasjúklingar ættu það til að fá múnfeis - svo benti hún á sig, og jú, hún var svolítið eins og tungl í framan, en fallegt tungl. Það sem gerist er að kokið bólgnar einhvernveginn þannig að fólk fær einskonar undirhöku sem nær frá eyra til eyra - ég kann ekki læknisfræðilega útskýringu á þessu en þegar ég vaknaði í morgun og leit í spegilinn var ég ekki frá því að ég væri að fá múnfeis.
...djflshlvt...

3 Comments:

At 12:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er að verða fastur liður hjá mér (í vinnutíma N.B) að lesa bloggið þitt. Mjög skemmtilegt. Annars verð ég að segja að ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég las að þú hefðir sent út 48 jólakort en sleppt því að senda mér. Life sucks. Annars finnst mér ég orðin ótrúlega gamaldags. Það er annað hver maður í fjölskyldunni farinn að blogga. Ég er enn það gamaldags að hringja í fólk og fara í einstaka heimsóknir. Svo finnst mér það besta. Fólk er farið að rífast í gegnum SMS. Ég er svo lengi að senda SMS að mér væri runnin reiðin áður en skilaboðin kæmust til skila. Og er ég þó frekar langrækin :-) Vona að þið hafðið það gott. Bestu kveðjur Hrönn

P.S. ég er alltaf með múnfeis. Sumir halda að manni líði betur við að segja að maður sé búlduleitur. Not true!

 
At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahaha, gott að geta kennt astmanum um undirhökuna sem fer ört vaxandi. xxx Laufey.

 
At 1:31 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Já þetta er skandall að ég hafi ekki sent þér jólakort - ég stórsé eftir að hafa bryddað upp á þessari jólakortaumræðu... en reyndar eru þetta kannski ekki nema svona 24 mín megin sko... svolítið svakalegt samt... ég sendi þér bara kort með det samme.

 

Skrifa ummæli

<< Home